Græðgi og hroki útgerðarinnar Kristinn H. Gunnarsson skrifar 1. mars 2018 07:00 Árið hófst með áhlaupi útgerðarauðvaldsins gegn veiðigjaldinu, greiðslu útgerðarinnar fyrir réttinn til að nýta fiskimið landsins. Höfð hafa verið uppi stóryrði um ofurskattheimtu og fjárhæð veiðigjaldsins þetta árið hefur verið lýst sem skattheimtu á sterum. Lögin um veiðigjald eru vissulega gallagripur en LÍÚ hefur ávallt haft mikil áhrif á löggjöfina og samtökin bera sína ábyrgð á útfærslunni í lögunum. Hluta af tekjum útgerðarinnar er komið undan veiðigjaldinu með því að selja aflann til skyldra aðila í vinnslu á verði sem er lægra en markaðsverð, miðað er við gamlar upplýsingar og ekki er tekið mið af breytilegri afkomu innan fiskveiðanna. Engu að síður er veiðigjaldið, hlutur ríkisins, langt undir því verði sem útgerðarmenn sjálfir greiða fyrir veiðiréttinn.Hreinn hagnaður tvöfaldast Tilefnið er að heildartekjur ríkisins af veiðigjaldi verða 11 milljarðar króna á þessu fiskveiðiári en voru um 5 milljarðar króna áður. Á því er sú einfalda skýring að hreinn hagnaður af fiskveiðum á árinu 2015 varð tvöfalt meiri en 2014. Hagnaðurinn varð 31 milljarður króna en hafði verið 15 milljarðar króna. Það sem þarf að vekja athygli á er að hlutur útgerðarinnar, það er hagnaðurinn að frádregnu veiðigjaldinu, hækkaði úr 10 milljörðum króna upp í 20 milljarða króna á milli ára. Gróði útgerðarinnar er að vaxa stórlega en ekki að minnka eins og ætla mætti af stóryrðum talsmanna fyrirtækjanna. Krafa þeirra er að ríkið lækki sinn hlut og auki þannig gróðann hjá útgerðinni. Það er hvorki sanngjörn né eðlileg krafa. Staðreynd er að ríkið úthlutar kvótum til veiða við Ísland ár hvert á verði sem er langt undir því verði sem útgerðarmenn sjálfir hafa sett. Kvóti gengur kaupum og sölum. Helsti kvótamarkaður landsins er rekinn á skrifstofu LÍÚ. Rétturinn til þess að veiða 1 kg af þorski hefur undanfarin ár verið seldur milli útgerða á verði sem er 12-17 sinnum hærri en það gjald sem ríkið innheimtir. Um þessar mundir greiða leigjendur kvóta 179 kr. fyrir veiðiréttinn. Ríkið fær 22 krónur en útgerðin sem leigir kvótann frá sér fær 157 krónur. Hlutur ríkisins er 13%. Ef ríkið lækkar sinn hlut þá hækkar það sem útgerðin fær. Ef ríkið hækkar veiðigjaldið mun hlutur útgerðarinnar lækka að sama skapi. Útgerðin vill meira en 87%. Græðgin er óseðjandi. Af framlegðinni í veiðum á þorski hefur ríkið verið að fá 6-8% á síðustu árum. Hitt hafa útgerðarfyrirtækin fengið fyrir að gera ekki neitt.Gjafakvóti Verðmyndun á kvóta er trúverðug. Sýnt er að útgerðir sem kaupa eða leigja kvóta á markaðsverði LÍÚ hafa framlegð af sínum rekstri sem stendur undir kaupunum eða leigunni. Kvótaverðið er hátt vegna þess að ríkið gefur þessi verðmæti frá sér árlega fyrir brot af verðgildi þeirra. Eigandi kvótans er þjóðin. Þess vegna á ríkið að taka til sín meginhluta verðmætisins. Allt frá 1990 hafa útgerðirnar fengið að meðhöndla kvótann sem sína eign um aldur og ævi og hirða til sín fiskveiðiarðinn nánast óskiptan. Kvótinn hefur verið árlegt gjafafé til þeirra. Það skýrir hrokafulla framgöngu þeirra nú. Það er svartur blettur á íslenskri stjórnmálasögu að í rúmlega aldarfjórðung hefur verðmætum réttindum upp á marga tugi milljarða króna á hverju ári verið úthlutað til fárra Íslendinga fyrir brot af markaðsverði þeirra. Forseti Íslands hafði á orði í nýársávarpi sínu að illa gengi að safna í sjóði þjóðarinnar þegar vel áraði.Höfundur er hagfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Árið hófst með áhlaupi útgerðarauðvaldsins gegn veiðigjaldinu, greiðslu útgerðarinnar fyrir réttinn til að nýta fiskimið landsins. Höfð hafa verið uppi stóryrði um ofurskattheimtu og fjárhæð veiðigjaldsins þetta árið hefur verið lýst sem skattheimtu á sterum. Lögin um veiðigjald eru vissulega gallagripur en LÍÚ hefur ávallt haft mikil áhrif á löggjöfina og samtökin bera sína ábyrgð á útfærslunni í lögunum. Hluta af tekjum útgerðarinnar er komið undan veiðigjaldinu með því að selja aflann til skyldra aðila í vinnslu á verði sem er lægra en markaðsverð, miðað er við gamlar upplýsingar og ekki er tekið mið af breytilegri afkomu innan fiskveiðanna. Engu að síður er veiðigjaldið, hlutur ríkisins, langt undir því verði sem útgerðarmenn sjálfir greiða fyrir veiðiréttinn.Hreinn hagnaður tvöfaldast Tilefnið er að heildartekjur ríkisins af veiðigjaldi verða 11 milljarðar króna á þessu fiskveiðiári en voru um 5 milljarðar króna áður. Á því er sú einfalda skýring að hreinn hagnaður af fiskveiðum á árinu 2015 varð tvöfalt meiri en 2014. Hagnaðurinn varð 31 milljarður króna en hafði verið 15 milljarðar króna. Það sem þarf að vekja athygli á er að hlutur útgerðarinnar, það er hagnaðurinn að frádregnu veiðigjaldinu, hækkaði úr 10 milljörðum króna upp í 20 milljarða króna á milli ára. Gróði útgerðarinnar er að vaxa stórlega en ekki að minnka eins og ætla mætti af stóryrðum talsmanna fyrirtækjanna. Krafa þeirra er að ríkið lækki sinn hlut og auki þannig gróðann hjá útgerðinni. Það er hvorki sanngjörn né eðlileg krafa. Staðreynd er að ríkið úthlutar kvótum til veiða við Ísland ár hvert á verði sem er langt undir því verði sem útgerðarmenn sjálfir hafa sett. Kvóti gengur kaupum og sölum. Helsti kvótamarkaður landsins er rekinn á skrifstofu LÍÚ. Rétturinn til þess að veiða 1 kg af þorski hefur undanfarin ár verið seldur milli útgerða á verði sem er 12-17 sinnum hærri en það gjald sem ríkið innheimtir. Um þessar mundir greiða leigjendur kvóta 179 kr. fyrir veiðiréttinn. Ríkið fær 22 krónur en útgerðin sem leigir kvótann frá sér fær 157 krónur. Hlutur ríkisins er 13%. Ef ríkið lækkar sinn hlut þá hækkar það sem útgerðin fær. Ef ríkið hækkar veiðigjaldið mun hlutur útgerðarinnar lækka að sama skapi. Útgerðin vill meira en 87%. Græðgin er óseðjandi. Af framlegðinni í veiðum á þorski hefur ríkið verið að fá 6-8% á síðustu árum. Hitt hafa útgerðarfyrirtækin fengið fyrir að gera ekki neitt.Gjafakvóti Verðmyndun á kvóta er trúverðug. Sýnt er að útgerðir sem kaupa eða leigja kvóta á markaðsverði LÍÚ hafa framlegð af sínum rekstri sem stendur undir kaupunum eða leigunni. Kvótaverðið er hátt vegna þess að ríkið gefur þessi verðmæti frá sér árlega fyrir brot af verðgildi þeirra. Eigandi kvótans er þjóðin. Þess vegna á ríkið að taka til sín meginhluta verðmætisins. Allt frá 1990 hafa útgerðirnar fengið að meðhöndla kvótann sem sína eign um aldur og ævi og hirða til sín fiskveiðiarðinn nánast óskiptan. Kvótinn hefur verið árlegt gjafafé til þeirra. Það skýrir hrokafulla framgöngu þeirra nú. Það er svartur blettur á íslenskri stjórnmálasögu að í rúmlega aldarfjórðung hefur verðmætum réttindum upp á marga tugi milljarða króna á hverju ári verið úthlutað til fárra Íslendinga fyrir brot af markaðsverði þeirra. Forseti Íslands hafði á orði í nýársávarpi sínu að illa gengi að safna í sjóði þjóðarinnar þegar vel áraði.Höfundur er hagfræðingur
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun