Vill að Gildi selji allt hlutafé í N1 vegna launahækkunar forstjórans Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. mars 2018 10:09 Guðmundur Ragnarsson er formaður VM. vísir/anton Guðmundur Ragnarsson, formaður VM - félags vélstjóra og málmtæknimanna hyggst leggja fram þá tillögu á stjórnarfundi lífeyrissjóðsins Gildis að sjóðurinn selji allt hlutafé sitt í N1. „Ósmekkleg launahækkun forstjóra N1 má ekki standa. Mér, sem svo mörgum öðrum, er misboðið. Ég sit í stjórn Lífeyrissjóðsins Gildis og ætla að nota aðstöðu mína sem stjórnarmaður til að krefjast þess að sjóðurinn sendi sterk skilaboð inn á hlutabréfamarkaðinn, með því að selja hlutabréf sjóðsins í N1,“ er haft eftir Guðmundi á vef félagsins. Laun og hlunnindi Eggerts Þórs Kristóferssonar, forstjóra N1, hækkuðu um 20,7 prósent í fyrra samanborið við árið áður samkvæmt ársreikningi félagsins. Hefur launahækkunin vakið hörð viðbrögð meðal verkalýðsleiðtoga og hyggst stjórn VR meðal annars leggja fram tillögu á aðalfundi N1 um að öllum starfsmönnum fyrirtækisins skuli tryggð sama kjarahækkun og forstjóri félagsins fékk á liðnu ári. „Ég set stórt spurningarmerki við hæfi forstjórans og stjórnar félagsins ef þau eru ekki hæf til að lesa inn í ástandið í samfélaginu. Hvernig fer þetta fólk að því að leggja mat á markaðinn sem fyrirtækið starfar á, ef þau ná ekki að vera í sambandi við samfélagið sem þau búa í,“ er haft eftir Guðmundi. Hyggst hann leggja til formlega tillögu á næsta stjórnarfundi Gildis, sem er 22. mars næstkomandi, að sjóðurinn losi sig við allt hlutafé í N1. Gildi er næststærsti hluthafinn í N1 en félagið á 9,22 prósent hlut í félaginu. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Lífeyrissjóður verslunarmanna furðar sig á launahækkun forstjóra N1 Lífeyrissjóður verslunarmanna, eigandi 13,3% hlutafjár í N1, lýsir undrun sinni á ákvörðun stjórnar N1 um launahækkun forstjóra félagsins. 16. mars 2018 18:31 Forstjóri N1 hækkaði um milljón á mánuði Laun og hlunnindi fimm helstu stjórnenda N1 hf. námu rúmum 210 milljónum króna í fyrra og hækkuðu um nærri 30 milljónir milli ára. Laun og hlunnindi forstjórans hækkuð um 20,7 prósent, eða sem nemur rúmri milljón á mánuði 15. mars 2018 08:00 Leggja til að starfsmenn N1 fái sömu hækkun og forstjórinn Stjórn VR hefur samþykkt að leggja fram tillögu á aðalfundi N1 um að öllum starfsmönnum fyrirtækisins skuli tryggð sama kjarahækkun og forstjóri félagsins fékk á liðnu ári. 16. mars 2018 12:44 Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira
Guðmundur Ragnarsson, formaður VM - félags vélstjóra og málmtæknimanna hyggst leggja fram þá tillögu á stjórnarfundi lífeyrissjóðsins Gildis að sjóðurinn selji allt hlutafé sitt í N1. „Ósmekkleg launahækkun forstjóra N1 má ekki standa. Mér, sem svo mörgum öðrum, er misboðið. Ég sit í stjórn Lífeyrissjóðsins Gildis og ætla að nota aðstöðu mína sem stjórnarmaður til að krefjast þess að sjóðurinn sendi sterk skilaboð inn á hlutabréfamarkaðinn, með því að selja hlutabréf sjóðsins í N1,“ er haft eftir Guðmundi á vef félagsins. Laun og hlunnindi Eggerts Þórs Kristóferssonar, forstjóra N1, hækkuðu um 20,7 prósent í fyrra samanborið við árið áður samkvæmt ársreikningi félagsins. Hefur launahækkunin vakið hörð viðbrögð meðal verkalýðsleiðtoga og hyggst stjórn VR meðal annars leggja fram tillögu á aðalfundi N1 um að öllum starfsmönnum fyrirtækisins skuli tryggð sama kjarahækkun og forstjóri félagsins fékk á liðnu ári. „Ég set stórt spurningarmerki við hæfi forstjórans og stjórnar félagsins ef þau eru ekki hæf til að lesa inn í ástandið í samfélaginu. Hvernig fer þetta fólk að því að leggja mat á markaðinn sem fyrirtækið starfar á, ef þau ná ekki að vera í sambandi við samfélagið sem þau búa í,“ er haft eftir Guðmundi. Hyggst hann leggja til formlega tillögu á næsta stjórnarfundi Gildis, sem er 22. mars næstkomandi, að sjóðurinn losi sig við allt hlutafé í N1. Gildi er næststærsti hluthafinn í N1 en félagið á 9,22 prósent hlut í félaginu.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Lífeyrissjóður verslunarmanna furðar sig á launahækkun forstjóra N1 Lífeyrissjóður verslunarmanna, eigandi 13,3% hlutafjár í N1, lýsir undrun sinni á ákvörðun stjórnar N1 um launahækkun forstjóra félagsins. 16. mars 2018 18:31 Forstjóri N1 hækkaði um milljón á mánuði Laun og hlunnindi fimm helstu stjórnenda N1 hf. námu rúmum 210 milljónum króna í fyrra og hækkuðu um nærri 30 milljónir milli ára. Laun og hlunnindi forstjórans hækkuð um 20,7 prósent, eða sem nemur rúmri milljón á mánuði 15. mars 2018 08:00 Leggja til að starfsmenn N1 fái sömu hækkun og forstjórinn Stjórn VR hefur samþykkt að leggja fram tillögu á aðalfundi N1 um að öllum starfsmönnum fyrirtækisins skuli tryggð sama kjarahækkun og forstjóri félagsins fékk á liðnu ári. 16. mars 2018 12:44 Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira
Lífeyrissjóður verslunarmanna furðar sig á launahækkun forstjóra N1 Lífeyrissjóður verslunarmanna, eigandi 13,3% hlutafjár í N1, lýsir undrun sinni á ákvörðun stjórnar N1 um launahækkun forstjóra félagsins. 16. mars 2018 18:31
Forstjóri N1 hækkaði um milljón á mánuði Laun og hlunnindi fimm helstu stjórnenda N1 hf. námu rúmum 210 milljónum króna í fyrra og hækkuðu um nærri 30 milljónir milli ára. Laun og hlunnindi forstjórans hækkuð um 20,7 prósent, eða sem nemur rúmri milljón á mánuði 15. mars 2018 08:00
Leggja til að starfsmenn N1 fái sömu hækkun og forstjórinn Stjórn VR hefur samþykkt að leggja fram tillögu á aðalfundi N1 um að öllum starfsmönnum fyrirtækisins skuli tryggð sama kjarahækkun og forstjóri félagsins fékk á liðnu ári. 16. mars 2018 12:44