Hawking glæddi áhuga íslenskra vísindamanna á heimsfræði Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2018 15:30 Hawking var heimsfrægur, bæði fyrir kenningar sínar um eðli alheimsins og vegna baráttu sinnar við hreyfitaugungasjúkdóms sem læknar spáðu að myndu draga hann til dauða strax á þrítugsaldri. Vísir/AFP Bækur breska stjarneðlisfræðingsins Stephens Hawking glæddu áhuga fjölda fólks á heimsfræði og stjarnvísindum, þar á meðal tveggja íslenskra fræðimanna sem helguðu sig stjarneðlisfræði eftir að hafa lesið þær. Hawking lést í morgun, 76 ára aldri. Nafn hans var þekkt um allan heim vegna afreka hans á sviði heimsfræðinnar en ekki síst vegna hreyfitaugungahrörnunar sem hann glímdi við frá því að hann var rúmlega tvítugur. Þrátt fyrir að vera ekki hugað líf og að hafa misst hreyfi- og talgetu með árunum varð Hawking einn þekktasti og virtasti raunvísindamaður heims. Kári Helgason, stjarneðlisfræðingur við Max Planck-stofnunina í Þýskalandi og Háskóla Íslands, segir að hann hafi eins og fleiri fyrst kynnst Hawking í gegnum dægurmenningu eins og Simpson-teiknimyndaþættina. Þegar hann var um tvítugt las Kári svo bók Hawking „Alheimur í hnotskurn“ sem hafi dregið hann inn í eðlisfræði. Sú bók var nokkurs konar framhald af frægustu bók Hawking „Sögu tímans“. „Þá ákvað ég að demba mér í eðlisfræði og síðan stjarneðlisfræði. Fyrir mig var hann hann mjög áhugavekjandi, ekki endilega týpan sjálf, heldur var hann rosalega öflugur vísindamaður og þekktur en hann var líka duglegur við að skrifa bækur enda var hann einn frægasti eðlisfræðingur allra tíma,“ segir Kári. Í sama streng tekur Jón Emil Guðmundsson, stjarneðlisfræðingur við Háskólann í Stokkhólmi. Hawking hafi í bókum sínum kynnt lesendur fyrir margslungnum hugtökum úr eðlisfræði og glætt áhuga þeirra á heimsfræði og stjarnvísindum. „Þær eru svo sannarlega ástæðan fyrir því að ég starfa við þessa hluti í dag,“ segir Jón Emil.Kári segir að bók Hawking hafi átt þátt í að hann dembdi sér út í stjarneðlisfræði á sínum tíma.Vísir/StefánHawking-geislun svarthola stærsta framlagið Helstu vísindalegu afrek Hawking tengdust svartholum með einum eða öðrum hætti. Kári nefnir þannig að í doktorsritgerð sinni hafi Hawking lýst Miklahvelli, upphafi hins þekkta alheims, sem öfugu þyngdarhruni svarthols. Frægastur er Hawking hins vegar fyrir kenningu um geislun sem stafar frá svartholum og hefur verið kennd við hann. Gekk hún þvert á þær hugmyndir um að svarthol séu algjörlega svört. Með kenningunni um Hawking-geislun kynnti hann til sögunnar skammtafræðileg áhrif í tengslum við svarthol. Skilingur á svartholum er einmitt takmarkaður vegna þess að lögmál skammtafræðinnar og almennu afstæðiskenningar Alberts Einstein hafa ekki verið sameinuð en það hefur verið heilagur kaleikur eðlisfræðinga um langa hríð. Kári segir að samkvæmt svokölluðu óreiðulögmáli skammtafræðinnar geti orka orðið til úr engu í tómarúmi geimsins. Þannig séu pör sýndareinda sífellt að myndast og eyða hvor annarri út. „Ef það vill svo til að svona eindapar myndast einmitt á sjóndeild svarthols þannig að önnur eindin sleppur en hin fer beint ofan í svartholið þá er orkunni ekki skilað til baka. Þá geislar svartholið í rauninni,“ segir Kári en sjóndeild svarthola eru þau mörk kölluð þar sem þyngdarkraftur þeirra er svo sterkur að ljós sleppur ekki lengur undan því. Þannig sagði Hawking að svarthol væru ekki eins svört og látið hafði verið í veðri vaka.Jón Emil segist aldrei munu gleyma jólunum þegar hann fékk Sögu tímans eftir Stephen Hawking að gjöf.Theodore H. Lewis III„Lögmálið um orkuvarðveislu segir okkur því að svarthol gufa upp á endanum. Mér finnst það svolítið ljóðrænt,“ segir Jón Emil. „Þessi Hawking-geislun er enn sjóðheitt viðfangsefni í dag,“ segir Kári.Skilur eftir sig djúp spor í eðlisfræðinni Þrátt fyrir óneitanlega snilli Hawking telur Kári að hans verði ekki minnst í sömu andrá og risa eðlisfræðinnar eins og Alberts Einstein eða Isaacs Newton í framtíðinni. Frægð hans sé að miklu leyti tikomin vegna veikindanna og erfiðleikanna sem hann sigraðist á. Það sé þó klárt mál að Hawking skilji eftir sig djúp spor í eðlisfræðinni og Kári telur að með tíð og tíma muni þau standa upp úr. „Ég held að kannski eftir hundrað ár verði hans frekar minnst fyrir afrek sín á vísindasviðinu,“ segir Kári.Minnst á samfélagsmiðlumFjöldi erlendra stjarneðlisfræðinga og vísindamanna hefur minnst Hawking á samfélagsmiðlum í dag. Bandaríski stjarneðlisfræðingurinn Neil deGrasse Tyson segir Hawking skilja eftir sig „vitsmunalegt tómarúm“.His passing has left an intellectual vacuum in his wake. But it's not empty. Think of it as a kind of vacuum energy permeating the fabric of spacetime that defies measure. Stephen Hawking, RIP 1942-2018. pic.twitter.com/nAanMySqkt— Neil deGrasse Tyson (@neiltyson) March 14, 2018 Breski öreindaeðlisfræðingurinn Brian Cox sagði að vísindamönnum hafi fjölgað fyrir tilstilli Hawking. „Hann ræddi um gildi og viðkvæmni lífs manna og siðmenningarinnar og hann bætti hvoru tveggja umtalsvert,“ tísti Cox eftir að fréttir af andláti Hawking bárust.Sad to hear about Stephen Hawking. What a remarkable life. His contributions to science will be used as long as there are scientists, and there are many more scientists because of him. He spoke about the value and fragility of human life and civilisation and greatly enhanced both— Brian Cox (@ProfBrianCox) March 14, 2018 Líkt og Kári og Jón Emil segir bandaríski stjarneðlisfræðingurinn Katie Mack að verk Hawking hafi kveikt draum hennar um að verða heimsfræðingur. „Áhrif hans voru gríðarleg og hans verður saknaði,“ tístir hún.Terribly sad to hear of the death of Stephen Hawking. Reading about his work made me realize my dream was to become a cosmologist, and I did. I met him on several occasions: first as a star-struck 14-year-old, later as a colleague. His influence was immense and he will be missed.— Katie Mack (@AstroKatie) March 14, 2018 Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, birti mynd af þeim Hawking saman á góðri stundu og óskaði honum skemmtunar á meðal stjarnanna.Have fun out there among the stars. pic.twitter.com/S285MTwGtp— Barack Obama (@BarackObama) March 14, 2018 Fréttin hefur verið uppfærð. Vísindi Tengdar fréttir Stephen Hawking látinn Raunvísindamaðurinn Stephen Hawking er látinn, 76 ára að aldri. 14. mars 2018 04:58 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Bækur breska stjarneðlisfræðingsins Stephens Hawking glæddu áhuga fjölda fólks á heimsfræði og stjarnvísindum, þar á meðal tveggja íslenskra fræðimanna sem helguðu sig stjarneðlisfræði eftir að hafa lesið þær. Hawking lést í morgun, 76 ára aldri. Nafn hans var þekkt um allan heim vegna afreka hans á sviði heimsfræðinnar en ekki síst vegna hreyfitaugungahrörnunar sem hann glímdi við frá því að hann var rúmlega tvítugur. Þrátt fyrir að vera ekki hugað líf og að hafa misst hreyfi- og talgetu með árunum varð Hawking einn þekktasti og virtasti raunvísindamaður heims. Kári Helgason, stjarneðlisfræðingur við Max Planck-stofnunina í Þýskalandi og Háskóla Íslands, segir að hann hafi eins og fleiri fyrst kynnst Hawking í gegnum dægurmenningu eins og Simpson-teiknimyndaþættina. Þegar hann var um tvítugt las Kári svo bók Hawking „Alheimur í hnotskurn“ sem hafi dregið hann inn í eðlisfræði. Sú bók var nokkurs konar framhald af frægustu bók Hawking „Sögu tímans“. „Þá ákvað ég að demba mér í eðlisfræði og síðan stjarneðlisfræði. Fyrir mig var hann hann mjög áhugavekjandi, ekki endilega týpan sjálf, heldur var hann rosalega öflugur vísindamaður og þekktur en hann var líka duglegur við að skrifa bækur enda var hann einn frægasti eðlisfræðingur allra tíma,“ segir Kári. Í sama streng tekur Jón Emil Guðmundsson, stjarneðlisfræðingur við Háskólann í Stokkhólmi. Hawking hafi í bókum sínum kynnt lesendur fyrir margslungnum hugtökum úr eðlisfræði og glætt áhuga þeirra á heimsfræði og stjarnvísindum. „Þær eru svo sannarlega ástæðan fyrir því að ég starfa við þessa hluti í dag,“ segir Jón Emil.Kári segir að bók Hawking hafi átt þátt í að hann dembdi sér út í stjarneðlisfræði á sínum tíma.Vísir/StefánHawking-geislun svarthola stærsta framlagið Helstu vísindalegu afrek Hawking tengdust svartholum með einum eða öðrum hætti. Kári nefnir þannig að í doktorsritgerð sinni hafi Hawking lýst Miklahvelli, upphafi hins þekkta alheims, sem öfugu þyngdarhruni svarthols. Frægastur er Hawking hins vegar fyrir kenningu um geislun sem stafar frá svartholum og hefur verið kennd við hann. Gekk hún þvert á þær hugmyndir um að svarthol séu algjörlega svört. Með kenningunni um Hawking-geislun kynnti hann til sögunnar skammtafræðileg áhrif í tengslum við svarthol. Skilingur á svartholum er einmitt takmarkaður vegna þess að lögmál skammtafræðinnar og almennu afstæðiskenningar Alberts Einstein hafa ekki verið sameinuð en það hefur verið heilagur kaleikur eðlisfræðinga um langa hríð. Kári segir að samkvæmt svokölluðu óreiðulögmáli skammtafræðinnar geti orka orðið til úr engu í tómarúmi geimsins. Þannig séu pör sýndareinda sífellt að myndast og eyða hvor annarri út. „Ef það vill svo til að svona eindapar myndast einmitt á sjóndeild svarthols þannig að önnur eindin sleppur en hin fer beint ofan í svartholið þá er orkunni ekki skilað til baka. Þá geislar svartholið í rauninni,“ segir Kári en sjóndeild svarthola eru þau mörk kölluð þar sem þyngdarkraftur þeirra er svo sterkur að ljós sleppur ekki lengur undan því. Þannig sagði Hawking að svarthol væru ekki eins svört og látið hafði verið í veðri vaka.Jón Emil segist aldrei munu gleyma jólunum þegar hann fékk Sögu tímans eftir Stephen Hawking að gjöf.Theodore H. Lewis III„Lögmálið um orkuvarðveislu segir okkur því að svarthol gufa upp á endanum. Mér finnst það svolítið ljóðrænt,“ segir Jón Emil. „Þessi Hawking-geislun er enn sjóðheitt viðfangsefni í dag,“ segir Kári.Skilur eftir sig djúp spor í eðlisfræðinni Þrátt fyrir óneitanlega snilli Hawking telur Kári að hans verði ekki minnst í sömu andrá og risa eðlisfræðinnar eins og Alberts Einstein eða Isaacs Newton í framtíðinni. Frægð hans sé að miklu leyti tikomin vegna veikindanna og erfiðleikanna sem hann sigraðist á. Það sé þó klárt mál að Hawking skilji eftir sig djúp spor í eðlisfræðinni og Kári telur að með tíð og tíma muni þau standa upp úr. „Ég held að kannski eftir hundrað ár verði hans frekar minnst fyrir afrek sín á vísindasviðinu,“ segir Kári.Minnst á samfélagsmiðlumFjöldi erlendra stjarneðlisfræðinga og vísindamanna hefur minnst Hawking á samfélagsmiðlum í dag. Bandaríski stjarneðlisfræðingurinn Neil deGrasse Tyson segir Hawking skilja eftir sig „vitsmunalegt tómarúm“.His passing has left an intellectual vacuum in his wake. But it's not empty. Think of it as a kind of vacuum energy permeating the fabric of spacetime that defies measure. Stephen Hawking, RIP 1942-2018. pic.twitter.com/nAanMySqkt— Neil deGrasse Tyson (@neiltyson) March 14, 2018 Breski öreindaeðlisfræðingurinn Brian Cox sagði að vísindamönnum hafi fjölgað fyrir tilstilli Hawking. „Hann ræddi um gildi og viðkvæmni lífs manna og siðmenningarinnar og hann bætti hvoru tveggja umtalsvert,“ tísti Cox eftir að fréttir af andláti Hawking bárust.Sad to hear about Stephen Hawking. What a remarkable life. His contributions to science will be used as long as there are scientists, and there are many more scientists because of him. He spoke about the value and fragility of human life and civilisation and greatly enhanced both— Brian Cox (@ProfBrianCox) March 14, 2018 Líkt og Kári og Jón Emil segir bandaríski stjarneðlisfræðingurinn Katie Mack að verk Hawking hafi kveikt draum hennar um að verða heimsfræðingur. „Áhrif hans voru gríðarleg og hans verður saknaði,“ tístir hún.Terribly sad to hear of the death of Stephen Hawking. Reading about his work made me realize my dream was to become a cosmologist, and I did. I met him on several occasions: first as a star-struck 14-year-old, later as a colleague. His influence was immense and he will be missed.— Katie Mack (@AstroKatie) March 14, 2018 Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, birti mynd af þeim Hawking saman á góðri stundu og óskaði honum skemmtunar á meðal stjarnanna.Have fun out there among the stars. pic.twitter.com/S285MTwGtp— Barack Obama (@BarackObama) March 14, 2018 Fréttin hefur verið uppfærð.
Vísindi Tengdar fréttir Stephen Hawking látinn Raunvísindamaðurinn Stephen Hawking er látinn, 76 ára að aldri. 14. mars 2018 04:58 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Stephen Hawking látinn Raunvísindamaðurinn Stephen Hawking er látinn, 76 ára að aldri. 14. mars 2018 04:58
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent