Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónir Samúel Karl Ólason skrifar 17. mars 2018 20:45 Greiningarfyrirtækið Cambridge Analytica, sem kom að forsetaframboði Donald Trump og Brexit, notfærði sér persónuupplýsingar milljóna notenda Facebook í Bandaríkjunum í pólitískum tilgangi. Vísir/AFP Greiningarfyrirtækið Cambridge Analytica, sem kom að forsetaframboði Donald Trump og Brexit, notfærði sér persónuupplýsingar milljóna notenda Facebook í Bandaríkjunum í pólitískum tilgangi. Gögnin, sem fyrirtækið komst yfir án leyfis og án réttinda, voru notuð til að byggja upp öflugan hugbúnað og hafa áhrif á kosningarnar. Hugbúnaðurinn greindi skoðanir einstaklinga svo hægt var að senda þeim hnitmiðaðar og persónulegar auglýsingar. Christopher Wylie, sem kom að stofnun fyrirtækisins og vann þar til 2014, segir tilgang þess hafa verið að nota persónugögn í pólitískum tilgangi. Fyrirtækið hafi notfært sér Facebook til öðlast upplýsingar um fólk og hafa áhrif á það. Fyrirtækið hefði verið stofnað í þeim tilgangi. Wylie hefur útvegað blaðamönnum og yfirvöldum upplýsingar sem innihalda meðal annars tölvupósta úr kerfi CA sem sýnir hvernig persónuupplýsingarnar voru notaðar.Sagðist ætla að nota gögnin til rannsókna Fyrirtækið keypti gögnin í gegnum utanaðkomandi aðila sem sagði Facebook að hann væri að safna gögnum fyrir rannsóknir. Aleksandr Kogan safnaði gögnunum meðal annars í gegnum snjalltækjaforritið thisisyourdigitallife. Hundruðum þúsunda aðila var greitt fyrir að nota forritið til að taka persónuleikapróf og var þeim sagt að gögnin yrðu notuð til rannsókna. Auk þess að taka upplýsingar þeirra sem tóku áðurnefnt persónuleikapróf safnaði forritið einnig upplýsingum Facebookvina þeirra. Samkvæmt reglum Facebook var Kogan þó óheimilt að selja upplýsingarnar eða nota þær í öðrum tilgangi. Auðjöfurinn Robert Mercer á Cambridge Analytica og um tíma var fyrirtækinu stýrt af Steve Bannon, einum af helstu bandamönnum Trump.Vilja há menningarstríð „Reglur skipta þá engu máli,“ segir Wylie við New York Times. „Fyrir þeim er þetta stríð og allt er sanngjarnt. Þeir vilja há menningarstríð í Bandaríkjunum. Cambrigdge Analytica var ætlað að vera vopnabúr þeirra í því menningarstríði.“Á vef Guardian segir að starfsmenn Facebook hafi komist á snoðir um fyrirtækið á seinni hluta ársins 2015. Hins vegar hafi notendur ekki verið látnir vita og greip fyrirtækið ekki til afgerandi aðgerða til að koma höndum aftur yfir upplýsingarnar sem snúa að rúmlega 50 milljónum einstaklinga.New York Times segir að enn megi finna hluta gagnanna á netinu og CA býr yfir þeim enn, þrátt fyrir að hafa sagt starfsmönnum Facebook árið 2015 að þeim hefði verið eytt.Alexander Nix, framkvæmdastjóri CA.Vísir/AFPUppljóstrunin vekur enn og aftur spurningar um þátt samfélagsmiðilsins í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Ekki er langt síðan Robert Mueller, sérstakur saksóknari Dómsmálaráðuneytisins, ákærði þrettán Rússa fyrir að hafa meðal annars notað Facebook til að „upplýsingahernað“ gegn Bandaríkjunum, eins og það var orðað í ákærunum.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgKosningayfirvöld í Bretlandi og í Bandaríkjunum rannsaka nú málið. Forsvarsmenn Facebook og Cambridge Analytica sögðu þingmönnum í Bretlandi í síðasta mánuði að CA byggi ekki yfir og notaðist ekki við persónuupplýsingar frá Facebook.Skoða lagalega stöðu sína Facebook sendi frá sér tilkynningu í dag um að Kogan og Cambridge Analytica yrði meinaður aðgangur að samfélagsmiðlinum á meðan málið væri rannsakað. Þó kemur fram í umfjöllun Guardian að lögfræðingar Facebook sögðust vera að skoða lagalega stöðu fyrirtækisins vegna umfjöllunarinnar. Alexander Nix, framkvæmdastjóri CA, hefur ítrekað neitað því að fyrirtækið hefði öðlast gögn um notendur Facebook. Fyrirtækið viðurkenndi það þó í tilkynningu til New York Times en kenndi Kogan um að hafa brotið reglur Facebook og sagði að upplýsingunum hefði verið eytt fyrir tveimur árum, um leið og í ljós kom að gögnin hefðu verið illa fengin. Fyrrverandi starfsmenn CA segja það þó ekki rétt og blaðamenn New York Times hafa séð gögnin og sannreynt að þeim hafi ekki verið eytt. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Greiningarfyrirtækið Cambridge Analytica, sem kom að forsetaframboði Donald Trump og Brexit, notfærði sér persónuupplýsingar milljóna notenda Facebook í Bandaríkjunum í pólitískum tilgangi. Gögnin, sem fyrirtækið komst yfir án leyfis og án réttinda, voru notuð til að byggja upp öflugan hugbúnað og hafa áhrif á kosningarnar. Hugbúnaðurinn greindi skoðanir einstaklinga svo hægt var að senda þeim hnitmiðaðar og persónulegar auglýsingar. Christopher Wylie, sem kom að stofnun fyrirtækisins og vann þar til 2014, segir tilgang þess hafa verið að nota persónugögn í pólitískum tilgangi. Fyrirtækið hafi notfært sér Facebook til öðlast upplýsingar um fólk og hafa áhrif á það. Fyrirtækið hefði verið stofnað í þeim tilgangi. Wylie hefur útvegað blaðamönnum og yfirvöldum upplýsingar sem innihalda meðal annars tölvupósta úr kerfi CA sem sýnir hvernig persónuupplýsingarnar voru notaðar.Sagðist ætla að nota gögnin til rannsókna Fyrirtækið keypti gögnin í gegnum utanaðkomandi aðila sem sagði Facebook að hann væri að safna gögnum fyrir rannsóknir. Aleksandr Kogan safnaði gögnunum meðal annars í gegnum snjalltækjaforritið thisisyourdigitallife. Hundruðum þúsunda aðila var greitt fyrir að nota forritið til að taka persónuleikapróf og var þeim sagt að gögnin yrðu notuð til rannsókna. Auk þess að taka upplýsingar þeirra sem tóku áðurnefnt persónuleikapróf safnaði forritið einnig upplýsingum Facebookvina þeirra. Samkvæmt reglum Facebook var Kogan þó óheimilt að selja upplýsingarnar eða nota þær í öðrum tilgangi. Auðjöfurinn Robert Mercer á Cambridge Analytica og um tíma var fyrirtækinu stýrt af Steve Bannon, einum af helstu bandamönnum Trump.Vilja há menningarstríð „Reglur skipta þá engu máli,“ segir Wylie við New York Times. „Fyrir þeim er þetta stríð og allt er sanngjarnt. Þeir vilja há menningarstríð í Bandaríkjunum. Cambrigdge Analytica var ætlað að vera vopnabúr þeirra í því menningarstríði.“Á vef Guardian segir að starfsmenn Facebook hafi komist á snoðir um fyrirtækið á seinni hluta ársins 2015. Hins vegar hafi notendur ekki verið látnir vita og greip fyrirtækið ekki til afgerandi aðgerða til að koma höndum aftur yfir upplýsingarnar sem snúa að rúmlega 50 milljónum einstaklinga.New York Times segir að enn megi finna hluta gagnanna á netinu og CA býr yfir þeim enn, þrátt fyrir að hafa sagt starfsmönnum Facebook árið 2015 að þeim hefði verið eytt.Alexander Nix, framkvæmdastjóri CA.Vísir/AFPUppljóstrunin vekur enn og aftur spurningar um þátt samfélagsmiðilsins í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Ekki er langt síðan Robert Mueller, sérstakur saksóknari Dómsmálaráðuneytisins, ákærði þrettán Rússa fyrir að hafa meðal annars notað Facebook til að „upplýsingahernað“ gegn Bandaríkjunum, eins og það var orðað í ákærunum.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgKosningayfirvöld í Bretlandi og í Bandaríkjunum rannsaka nú málið. Forsvarsmenn Facebook og Cambridge Analytica sögðu þingmönnum í Bretlandi í síðasta mánuði að CA byggi ekki yfir og notaðist ekki við persónuupplýsingar frá Facebook.Skoða lagalega stöðu sína Facebook sendi frá sér tilkynningu í dag um að Kogan og Cambridge Analytica yrði meinaður aðgangur að samfélagsmiðlinum á meðan málið væri rannsakað. Þó kemur fram í umfjöllun Guardian að lögfræðingar Facebook sögðust vera að skoða lagalega stöðu fyrirtækisins vegna umfjöllunarinnar. Alexander Nix, framkvæmdastjóri CA, hefur ítrekað neitað því að fyrirtækið hefði öðlast gögn um notendur Facebook. Fyrirtækið viðurkenndi það þó í tilkynningu til New York Times en kenndi Kogan um að hafa brotið reglur Facebook og sagði að upplýsingunum hefði verið eytt fyrir tveimur árum, um leið og í ljós kom að gögnin hefðu verið illa fengin. Fyrrverandi starfsmenn CA segja það þó ekki rétt og blaðamenn New York Times hafa séð gögnin og sannreynt að þeim hafi ekki verið eytt.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“