Gæslumenn náttúrunnar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 19. mars 2018 07:00 Íslendingar eiga mætavel að vita að náttúrufegurð þessa lands verður ekki metin til fjár. Það er þeirra að hlúa að náttúrunni og vernda hana fyrir ágangi. Það getur reyndar verið verulegum erfiðleikum háð í landi þar sem ferðamannastraumur er svo mikill að náttúruperlur bíða skaða af. Þá er um að gera að sofna ekki á verðinum. Hið sama á við þegar kemur að virkjanaframkvæmdum, sem verða að vera innan skynsamlegra marka. Náttúruperlum á ekki að fórna vegna tilhugsunar misvitra áhrifamanna um skyndilegan gróða. Mörgum sem valdið hafa finnst náttúra landsins lítils virði sé ekki hægt að nýta hana. Þeir einstaklingar sem unna náttúrunni og telja mikilvægt að vernda hana eru oft stimplaðir sem rómantískir sveimhugar. Sagt er að þeir viti ekkert um praktík og hrífist um of af landslagi. Þeir eru ekki taldir sérlega marktækir í umræðunni. Við þurfum ekki annað en að horfa aftur til síðasta sumars þegar umræða varð um virkjun Hvalár í Ófeigsfirði á Ströndum vegna frumkvæðis Tómasar Guðbjartssonar læknis. Hann hafði kynnt sér svæðið og varaði mjög við því að ósnortin víðerni sem væru einstök á heimsvísu yrðu virkjuð. Vitanlega fékk Tómas bágt fyrir. Hann var sagður maður að sunnan sem skildi ekki mikilvægi uppbyggingar á landsbyggðinni. Staðreyndin er sú að hann var að benda á hversu gríðarleg mistök það væru að virkja á stað sem flokka má sem náttúruperlu. Af því hlytist óbætanlegur skaði. Nýleg frétt um fyrirhugaða virkjun hefur vakið athygli en sú er ekki á Ströndum, heldur á allt öðrum stað, í Þjórsá. Þar er að finna hverja virkjunina á fætur annarri. Reyndar svo margar að einhverjir hljóta að freistast til að fórna höndum og segja: „Ekki meir, ekki meir!“ En þar er víst meira pláss. Þjórsá hlýtur að teljast sannur happafengur fyrir virkjanasinna því hún tekur lengi við. Nýlega birti Skipulagsstofnun álit sitt um umhverfisáhrif vegna Hvammsvirkjunar í Þjórsá. Þar kemur fram að stofnunin telur að áhrif virkjunar á landslagið muni verða verulega neikvæð og áhrif á ferðaþjónustu og útivist talsvert neikvæð. Setningin „verulega neikvæð áhrif á landslag“ hljómar eins og viðvörunarbjöllur. En ekki í hugum forstjóra Landsvirkjunar og oddvita hreppsnefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps sem hafa sagt að þeir hafi engan áhuga á að endurskoða virkjanaáformin. Þeir þurfa þess heldur ekki því álit Skipulagsstofnunar er bara álit. Stofnunin hefur víst ekki vald til að kveða upp lokaúrskurð. Það vald hafði hún hér áður fyrr en stjórnmálamenn breyttu því. Þeir vita ekki alltaf hvað þeir gjöra. Það er full ástæða til að taka undir þau orð Snorra Baldurssonar, stjórnarmanns hjá Landvernd, að álit Skipulagsstofnunar eigi ekki að vera álit sem hægt sé að hunsa heldur hreinlega úrskurður sem framkvæmdaaðilar og sveitarfélög verða að fara eftir. Gæslumenn náttúrunnar, þeir einstaklingar sem vilja mikið á sig leggja til að vernda hina ósnortnu náttúru landsins, eru mikilvægir. Lokaorðið á að vera þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Íslendingar eiga mætavel að vita að náttúrufegurð þessa lands verður ekki metin til fjár. Það er þeirra að hlúa að náttúrunni og vernda hana fyrir ágangi. Það getur reyndar verið verulegum erfiðleikum háð í landi þar sem ferðamannastraumur er svo mikill að náttúruperlur bíða skaða af. Þá er um að gera að sofna ekki á verðinum. Hið sama á við þegar kemur að virkjanaframkvæmdum, sem verða að vera innan skynsamlegra marka. Náttúruperlum á ekki að fórna vegna tilhugsunar misvitra áhrifamanna um skyndilegan gróða. Mörgum sem valdið hafa finnst náttúra landsins lítils virði sé ekki hægt að nýta hana. Þeir einstaklingar sem unna náttúrunni og telja mikilvægt að vernda hana eru oft stimplaðir sem rómantískir sveimhugar. Sagt er að þeir viti ekkert um praktík og hrífist um of af landslagi. Þeir eru ekki taldir sérlega marktækir í umræðunni. Við þurfum ekki annað en að horfa aftur til síðasta sumars þegar umræða varð um virkjun Hvalár í Ófeigsfirði á Ströndum vegna frumkvæðis Tómasar Guðbjartssonar læknis. Hann hafði kynnt sér svæðið og varaði mjög við því að ósnortin víðerni sem væru einstök á heimsvísu yrðu virkjuð. Vitanlega fékk Tómas bágt fyrir. Hann var sagður maður að sunnan sem skildi ekki mikilvægi uppbyggingar á landsbyggðinni. Staðreyndin er sú að hann var að benda á hversu gríðarleg mistök það væru að virkja á stað sem flokka má sem náttúruperlu. Af því hlytist óbætanlegur skaði. Nýleg frétt um fyrirhugaða virkjun hefur vakið athygli en sú er ekki á Ströndum, heldur á allt öðrum stað, í Þjórsá. Þar er að finna hverja virkjunina á fætur annarri. Reyndar svo margar að einhverjir hljóta að freistast til að fórna höndum og segja: „Ekki meir, ekki meir!“ En þar er víst meira pláss. Þjórsá hlýtur að teljast sannur happafengur fyrir virkjanasinna því hún tekur lengi við. Nýlega birti Skipulagsstofnun álit sitt um umhverfisáhrif vegna Hvammsvirkjunar í Þjórsá. Þar kemur fram að stofnunin telur að áhrif virkjunar á landslagið muni verða verulega neikvæð og áhrif á ferðaþjónustu og útivist talsvert neikvæð. Setningin „verulega neikvæð áhrif á landslag“ hljómar eins og viðvörunarbjöllur. En ekki í hugum forstjóra Landsvirkjunar og oddvita hreppsnefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps sem hafa sagt að þeir hafi engan áhuga á að endurskoða virkjanaáformin. Þeir þurfa þess heldur ekki því álit Skipulagsstofnunar er bara álit. Stofnunin hefur víst ekki vald til að kveða upp lokaúrskurð. Það vald hafði hún hér áður fyrr en stjórnmálamenn breyttu því. Þeir vita ekki alltaf hvað þeir gjöra. Það er full ástæða til að taka undir þau orð Snorra Baldurssonar, stjórnarmanns hjá Landvernd, að álit Skipulagsstofnunar eigi ekki að vera álit sem hægt sé að hunsa heldur hreinlega úrskurður sem framkvæmdaaðilar og sveitarfélög verða að fara eftir. Gæslumenn náttúrunnar, þeir einstaklingar sem vilja mikið á sig leggja til að vernda hina ósnortnu náttúru landsins, eru mikilvægir. Lokaorðið á að vera þeirra.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun