Hinar mörgu hliðar brotthvarfs Hrönn Baldursdóttir skrifar 14. mars 2018 07:00 Nýlega gaf Menntamálastofnun út skýrslu um ástæður brotthvarfs úr framhaldsskólum haustönnina 2017. Niðurstöðurnar eru svipaðar og undanfarin ár og enn vekur mesta athygli að 141 hætti vegna andlegra veikinda. Það er vissulega alvarlegt og löngu tímabært að sálfræðiþjónusta sé öllum aðgengileg innan heilbrigðistryggingakerfisins. En hvað með hina 611 sem hættu? Skoðum helstu þættina: l 213 var vísað úr skóla vegna brots á mætingarreglum. Helstu skýringarnar eru mikil vinna, lítill svefn, mikil tölvu- og samfélagsmiðlanotkun, vanlíðan, stefnuleysi og agaleysi. Nemendur sem eru á skólastyrk mæta að jafnaði mun betur og gæti því aukin áhersla á styrkjakerfi bætt úr. l 95 vildu fara að vinna. Af hverju vildu þeir það? Hjá mörgum er skýringin mikill skólaleiði sem hefur jafnvel byggst upp frá því snemma í grunnskóla. Starfsreynsla er ómetanleg og hafa margir mannast, þroskast og eflst við að vinna og komið aftur í skóla síðar, tilbúnir í nám. Hins vegar tefur vinnan námsframvindu mjög margra. Aðeins 14 nefna fjárhagsskort sem ástæðu fyrir að þau hættu í námi. Hugsanlega er það líka ástæðan hjá einhverjum þeirra 95 sem vildu fara að vinna, enda sú skýring auðveldari en að nefna fjárskort. l 123 hættu vegna námsins; 99 vegna áhugaleysis/tilgangsleysis og 24 vegna þess að námið var of erfitt. Þetta er stór hópur og má að miklu leyti skrifa á ónógan námslegan undirbúning og litla náms- og starfsfræðslu. Það eru um 100 brautir í framhaldsskólum landsins, yfir 300 námsleiðir í grunnnámi háskóla og tugir námsleiða hjá símenntunarmiðstöðvum, stofnunum og fyrirtækjum. Það ættu því allir að geta fundið eitthvað spennandi ef réttur undirbúningur og fræðsla er til staðar. Tölur sýna að á Íslandi er mun minni náms- og starfsfræðsla og ráðgjöf en í löndum sem við berum okkur saman við. Lengi hefur verið mælt með að miða við 300 nemendur á hverja stöðu náms- og starfsráðgjafa en ekki hefur orðið af því. Í dag miða Finnar t.d. við 250 nemendur á hvert stöðugildi náms- og starfsráðgjafa. Ef ég tek þetta saman þá finnst mér, eftir tuttugu ára reynslu sem náms- og starfsráðgjafi í grunn- og framhaldsskóla, algengustu ástæður brotthvarfs vera: stefnuleysi og óvissa með náms- og starfsval. Of lítil þjónusta við nemendur með slakan námslegan undirbúning, athyglisbrest og á einhverfurófi. Mikil vinna vegna eigin framfærslu, agaleysi, mikil tölvu- og netnotkun, lítill svefn og slæmt mataræði. Ástæður brotthvarfs eru margvíslegar og því þurfa viðbrögðin að vera margvísleg eins og fram kemur í öllum þeim skýrslum sem til eru. Allir í samfélaginu geta haft áhrif þar um en ég vil nefna örfáa punkta. Ef við byrjum á skólakerfinu þá hefur kastljósinu aðallega verið beint að framhaldsskólunum. Þeir hafa í mörg ár verið að bregðast við með ýmsum hætti og hafa fengið styrki til að auka ýmsa þjónustu. Kerfið sjálft er alltaf að batna þó enn sé það gamaldags á mörgum stöðum. Þó að brotthvarfsferlið byrji á grunnskólaaldri þá hefur mér vitanlega ekki verið kallað eftir áætlunum grunnskóla og sveitarfélaga um markvissa vinnu gegn því. Ég er ánægð með „nýja“ námskrá grunnskólanna (2011) og sé að margt verður enn betra þegar skólarnir hafa efni á að vinna að fullu samkvæmt henni. Við hljótum þó að kalla eftir markvissari aðgerðaáætlun á þessu skólastigi. Einnig vil ég kalla atvinnulífið til ábyrgðar á hluta brotthvarfsins en það sem að því snýr er að veita námsmönnum sem eru í vinnu svigrúm til að sinna náminu. Það er skortur á vinnuafli og nemendur finna það. Margir þeirra tjá sig um mikinn þrýsting á að vinna meira og mörg fyrirtæki taka ekki tillit til álagstíma í skólum eins og próftíma þó sum geri það vissulega. Heildstætt og öflugt skipulag á starfskynningum og sífelld framleiðsla fræðsluefnis um störf og atvinnulífið þarf að vera fyrir hendi. Yfirvöld menntamála, atvinnuvega og atvinnulífið þyrftu í sameiningu að koma að því skipulagi. Við hin fullorðnu mættum líka líta í eigin barm, skoða eigin viðhorf og hvernig þau birtast í tali okkar um störf og nám. Við getum verið agaðri og þannig betri fyrirmyndir og síðast en ekki síst hætt að snobba svona mikið fyrir bóknámi og háskólanámi. Við höfum efni á að gera betur og meiri menntun skilar aukinni hagsæld fyrir allt samfélagið!Höfundur er náms- og starfsráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrönn Baldursdóttir Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Nýlega gaf Menntamálastofnun út skýrslu um ástæður brotthvarfs úr framhaldsskólum haustönnina 2017. Niðurstöðurnar eru svipaðar og undanfarin ár og enn vekur mesta athygli að 141 hætti vegna andlegra veikinda. Það er vissulega alvarlegt og löngu tímabært að sálfræðiþjónusta sé öllum aðgengileg innan heilbrigðistryggingakerfisins. En hvað með hina 611 sem hættu? Skoðum helstu þættina: l 213 var vísað úr skóla vegna brots á mætingarreglum. Helstu skýringarnar eru mikil vinna, lítill svefn, mikil tölvu- og samfélagsmiðlanotkun, vanlíðan, stefnuleysi og agaleysi. Nemendur sem eru á skólastyrk mæta að jafnaði mun betur og gæti því aukin áhersla á styrkjakerfi bætt úr. l 95 vildu fara að vinna. Af hverju vildu þeir það? Hjá mörgum er skýringin mikill skólaleiði sem hefur jafnvel byggst upp frá því snemma í grunnskóla. Starfsreynsla er ómetanleg og hafa margir mannast, þroskast og eflst við að vinna og komið aftur í skóla síðar, tilbúnir í nám. Hins vegar tefur vinnan námsframvindu mjög margra. Aðeins 14 nefna fjárhagsskort sem ástæðu fyrir að þau hættu í námi. Hugsanlega er það líka ástæðan hjá einhverjum þeirra 95 sem vildu fara að vinna, enda sú skýring auðveldari en að nefna fjárskort. l 123 hættu vegna námsins; 99 vegna áhugaleysis/tilgangsleysis og 24 vegna þess að námið var of erfitt. Þetta er stór hópur og má að miklu leyti skrifa á ónógan námslegan undirbúning og litla náms- og starfsfræðslu. Það eru um 100 brautir í framhaldsskólum landsins, yfir 300 námsleiðir í grunnnámi háskóla og tugir námsleiða hjá símenntunarmiðstöðvum, stofnunum og fyrirtækjum. Það ættu því allir að geta fundið eitthvað spennandi ef réttur undirbúningur og fræðsla er til staðar. Tölur sýna að á Íslandi er mun minni náms- og starfsfræðsla og ráðgjöf en í löndum sem við berum okkur saman við. Lengi hefur verið mælt með að miða við 300 nemendur á hverja stöðu náms- og starfsráðgjafa en ekki hefur orðið af því. Í dag miða Finnar t.d. við 250 nemendur á hvert stöðugildi náms- og starfsráðgjafa. Ef ég tek þetta saman þá finnst mér, eftir tuttugu ára reynslu sem náms- og starfsráðgjafi í grunn- og framhaldsskóla, algengustu ástæður brotthvarfs vera: stefnuleysi og óvissa með náms- og starfsval. Of lítil þjónusta við nemendur með slakan námslegan undirbúning, athyglisbrest og á einhverfurófi. Mikil vinna vegna eigin framfærslu, agaleysi, mikil tölvu- og netnotkun, lítill svefn og slæmt mataræði. Ástæður brotthvarfs eru margvíslegar og því þurfa viðbrögðin að vera margvísleg eins og fram kemur í öllum þeim skýrslum sem til eru. Allir í samfélaginu geta haft áhrif þar um en ég vil nefna örfáa punkta. Ef við byrjum á skólakerfinu þá hefur kastljósinu aðallega verið beint að framhaldsskólunum. Þeir hafa í mörg ár verið að bregðast við með ýmsum hætti og hafa fengið styrki til að auka ýmsa þjónustu. Kerfið sjálft er alltaf að batna þó enn sé það gamaldags á mörgum stöðum. Þó að brotthvarfsferlið byrji á grunnskólaaldri þá hefur mér vitanlega ekki verið kallað eftir áætlunum grunnskóla og sveitarfélaga um markvissa vinnu gegn því. Ég er ánægð með „nýja“ námskrá grunnskólanna (2011) og sé að margt verður enn betra þegar skólarnir hafa efni á að vinna að fullu samkvæmt henni. Við hljótum þó að kalla eftir markvissari aðgerðaáætlun á þessu skólastigi. Einnig vil ég kalla atvinnulífið til ábyrgðar á hluta brotthvarfsins en það sem að því snýr er að veita námsmönnum sem eru í vinnu svigrúm til að sinna náminu. Það er skortur á vinnuafli og nemendur finna það. Margir þeirra tjá sig um mikinn þrýsting á að vinna meira og mörg fyrirtæki taka ekki tillit til álagstíma í skólum eins og próftíma þó sum geri það vissulega. Heildstætt og öflugt skipulag á starfskynningum og sífelld framleiðsla fræðsluefnis um störf og atvinnulífið þarf að vera fyrir hendi. Yfirvöld menntamála, atvinnuvega og atvinnulífið þyrftu í sameiningu að koma að því skipulagi. Við hin fullorðnu mættum líka líta í eigin barm, skoða eigin viðhorf og hvernig þau birtast í tali okkar um störf og nám. Við getum verið agaðri og þannig betri fyrirmyndir og síðast en ekki síst hætt að snobba svona mikið fyrir bóknámi og háskólanámi. Við höfum efni á að gera betur og meiri menntun skilar aukinni hagsæld fyrir allt samfélagið!Höfundur er náms- og starfsráðgjafi.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun