NBA: Pelíkanarnir fljúga hátt í NBA þessa dagana og Eldflaugarnar líka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2018 07:30 James Harden í leiknum í nótt. Vísir/Getty Houston Rockets hélt sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann þá sinn fjórtánda leik í röð. Það er líka gaman að fylgjast með uppgangi New Orleans Pelicans sem er komið með sjö sigra í röð. Tvö efstu lið Austurdeildarinnar, Toronto Raptors og Boston Celtics, unnu bæði leiki sína í nótt alveg eins og tvö efstu í vestrinu, Houston og Golden State Warriors. Safnaferð Golden State liðsins í Washington borg hafði góð áhrif á meistaranna því þeir unnu góðan sigur nokkrum klukkutímum síðar. James Harden var með 25 stig og 7 stoðsendingar og Chris Capela bætti við 22 stigum og 14 fráköstum í 105-92 sigri Houston Rockets á Los Angeles Lakers. Eric Gordon kom með 22 stig inn af bekknum en Houston vann fyrsta leikhlutann 34-12 og leit ekki til baka eftir það. Harden skoraði 17 af 25 stigum sínum strax í fyrsta leikhlutanum og var þá kominn með fimm stigum meira en allt Clippers liðið. Houston Rockets liðið hefur nú unnið 14 leiki í röð og 20 af síðustu 22 leikjum. Liðið ætlar ekki að gefa neitt eftir í baráttunni við Golden State um efsta sætið í Vesturdeildinni.Kevin Durant skoraði 32 stig fyrir Golden State Warriors í 109-101 útisigri á Washington Wizards en þetta var fjórði sigur liðsins í röð og sá sjöundi í síðustu átta leikjum. Fyrr um daginn fóru leikmenn liðsins í skoðunarferð með börnum í safn í stað þess að hitta Donald Trump forseta. Stephen Curry var með 25 stig í leiknum, Klay Thompson skoraði 13 stig og spilaði frábæra vörn á Bradley Beal (8 stig) og Draymond Green bætti við 11 stigum og 11 stoðsendingum. Enn á ný var það flottur þriðji leikhluti sem lagði grunninn að sigri Golden State. Liðið var bara 58-56 yfir í hálfleik en byrjaði seinni hálfleikinn á 16-4 spretti. Liðið var síðan með stjórnina eftir það.Anthony Davis var með 26 stig og 15 fráköst þegar New Orleans Pelicans vann 121-116 útisigur á San Antonio Spurs. Þetta var sjöundi sigur Pelíkananna í röð og það þrátt fyrir að liðið lenti mest fimmtán stigum undir. Óheppni San Antonio Spurs hélt áfram. Liðið hefur leikið án Kawhi Leonard næstum allt tímabilið og í nótt meiddist síðan LaMarcus Aldridge. Þetta var fimmta tap Spurs-liðsins í síðustu sex leikjum.DeMar DeRozan skoraði 21 stig og Kyle Lowry bætti við 17 stigum, 11 stoðsendingum og 7 fráköstum þegar Toronto Raptors vann 117-104 sigur á Orlando Magic. Þetta var ellefti sigur Toronto liðsins í síðustu þrettán leikjum og liðið er með besta sigurhlutfallið í Austurdeildinni. Boston er samt ekki lang á eftir.Kyrie Irving skoraði 34 stig í fyrstu þremur leikhlutanum og hvíldi sig síðan á bekknum í þeim fjórða þegar Boston Celtics vann sannfærandi 134-106 sigur á Charlotte Hornets. Jaylen Brown var með 15 stig fyrir Boston liðið og þeir Terry Rozier og Greg Monroe skoruðu 14 stig hvor. Boston vann sinn fjórða leik í röð og endaði fimm leikja sigurgöngu Charlotte. Kemba Walker hitti úr fyrstu átta skotum sínum og endaði með 23 stig fyrir Charlotte.Russell Westbrook skoraði 30 stig og lagði grunninn að 111-110 sigri Oklahoma City Thunder á Dallas Mavericks með því að skora risakörfu og fá víti að auki á lokamínútu framlengingarinnar. Westbrook var einnig með 11 fráköst og 7 stoðsendingar í leiknum.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Houston Rockets 92-105 Dallas Mavericks - Oklahoma City Thunder 110-111 (100-100) San Antonio Spurs - New Orleans Pelicans 116-121 Memphis Grizzlies - Phoenix Suns 102-110 Washington Wizards - Golden State Warriors 101-109 Atlanta Hawks - Indiana Pacers 107-102 Boston Celtics - Charlotte Hornets 134-106 Detroit Pistons - Milwaukee Bucks 110-87 Orlando Magic - Toronto Raptors 104-117 NBA Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Fleiri fréttir Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Sjá meira
Houston Rockets hélt sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann þá sinn fjórtánda leik í röð. Það er líka gaman að fylgjast með uppgangi New Orleans Pelicans sem er komið með sjö sigra í röð. Tvö efstu lið Austurdeildarinnar, Toronto Raptors og Boston Celtics, unnu bæði leiki sína í nótt alveg eins og tvö efstu í vestrinu, Houston og Golden State Warriors. Safnaferð Golden State liðsins í Washington borg hafði góð áhrif á meistaranna því þeir unnu góðan sigur nokkrum klukkutímum síðar. James Harden var með 25 stig og 7 stoðsendingar og Chris Capela bætti við 22 stigum og 14 fráköstum í 105-92 sigri Houston Rockets á Los Angeles Lakers. Eric Gordon kom með 22 stig inn af bekknum en Houston vann fyrsta leikhlutann 34-12 og leit ekki til baka eftir það. Harden skoraði 17 af 25 stigum sínum strax í fyrsta leikhlutanum og var þá kominn með fimm stigum meira en allt Clippers liðið. Houston Rockets liðið hefur nú unnið 14 leiki í röð og 20 af síðustu 22 leikjum. Liðið ætlar ekki að gefa neitt eftir í baráttunni við Golden State um efsta sætið í Vesturdeildinni.Kevin Durant skoraði 32 stig fyrir Golden State Warriors í 109-101 útisigri á Washington Wizards en þetta var fjórði sigur liðsins í röð og sá sjöundi í síðustu átta leikjum. Fyrr um daginn fóru leikmenn liðsins í skoðunarferð með börnum í safn í stað þess að hitta Donald Trump forseta. Stephen Curry var með 25 stig í leiknum, Klay Thompson skoraði 13 stig og spilaði frábæra vörn á Bradley Beal (8 stig) og Draymond Green bætti við 11 stigum og 11 stoðsendingum. Enn á ný var það flottur þriðji leikhluti sem lagði grunninn að sigri Golden State. Liðið var bara 58-56 yfir í hálfleik en byrjaði seinni hálfleikinn á 16-4 spretti. Liðið var síðan með stjórnina eftir það.Anthony Davis var með 26 stig og 15 fráköst þegar New Orleans Pelicans vann 121-116 útisigur á San Antonio Spurs. Þetta var sjöundi sigur Pelíkananna í röð og það þrátt fyrir að liðið lenti mest fimmtán stigum undir. Óheppni San Antonio Spurs hélt áfram. Liðið hefur leikið án Kawhi Leonard næstum allt tímabilið og í nótt meiddist síðan LaMarcus Aldridge. Þetta var fimmta tap Spurs-liðsins í síðustu sex leikjum.DeMar DeRozan skoraði 21 stig og Kyle Lowry bætti við 17 stigum, 11 stoðsendingum og 7 fráköstum þegar Toronto Raptors vann 117-104 sigur á Orlando Magic. Þetta var ellefti sigur Toronto liðsins í síðustu þrettán leikjum og liðið er með besta sigurhlutfallið í Austurdeildinni. Boston er samt ekki lang á eftir.Kyrie Irving skoraði 34 stig í fyrstu þremur leikhlutanum og hvíldi sig síðan á bekknum í þeim fjórða þegar Boston Celtics vann sannfærandi 134-106 sigur á Charlotte Hornets. Jaylen Brown var með 15 stig fyrir Boston liðið og þeir Terry Rozier og Greg Monroe skoruðu 14 stig hvor. Boston vann sinn fjórða leik í röð og endaði fimm leikja sigurgöngu Charlotte. Kemba Walker hitti úr fyrstu átta skotum sínum og endaði með 23 stig fyrir Charlotte.Russell Westbrook skoraði 30 stig og lagði grunninn að 111-110 sigri Oklahoma City Thunder á Dallas Mavericks með því að skora risakörfu og fá víti að auki á lokamínútu framlengingarinnar. Westbrook var einnig með 11 fráköst og 7 stoðsendingar í leiknum.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Houston Rockets 92-105 Dallas Mavericks - Oklahoma City Thunder 110-111 (100-100) San Antonio Spurs - New Orleans Pelicans 116-121 Memphis Grizzlies - Phoenix Suns 102-110 Washington Wizards - Golden State Warriors 101-109 Atlanta Hawks - Indiana Pacers 107-102 Boston Celtics - Charlotte Hornets 134-106 Detroit Pistons - Milwaukee Bucks 110-87 Orlando Magic - Toronto Raptors 104-117
NBA Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Fleiri fréttir Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum