Cousins sá launahæsti í sögu NFL-deildarinnar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. mars 2018 23:15 Það verður spennandi að fylgjast með Cousins í Minnesota. vísir/getty Íslandsvinirnir í Minnesota Vikings fengu nýjan leikstjórnanda í gær er þeir gerðu Kirk Cousins að launahæsta leikmanni í sögu NFL-deildarinnar. Cousins var laus allra mála hjá Washington Redskins. Hann hafði úr mörgu að moða en ákvað að fara til Víkinganna. Þar skrifaði hann undir þriggja ára samning sem mun færa honum 84 milljónir dollara. Það eru 8,4 milljarðar íslenskra króna eða 2,8 milljarðar á ári. Annað sem gerir samning Cousins einstakan er að hann er öruggur um að fá hvern einasta dollar. Oftast gera leikmenn samninga þar sem aðeins ákveðinn hluti launanna er öruggur. Ekki að þessu sinni. Hann fær þetta allt í vasann og það gæti breytt landslaginu í samningagerð í deildinni í kjölfarið. Standi hann sig síðan vel þá fær hann 600 milljónir króna í bónus. Cousins mun því eiga fyrir salti í grautinn á næstu árum. Cousins er annar tveggja leikstjórnanda NFL-deildarinnar sem hefur kastað yfir 4.000 jarda og fyrir 25 snertimörkum þrjú ár í röð. Hann hefur ekki verið að meiðast og er ótrúlega stöðugur. Því ákvað Vikings að fara alla leið. Þrátt fyrir magnaða frammistöðu síðasta vetur þá var leikstjórnandi Vikings, Case Keenum, sendur til Denver þar sem hann verður aðalmaðurinn. Denver vildi líka fá Cousins. Hinir tveir leikstjórnendur Vikings frá síðustu leiktíð - Sam Bradford og Teddy Bridgewater - eru væntanlega einnig á förum þannig að Vikings vantar varamann fyrir Cousins. NFL Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sjá meira
Íslandsvinirnir í Minnesota Vikings fengu nýjan leikstjórnanda í gær er þeir gerðu Kirk Cousins að launahæsta leikmanni í sögu NFL-deildarinnar. Cousins var laus allra mála hjá Washington Redskins. Hann hafði úr mörgu að moða en ákvað að fara til Víkinganna. Þar skrifaði hann undir þriggja ára samning sem mun færa honum 84 milljónir dollara. Það eru 8,4 milljarðar íslenskra króna eða 2,8 milljarðar á ári. Annað sem gerir samning Cousins einstakan er að hann er öruggur um að fá hvern einasta dollar. Oftast gera leikmenn samninga þar sem aðeins ákveðinn hluti launanna er öruggur. Ekki að þessu sinni. Hann fær þetta allt í vasann og það gæti breytt landslaginu í samningagerð í deildinni í kjölfarið. Standi hann sig síðan vel þá fær hann 600 milljónir króna í bónus. Cousins mun því eiga fyrir salti í grautinn á næstu árum. Cousins er annar tveggja leikstjórnanda NFL-deildarinnar sem hefur kastað yfir 4.000 jarda og fyrir 25 snertimörkum þrjú ár í röð. Hann hefur ekki verið að meiðast og er ótrúlega stöðugur. Því ákvað Vikings að fara alla leið. Þrátt fyrir magnaða frammistöðu síðasta vetur þá var leikstjórnandi Vikings, Case Keenum, sendur til Denver þar sem hann verður aðalmaðurinn. Denver vildi líka fá Cousins. Hinir tveir leikstjórnendur Vikings frá síðustu leiktíð - Sam Bradford og Teddy Bridgewater - eru væntanlega einnig á förum þannig að Vikings vantar varamann fyrir Cousins.
NFL Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sjá meira