„Hann hélt alltaf áfram að öskra nafn konunnar minnar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2018 10:30 Rory McIlroy. Vísir/Getty Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy var allt annað en ánægður með framkomu áhorfanda á Arnold Palmer boðsmótinu um helgina og gagnrýndi um leið of mikla áfengissölu til áhorfenda á golfmótum. Rory McIlroy lét þetta þó ekki trufla sig og vann glæsilegan sigur á mótinu á átján höggum undir pari. McIlroy varð fyrir miklu áreiti á þriðja hringnum sínum á mótinu og þá sérstaklega frá einum manni. Telegraph sagði meðal annars frá. „Það var þarna einn gaur sem hélt alltaf áfram að öskra nafn konunnar minnar,“ sagði Rory McIlroy. Eiginkona Rory McIlroy er Erica Stoll en þau giftu sig í fyrra. „Ég ætlaði að fara til hans og ræða þetta. Þetta er orðið of mikið af því góða ef ég segi alveg eins og er. Þeir þurfa að fara að takmarka áfengissöluna á golfvellinum eða gera eitthvað í þessu. Kylfingar kvarta meira og meira undan þessu með hverri viku,“ sagði Rory McIlroy. „Ég vil ekki láta lenda einhverjum út bara til að henda honum út. Þetta er bara svo óviðeigandi. Við erum hérna út á velli til að reyna að vinna golfmót,“ sagði Justin Thomas þegar hann var spurður um málið. Rory McIlroy er ekki á móti því að fólk skemmti sér á gólfmótunum en segir að skemmtunin sé farin að snúast of mikið um fyllerí. „Ég veit að fólk vill koma hingað og njóta lífsins og ég styð það. Vandamálið er þegar öskrin og aðfinnslurnar verða persónulegar og þegar fólk er með mikil læti. Þá er þetta orðið of mikið,“ sagði McIlroy. „Einu sinni voru menn bara með bjór á vellinum en ekki áfengi. Nú er eins og allir gangi um með kokteila. Ég veit ekki hvort það væri nóg bara að skipta aftur í bjórinn. Það væri fínt en ég er svo sem ekki með lausnina,“ sagði Rory McIlroy. Golf Tengdar fréttir Læti í Tiger á lokahringnum en Rory McIlroy fagnaði sigri eftir mikinn fugladans í lokin Norður-Írinn Rory McIlroy vann sitt fyrsta mót síðan í september 2016 þegar hann tryggði sér sigur á Arnold Palmer boðsmótinu í nótt. 19. mars 2018 08:00 Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy var allt annað en ánægður með framkomu áhorfanda á Arnold Palmer boðsmótinu um helgina og gagnrýndi um leið of mikla áfengissölu til áhorfenda á golfmótum. Rory McIlroy lét þetta þó ekki trufla sig og vann glæsilegan sigur á mótinu á átján höggum undir pari. McIlroy varð fyrir miklu áreiti á þriðja hringnum sínum á mótinu og þá sérstaklega frá einum manni. Telegraph sagði meðal annars frá. „Það var þarna einn gaur sem hélt alltaf áfram að öskra nafn konunnar minnar,“ sagði Rory McIlroy. Eiginkona Rory McIlroy er Erica Stoll en þau giftu sig í fyrra. „Ég ætlaði að fara til hans og ræða þetta. Þetta er orðið of mikið af því góða ef ég segi alveg eins og er. Þeir þurfa að fara að takmarka áfengissöluna á golfvellinum eða gera eitthvað í þessu. Kylfingar kvarta meira og meira undan þessu með hverri viku,“ sagði Rory McIlroy. „Ég vil ekki láta lenda einhverjum út bara til að henda honum út. Þetta er bara svo óviðeigandi. Við erum hérna út á velli til að reyna að vinna golfmót,“ sagði Justin Thomas þegar hann var spurður um málið. Rory McIlroy er ekki á móti því að fólk skemmti sér á gólfmótunum en segir að skemmtunin sé farin að snúast of mikið um fyllerí. „Ég veit að fólk vill koma hingað og njóta lífsins og ég styð það. Vandamálið er þegar öskrin og aðfinnslurnar verða persónulegar og þegar fólk er með mikil læti. Þá er þetta orðið of mikið,“ sagði McIlroy. „Einu sinni voru menn bara með bjór á vellinum en ekki áfengi. Nú er eins og allir gangi um með kokteila. Ég veit ekki hvort það væri nóg bara að skipta aftur í bjórinn. Það væri fínt en ég er svo sem ekki með lausnina,“ sagði Rory McIlroy.
Golf Tengdar fréttir Læti í Tiger á lokahringnum en Rory McIlroy fagnaði sigri eftir mikinn fugladans í lokin Norður-Írinn Rory McIlroy vann sitt fyrsta mót síðan í september 2016 þegar hann tryggði sér sigur á Arnold Palmer boðsmótinu í nótt. 19. mars 2018 08:00 Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
Læti í Tiger á lokahringnum en Rory McIlroy fagnaði sigri eftir mikinn fugladans í lokin Norður-Írinn Rory McIlroy vann sitt fyrsta mót síðan í september 2016 þegar hann tryggði sér sigur á Arnold Palmer boðsmótinu í nótt. 19. mars 2018 08:00