Telja sérhæfða þjónustu geta verið á þriðja spítalanum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 19. mars 2018 12:28 Uppbygging Landspítala við Hringbraut er í fullum gangi. Vísir/Anton Brink Ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um staðarval fyrir nýjan spítala er merki um að flokkurinn horfi til lengri tíma í skipulagsmálum, að sögn formanns velferðarnefndar flokksins. Til standi að ljúka þeirri uppbyggingu við Hringbraut sem komin er á framkvæmdastig og þá sé hugmyndin ekki að hið nýja sjúkrahús verði einkarekið. „Það er ekki verið að tala um Landspítala. Landspítali er ákveðið hugtak sem er Landspítali háskólasjúkrahús sem er verið a byggja við Hringbraut og er þar og er líka í Fossvogi. Það er verið að byggja þar upp meðferðarkjarna sem er í grunninn sú starfsemi sem er á þessum tveimur stöðum, myndgreiningatækni, bráðamóttaka, gjörgæsla og allt slíkt, hjarta spítalans,“ segir Þorkell Sigurlaugsson, formaður velferðarnefndar Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Vísi. „Það sem við erum að tala um er að í framtíðinni þarf að vera uppbygging í heilbrigðismálum á höfuðborgarsvæðinu og hugsanlega annar spítali sem er þá öðruvísi spítali sem er þá að þjóna hefðbundnum aðgerðum, ekki háskólasjúkrahús eins og kennslustofnun og rannsóknarhús. Heldur í annars konar þjónustu. Gæti líka tengst öflugri heilbrigðisþjónustu almennt í Reykjavík og gæti líka tengst sérhæfðri þjónustu á sviði öldrunarlækninga eða eitthvað slíkt.“ Þorkell Sigurlaugsson, formaður velferðarnefndar Sjálfstæðisflokksins.Vísir/GVASegir eðlilegt að möguleiki sé á öðrum spítala Þorkell segir að slíku sjúkrahúsi þurfi strax að finna stað. „Það er ekki ráð nema í tíma sé tekið. Það tekur langan tíma að skipuleggja þetta og það eru hugmyndir hjá Reykjavíkurborg að byggja upp, til dæmis á Keldum, íbúðabyggð. Ef það á að þétta borgina og byggja meira þarf að huga að svona spítala. Öryggisins vegna og upp á atvinnumöguleika og valkosti fyrir sjúklinga þá er eðlilegt að það sé möguleiki á öðrum spítala og það er það sem við erum að tala um.“ Hann segir að hugmyndin sé sú að á hinum þriðja spítala sé starfsemi sem krefjist þess ekki að sé á bráðasjúkrahúsi og nefnir í því samhengi augnaðgerðir og mjaðmaskiptaaðgerðir. Ljóst er að Landspítalinn við Hringbraut þurfi að vera öflugt og tæknivætt sjúkrahús en um sé að ræða annan valkost. „Alveg eins og við erum með valkosti tvo á flestum stöðum í þjóðfélaginu. Við erum með fleira en eitt símfyrirtæki, fleiri en einn fjölmiðil, fleiri en einn háskóla og svo framvegis.“Eru þá einhverjar hugmyndir uppi um að þetta yrði einkarekið að hluta? „Nei það var alls ekki hugmyndin að þetta yrði einkarekið endilega. Það yrði bara annars konar starfsemi og rekið undir annars konar stjórn. það væri ekki sama,“ segir Þorkell. „Það voru náttúrulega þrír spítalar, menn gleyma því oft. Það var Landakot, Landspítali og Borgarspítalinn. Það voru þrír spítalar sameinaðir í einn. Nú erum við að tala um að það er kannski skynsamlegt að hverfa frá því eða horfa til nýrra möguleika um nýjan stað. Staðarvalið er mjög mikilvægt svo við séum ekki búin að loka á alla möguleika að velja svona sjúkrastofnun stað vegna þess að staðsetningin skiptir vissulega máli.“ Hann segir að með tilkomu þriðja sjúkrahússins gæti verið að ekki þurfi að ráðast í eins miklar framkvæmdir við Hringbraut og að stofnunin gæti létt undir með starfsemi í Fossvogi og við Hringbraut. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur segir að framkvæmdir við meðferðarkjarna Landspítala muni hefjast nú í sumar og er talið að hann komist í notkun árið 2023. Aðspurður um hugmyndir að staðsetningu segir Þorkell það alfarið fara eftir stærðargráðu sjúkrahússins, en að Vífilsstaðir og Keldur hafi verið nefnd sem hugmyndir. Landspítalinn Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um staðarval fyrir nýjan spítala er merki um að flokkurinn horfi til lengri tíma í skipulagsmálum, að sögn formanns velferðarnefndar flokksins. Til standi að ljúka þeirri uppbyggingu við Hringbraut sem komin er á framkvæmdastig og þá sé hugmyndin ekki að hið nýja sjúkrahús verði einkarekið. „Það er ekki verið að tala um Landspítala. Landspítali er ákveðið hugtak sem er Landspítali háskólasjúkrahús sem er verið a byggja við Hringbraut og er þar og er líka í Fossvogi. Það er verið að byggja þar upp meðferðarkjarna sem er í grunninn sú starfsemi sem er á þessum tveimur stöðum, myndgreiningatækni, bráðamóttaka, gjörgæsla og allt slíkt, hjarta spítalans,“ segir Þorkell Sigurlaugsson, formaður velferðarnefndar Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Vísi. „Það sem við erum að tala um er að í framtíðinni þarf að vera uppbygging í heilbrigðismálum á höfuðborgarsvæðinu og hugsanlega annar spítali sem er þá öðruvísi spítali sem er þá að þjóna hefðbundnum aðgerðum, ekki háskólasjúkrahús eins og kennslustofnun og rannsóknarhús. Heldur í annars konar þjónustu. Gæti líka tengst öflugri heilbrigðisþjónustu almennt í Reykjavík og gæti líka tengst sérhæfðri þjónustu á sviði öldrunarlækninga eða eitthvað slíkt.“ Þorkell Sigurlaugsson, formaður velferðarnefndar Sjálfstæðisflokksins.Vísir/GVASegir eðlilegt að möguleiki sé á öðrum spítala Þorkell segir að slíku sjúkrahúsi þurfi strax að finna stað. „Það er ekki ráð nema í tíma sé tekið. Það tekur langan tíma að skipuleggja þetta og það eru hugmyndir hjá Reykjavíkurborg að byggja upp, til dæmis á Keldum, íbúðabyggð. Ef það á að þétta borgina og byggja meira þarf að huga að svona spítala. Öryggisins vegna og upp á atvinnumöguleika og valkosti fyrir sjúklinga þá er eðlilegt að það sé möguleiki á öðrum spítala og það er það sem við erum að tala um.“ Hann segir að hugmyndin sé sú að á hinum þriðja spítala sé starfsemi sem krefjist þess ekki að sé á bráðasjúkrahúsi og nefnir í því samhengi augnaðgerðir og mjaðmaskiptaaðgerðir. Ljóst er að Landspítalinn við Hringbraut þurfi að vera öflugt og tæknivætt sjúkrahús en um sé að ræða annan valkost. „Alveg eins og við erum með valkosti tvo á flestum stöðum í þjóðfélaginu. Við erum með fleira en eitt símfyrirtæki, fleiri en einn fjölmiðil, fleiri en einn háskóla og svo framvegis.“Eru þá einhverjar hugmyndir uppi um að þetta yrði einkarekið að hluta? „Nei það var alls ekki hugmyndin að þetta yrði einkarekið endilega. Það yrði bara annars konar starfsemi og rekið undir annars konar stjórn. það væri ekki sama,“ segir Þorkell. „Það voru náttúrulega þrír spítalar, menn gleyma því oft. Það var Landakot, Landspítali og Borgarspítalinn. Það voru þrír spítalar sameinaðir í einn. Nú erum við að tala um að það er kannski skynsamlegt að hverfa frá því eða horfa til nýrra möguleika um nýjan stað. Staðarvalið er mjög mikilvægt svo við séum ekki búin að loka á alla möguleika að velja svona sjúkrastofnun stað vegna þess að staðsetningin skiptir vissulega máli.“ Hann segir að með tilkomu þriðja sjúkrahússins gæti verið að ekki þurfi að ráðast í eins miklar framkvæmdir við Hringbraut og að stofnunin gæti létt undir með starfsemi í Fossvogi og við Hringbraut. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur segir að framkvæmdir við meðferðarkjarna Landspítala muni hefjast nú í sumar og er talið að hann komist í notkun árið 2023. Aðspurður um hugmyndir að staðsetningu segir Þorkell það alfarið fara eftir stærðargráðu sjúkrahússins, en að Vífilsstaðir og Keldur hafi verið nefnd sem hugmyndir.
Landspítalinn Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira