Körfubolti

Vængbrotið lið Warriors tapaði

Einar Sigurvinsson skrifar
Kevin Durant er á meiðslalistanum hjá Golden State Warriors.
Kevin Durant er á meiðslalistanum hjá Golden State Warriors. vísir
Sacramento Kings vann góðan sigur á Golden State Warriors í NBA deildinni í körfubolta nótt. Þrír lykilmenn Warriors, Kevin Durant,  Klay Thompson og Stephen Curry tóku ekki þátt í leiknum vegna meiðsla. Warriors hafa nú tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum í NBA deildinni.

Boston Celtics spilaði góðan varnarleik og sigraði Orlando Magic með níu stigum. Þetta var sjötta tap Orlando liðsins í síðustu sjö leikjum.

Toronto Raptors unnu sinn ellefta sigur í röð þegar þeir unnu Dallas Mavericks 122-115 eftir framlenginu.

Joel Embiid skoraði 24 stig og var með 19 fráköst þegar Philadelphia 76ers unnu Brooklyn Nets, 120-116. Robert Covington mikilvæga þriggja stiga körfu fyrir 76ers þegar aðeins 35 sekúndur voru eftir af leiknum.

Oklahoma City Thunder voru ekki í erfiðleikum með Los Angeles Clippers og lauk leiknum með 8 stiga sigri Thunder. Corey Brewer skoraði 22 stig fyrir Thunder og var þetta fimmtu sigur liðsins í röð.

Miami Heat vann mikilvægan sigur á Los Angeles Lakers, 92-91. Goran Dragic skoraði 30 stig fyrir Heat, þar með talið sigurkörfuna á síðustu sekúndum leiksins.



Úrslit næturinnar:

Kings-Warriors  98-93

Celtics-Magic  92-83

Mavericks-Raptors  115-122 (e. frl)

Nets-76ers  116-120

Clippers-Thunder  113-121

Heat-Lakers  92-91



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×