Óttast að þjóðgarður færi meira vald til Reykjavíkur Kristján Már Unnarsson skrifar 15. mars 2018 21:45 Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar í Árnessýslu. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Áform ríkisstjórnarinnar um hálendisþjóðgarð mæta andstöðu á landsbyggðinni, en þar óttast menn aukna miðstýringu og valdatilfærslu til Reykjavíkur. Oddviti Bláskógabyggðar segir að ráðamenn ættu fremur að einbeita sér að því að byggja upp innviði samfélagsins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Miðhálendið nær yfir 40% af flatarmáli landsins en í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu efst á blaði í kafla um umhverfismál. Ekki er víst að auðvelt verði að ná þessu í gegn því veruleg tortryggni er meðal sveitarstjórnarmanna á landsbyggðinni. „Já, það er það. Og ég held að það sé í rauninni hérna á öllu Suðurlandi, og sérstaklega í þeim sveitarfélögum sem eiga aðild að hálendinu,” segir Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar. „Ég held að menn ættu að einbeita sér að öðrum verkum áður en menn fara í þessa vinnu; bara að byggja upp innviði hérna í samfélaginu og þjóðfélaginu,” segir oddvitinn.Hér má sjá sveitarfélögin sem í dag hafa stjórnsýsluvald yfir miðhálendinu.Grafík/Guðmundur Björnsson, Stöð 2.Alls hefur tuttugu og eitt sveitarfélag stjórnsýsluvald á miðhálendinu en Helgi segist ekki hafa heyrt í neinum sem sé fylgjandi þessu. -En heldurðu að þessi tortryggni sé víðar um land? „Já, hún er það, alveg klárlega. Ég er búinn að heyra í sveitarstjórnarfólki í Rangárvallasýslu og fyrir norðan líka. Menn eru allavega á tánum.” Áhyggjur lúta að því að stofnun miðhálendisþjóðgarðs þýði meiriháttar valdatilfærslu úr héruðum á landsbyggðinni til stofnana og ráðuneyta í Reykjavík. „Taka kannski eitthvert vald, skipulagsvald eða stjórnsýslurétt á þessu svæði,” segir Helgi. -Flytja valdið suður með þessu? Óttast menn það? „Já, það er svolítið nefnt hérna, í þessu samfélagi hér allavega. Sagan segir það líka einhvern veginn, þetta svona tosast allt inn að miðju einhvern veginn allt saman,” svarar oddvitinn. Þá óttast menn að missa ákvörðunarvald yfir nýtingu hálendisins. „Þennan óbeina eignarétt sem menn hafa haft um þetta svæði, bæði varðandi beit og veiðirétt og hitt og þetta. Menn óttast svolítið að missa það.” Oddvitinn spyr um tilganginn. „Ég held að það sé best að þeir sem eru í nærsamfélaginu hafi um þetta að segja og stýri þessu og stjórni. Ég held að þetta hafi bara gengið ágætlega. Við erum búin að sjá um þetta í aldir og bara gengið vel. Og hálendið lítur vel út. Er ekki bara ágætt að það sé hérna hjá okkur áfram,” segir oddviti Bláskógabyggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Bláskógabyggð Reykjavík Um land allt Þjóðgarðar Tengdar fréttir Þjóðgarðar og friðlýsingar flytja valdið til Reykjavíkur Tortryggni gætir hjá íbúum á landsbyggðinni í garð hugmynda um fleiri þjóðgarða og friðlýsingar. 14. júlí 2016 21:45 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali og úti á sjó vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Áform ríkisstjórnarinnar um hálendisþjóðgarð mæta andstöðu á landsbyggðinni, en þar óttast menn aukna miðstýringu og valdatilfærslu til Reykjavíkur. Oddviti Bláskógabyggðar segir að ráðamenn ættu fremur að einbeita sér að því að byggja upp innviði samfélagsins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Miðhálendið nær yfir 40% af flatarmáli landsins en í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu efst á blaði í kafla um umhverfismál. Ekki er víst að auðvelt verði að ná þessu í gegn því veruleg tortryggni er meðal sveitarstjórnarmanna á landsbyggðinni. „Já, það er það. Og ég held að það sé í rauninni hérna á öllu Suðurlandi, og sérstaklega í þeim sveitarfélögum sem eiga aðild að hálendinu,” segir Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar. „Ég held að menn ættu að einbeita sér að öðrum verkum áður en menn fara í þessa vinnu; bara að byggja upp innviði hérna í samfélaginu og þjóðfélaginu,” segir oddvitinn.Hér má sjá sveitarfélögin sem í dag hafa stjórnsýsluvald yfir miðhálendinu.Grafík/Guðmundur Björnsson, Stöð 2.Alls hefur tuttugu og eitt sveitarfélag stjórnsýsluvald á miðhálendinu en Helgi segist ekki hafa heyrt í neinum sem sé fylgjandi þessu. -En heldurðu að þessi tortryggni sé víðar um land? „Já, hún er það, alveg klárlega. Ég er búinn að heyra í sveitarstjórnarfólki í Rangárvallasýslu og fyrir norðan líka. Menn eru allavega á tánum.” Áhyggjur lúta að því að stofnun miðhálendisþjóðgarðs þýði meiriháttar valdatilfærslu úr héruðum á landsbyggðinni til stofnana og ráðuneyta í Reykjavík. „Taka kannski eitthvert vald, skipulagsvald eða stjórnsýslurétt á þessu svæði,” segir Helgi. -Flytja valdið suður með þessu? Óttast menn það? „Já, það er svolítið nefnt hérna, í þessu samfélagi hér allavega. Sagan segir það líka einhvern veginn, þetta svona tosast allt inn að miðju einhvern veginn allt saman,” svarar oddvitinn. Þá óttast menn að missa ákvörðunarvald yfir nýtingu hálendisins. „Þennan óbeina eignarétt sem menn hafa haft um þetta svæði, bæði varðandi beit og veiðirétt og hitt og þetta. Menn óttast svolítið að missa það.” Oddvitinn spyr um tilganginn. „Ég held að það sé best að þeir sem eru í nærsamfélaginu hafi um þetta að segja og stýri þessu og stjórni. Ég held að þetta hafi bara gengið ágætlega. Við erum búin að sjá um þetta í aldir og bara gengið vel. Og hálendið lítur vel út. Er ekki bara ágætt að það sé hérna hjá okkur áfram,” segir oddviti Bláskógabyggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Bláskógabyggð Reykjavík Um land allt Þjóðgarðar Tengdar fréttir Þjóðgarðar og friðlýsingar flytja valdið til Reykjavíkur Tortryggni gætir hjá íbúum á landsbyggðinni í garð hugmynda um fleiri þjóðgarða og friðlýsingar. 14. júlí 2016 21:45 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali og úti á sjó vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Þjóðgarðar og friðlýsingar flytja valdið til Reykjavíkur Tortryggni gætir hjá íbúum á landsbyggðinni í garð hugmynda um fleiri þjóðgarða og friðlýsingar. 14. júlí 2016 21:45