Ólympíufarar goð í Bandaríkjunum Kristinn Páll Teitsson skrifar 19. mars 2018 11:30 Freydís Halla Einarsdóttir í brekkunum í Suður-Kóreu. Vísir/Getty Freydís Halla Einarsdóttir, skíðakona og nemandi við Plymouth State-háskólann í Bandaríkjunum, varð á dögunum fyrsti nemandi skólans til að taka þátt í Ólympíuleikum þegar hún fór fyrir Íslands hönd á Vetrarólympíuleikana í PyeonChang í Suður-Kóreu. Keppti hún í stórsvigi og svigi og lenti í 41. sæti í sviginu en féll úr leik í stórsvigi.Skyndilega komin í guðatölu Dagskráin er þétt hjá Freydísi en hún keppir reglulega fyrir hönd háskóla síns í Bandaríkjunum. Hún fékk góðan stuðning frá skólanum og eru nemendurnir duglegir að stöðva hana á göngunum og spyrja út í leikana sjálfa. „Ég fékk mikinn stuðning frá skólanum og íþróttadeild skólans enda fyrsti nemandi skólans sem tekur þátt á Ólympíuleikunum. Ólympíuleikarnir eru stærra mál fyrir Bandaríkjamenn en Íslendinga, bara að komast inn á leikana þykir svakalegt og það vilja margir ræða við mann um þetta. Þú verður einhvers konar goð ef þú kemst á Ólympíuleikana hérna,“ segir Freydís og heldur áfram: „Það eru ennþá í dag, mánuði síðar, margir að koma að mér og hrósa mér fyrir að hafa tekið þátt. Oft er þetta fólk sem ég þekki ekkert sem stöðvar mig á skólalóðinni og vill ræða við mig, hrósa mér og spyrja spurninga um leikana sjálfa.“Draumur að vera fánaberi Freydís fékk þann heiður að vera fánaberi íslenska liðsins á opnunarhátíðinni. Það var ólýsanleg tilfinning sem er föst í minni hennar. „Þar var draumur að rætast, þetta var mikill heiður. Þetta hefur verið draumur manns allt frá æsku og ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi,“ segir Freydís sem keppti í tveimur greinum á leikunum. Féll hún úr leik í stórsvigi en var í 41. sæti í sviginu. „Það gekk vel í sviginu, ég var ekkert himinlifandi yfir því að detta í stórsviginu en ég tek þetta allt í reynslubankann. Það riðlaðist aðeins til í undirbúningnum, allar þessar frestanir í stórsviginu, og skyndilega var enginn dagur á milli til hvíldar og undirbúnings,“ segir Freydís. Það hafi verið erfitt að keppa í tveimur greinum með svona stuttri hvíld. „Það var auðvitað erfitt að undirbúa sig án þess að fá hvíld á milli, bæði andlega og líkamlega. Eftir á hefði þessi pása auðvitað gert heilmikið en ég reyndi að vera jákvæð og hugsa að það lentu allir í þessu.“ Freydís fann fyrir pressu að klára í sviginu eftir að hafa fallið í stórsviginu. Vildi hún ná að klára keppnisgrein á Ólympíuleikum. „Ég vildi auðvitað gera eins vel og ég gat en á sama tíma ná að klára keppni í sviginu. Ég setti smá pressu á mig að klára þar fyrst ég féll en ég skíðaði vel og náði góðum tíma.“Allt þess virði Það kostar sitt að vera afreksíþróttamaður í einstaklingsgrein en Freydís er afar þakklát fyrir þann stuðning sem hún hefur fengið, bæði frá styrktaraðilum og ÍSÍ. Hún segir ekki mikinn mun á þessu keppnisári og öðrum þó að Ólympíuleikarnir væru á dagskrá. Áætlaður kostnaður á tímabili er um 5,5 milljónir hjá Freydísi. „Þetta var í raun ekkert dýrara en á síðasta ári þegar ég fór á HM. Skíðasambandið og ÍSÍ greiddu stærstan hluta kostnaðarins við að fara á leikana sjálfa en æfingarferðirnar og allt þar í kring er greitt af styrktaraðilum, Skíðasambandinu og úr eigin vasa. Ég er mjög heppin með styrktaraðila sem hafa stutt mig vel við að eltast við draumana,“ segir Freydís sem sér ekki eftir neinu. „Þegar ég lít til baka var þetta allt þess virði, ég hef og mun aldrei líta til baka og sjá eftir þessu út af nokkurri forsendu. Þetta var lífsreynsla sem ekki margir hafa upplifað og ég er stolt af að hafa náð að komast alla þessa leið.“ Birtist í Fréttablaðinu Ólympíuleikar Tengdar fréttir Freydís fór með íslenska fánann í 360 gráðu myndavél | Myndband Freydís Halla Einarsdóttir og félagar hennar í íslenska Ólympíuliðinu á vetrarólympíuleikunum í PyeongChang eru komin inn á leikvanginn og allt gekk vel. 9. febrúar 2018 12:30 Freydís Halla í 41. sæti í svigi Freydís Halla Einarsdóttir kláraði báðar ferðirnar í sviginu í PyeungChang. 16. febrúar 2018 07:09 Freydís féll í seinni ferðinni Freydís Halla Einarsdóttir náði ekki að klára keppni í stórsvigi á Vetrarólympíuleikunum. 15. febrúar 2018 07:05 Freydís fyrsta konan í tólf ár sem verður fánaberi Íslands Freydís Halla Einarsdóttir verður fánaberi Íslands á setningarhátíð XXIII vetrarólympíuleikanna í PyeongChang 2018. 7. febrúar 2018 14:30 Freydís Halla náði bestum árangri Íslendinganna á ÓL Rétt rúmlega helmingur keppenda Íslands á Ólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður Kóreu náðu að klára sínar greinar á leikunum sem var slitið í gær. Alpagreinakonan Freydís Halla Einarsdóttir náði bestum árangri Íslands á leikunum. 26. febrúar 2018 16:30 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sjá meira
Freydís Halla Einarsdóttir, skíðakona og nemandi við Plymouth State-háskólann í Bandaríkjunum, varð á dögunum fyrsti nemandi skólans til að taka þátt í Ólympíuleikum þegar hún fór fyrir Íslands hönd á Vetrarólympíuleikana í PyeonChang í Suður-Kóreu. Keppti hún í stórsvigi og svigi og lenti í 41. sæti í sviginu en féll úr leik í stórsvigi.Skyndilega komin í guðatölu Dagskráin er þétt hjá Freydísi en hún keppir reglulega fyrir hönd háskóla síns í Bandaríkjunum. Hún fékk góðan stuðning frá skólanum og eru nemendurnir duglegir að stöðva hana á göngunum og spyrja út í leikana sjálfa. „Ég fékk mikinn stuðning frá skólanum og íþróttadeild skólans enda fyrsti nemandi skólans sem tekur þátt á Ólympíuleikunum. Ólympíuleikarnir eru stærra mál fyrir Bandaríkjamenn en Íslendinga, bara að komast inn á leikana þykir svakalegt og það vilja margir ræða við mann um þetta. Þú verður einhvers konar goð ef þú kemst á Ólympíuleikana hérna,“ segir Freydís og heldur áfram: „Það eru ennþá í dag, mánuði síðar, margir að koma að mér og hrósa mér fyrir að hafa tekið þátt. Oft er þetta fólk sem ég þekki ekkert sem stöðvar mig á skólalóðinni og vill ræða við mig, hrósa mér og spyrja spurninga um leikana sjálfa.“Draumur að vera fánaberi Freydís fékk þann heiður að vera fánaberi íslenska liðsins á opnunarhátíðinni. Það var ólýsanleg tilfinning sem er föst í minni hennar. „Þar var draumur að rætast, þetta var mikill heiður. Þetta hefur verið draumur manns allt frá æsku og ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi,“ segir Freydís sem keppti í tveimur greinum á leikunum. Féll hún úr leik í stórsvigi en var í 41. sæti í sviginu. „Það gekk vel í sviginu, ég var ekkert himinlifandi yfir því að detta í stórsviginu en ég tek þetta allt í reynslubankann. Það riðlaðist aðeins til í undirbúningnum, allar þessar frestanir í stórsviginu, og skyndilega var enginn dagur á milli til hvíldar og undirbúnings,“ segir Freydís. Það hafi verið erfitt að keppa í tveimur greinum með svona stuttri hvíld. „Það var auðvitað erfitt að undirbúa sig án þess að fá hvíld á milli, bæði andlega og líkamlega. Eftir á hefði þessi pása auðvitað gert heilmikið en ég reyndi að vera jákvæð og hugsa að það lentu allir í þessu.“ Freydís fann fyrir pressu að klára í sviginu eftir að hafa fallið í stórsviginu. Vildi hún ná að klára keppnisgrein á Ólympíuleikum. „Ég vildi auðvitað gera eins vel og ég gat en á sama tíma ná að klára keppni í sviginu. Ég setti smá pressu á mig að klára þar fyrst ég féll en ég skíðaði vel og náði góðum tíma.“Allt þess virði Það kostar sitt að vera afreksíþróttamaður í einstaklingsgrein en Freydís er afar þakklát fyrir þann stuðning sem hún hefur fengið, bæði frá styrktaraðilum og ÍSÍ. Hún segir ekki mikinn mun á þessu keppnisári og öðrum þó að Ólympíuleikarnir væru á dagskrá. Áætlaður kostnaður á tímabili er um 5,5 milljónir hjá Freydísi. „Þetta var í raun ekkert dýrara en á síðasta ári þegar ég fór á HM. Skíðasambandið og ÍSÍ greiddu stærstan hluta kostnaðarins við að fara á leikana sjálfa en æfingarferðirnar og allt þar í kring er greitt af styrktaraðilum, Skíðasambandinu og úr eigin vasa. Ég er mjög heppin með styrktaraðila sem hafa stutt mig vel við að eltast við draumana,“ segir Freydís sem sér ekki eftir neinu. „Þegar ég lít til baka var þetta allt þess virði, ég hef og mun aldrei líta til baka og sjá eftir þessu út af nokkurri forsendu. Þetta var lífsreynsla sem ekki margir hafa upplifað og ég er stolt af að hafa náð að komast alla þessa leið.“
Birtist í Fréttablaðinu Ólympíuleikar Tengdar fréttir Freydís fór með íslenska fánann í 360 gráðu myndavél | Myndband Freydís Halla Einarsdóttir og félagar hennar í íslenska Ólympíuliðinu á vetrarólympíuleikunum í PyeongChang eru komin inn á leikvanginn og allt gekk vel. 9. febrúar 2018 12:30 Freydís Halla í 41. sæti í svigi Freydís Halla Einarsdóttir kláraði báðar ferðirnar í sviginu í PyeungChang. 16. febrúar 2018 07:09 Freydís féll í seinni ferðinni Freydís Halla Einarsdóttir náði ekki að klára keppni í stórsvigi á Vetrarólympíuleikunum. 15. febrúar 2018 07:05 Freydís fyrsta konan í tólf ár sem verður fánaberi Íslands Freydís Halla Einarsdóttir verður fánaberi Íslands á setningarhátíð XXIII vetrarólympíuleikanna í PyeongChang 2018. 7. febrúar 2018 14:30 Freydís Halla náði bestum árangri Íslendinganna á ÓL Rétt rúmlega helmingur keppenda Íslands á Ólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður Kóreu náðu að klára sínar greinar á leikunum sem var slitið í gær. Alpagreinakonan Freydís Halla Einarsdóttir náði bestum árangri Íslands á leikunum. 26. febrúar 2018 16:30 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sjá meira
Freydís fór með íslenska fánann í 360 gráðu myndavél | Myndband Freydís Halla Einarsdóttir og félagar hennar í íslenska Ólympíuliðinu á vetrarólympíuleikunum í PyeongChang eru komin inn á leikvanginn og allt gekk vel. 9. febrúar 2018 12:30
Freydís Halla í 41. sæti í svigi Freydís Halla Einarsdóttir kláraði báðar ferðirnar í sviginu í PyeungChang. 16. febrúar 2018 07:09
Freydís féll í seinni ferðinni Freydís Halla Einarsdóttir náði ekki að klára keppni í stórsvigi á Vetrarólympíuleikunum. 15. febrúar 2018 07:05
Freydís fyrsta konan í tólf ár sem verður fánaberi Íslands Freydís Halla Einarsdóttir verður fánaberi Íslands á setningarhátíð XXIII vetrarólympíuleikanna í PyeongChang 2018. 7. febrúar 2018 14:30
Freydís Halla náði bestum árangri Íslendinganna á ÓL Rétt rúmlega helmingur keppenda Íslands á Ólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður Kóreu náðu að klára sínar greinar á leikunum sem var slitið í gær. Alpagreinakonan Freydís Halla Einarsdóttir náði bestum árangri Íslands á leikunum. 26. febrúar 2018 16:30