#ekkimittsvifryk Líf Magneudóttir skrifar 13. mars 2018 15:50 Undanfarið hefur svifryksmengun mælst alltof há og yfir leyfilegum mörkum þannig að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur sent frá sér tilkynningar og varað við því að fólk með öndunarfærasjúkdóma og börn séu mikið á ferðinni eða stundi útivist á svæðum þar sem svifryk mælist sem mest. Ástandið er auðvitað ömurlegt og hefur mengunin vakið reiði borgarbúa enda er óásættanlegt að mengun frá bílum skerði lífsgæði okkar og hefti okkur á ýmsa lund. Ástæða mengunarinnar er of mikil umferð einkabíla og við drögum ekki úr mengun með því að auka umferðina. Þetta getum við öll verið sammála um. Margir hafa viljað skella skuldinni á borgaryfirvöld sem þó hafa gripið til margþættra aðgerða til að hindra að þessir mengunardagar verði fleiri í framtíðinni og reynt að vekja fólk til umhugsunar um sótspor sitt. Sumir hafa jafnvel hnýtt í borgina fyrir að láta strætó ganga því hann þyrlar upp svo miklu svifryki og að umferðarsultan í Ártúnsbrekkunni og á fleiri stöðum valdi meiri mengun af því að bílarnir silist áfram og séu því lengur í gangi með tilheyrandi mengun eða þá að malbikið sem sé lagt sé lélegt. Sumir forystumenn flokka þykjast ætla að leysa vandann með því að leggja fleiri vegi sem slíta í sundur borgarlandið og byggja mislæg gatnamót til að liðka fyrir umferðinni en hafa á sama tíma efasemdir um vistvænar lausnir eins og lagningu hjólastíga, sumarlokanir gatna eða borgarlínu. En stöldrum aðeins við. Í Aðalskipulagi er mörkuð stefna til framtíðar um m.a. ferðamáta og borgarskipulag sem helst þétt í hendur. Þar er höfuðáherslan lögð á vistvæna ferðamáta og frelsi til að komast leiðar sinna án þess að þurfa að reiða sig á kostnaðarsama og mengandi einkabíla. Þar kemur einnig fram að þétting byggðar er mikilvæg til að minnka mengun og gera okkur kleift að anda léttar ásamt fyrirhugaðri borgarlínu. Við eigum ekki að gefa afslátt af þessari stefnu. Við þurfum að standa með Aðalskipulaginu til að ná markmiðum okkar um heilnæmt umhverfi og ómengað andrúmsloft. En við viljum líka gera gott betur og einnig fylgja mannréttindastefnu borgarinnar til hins ítrasta. Í tíunda kafla hennar stendur að hver borgarbúi hafi rétt á því að búa í heilnæmu umhverfi sem fólki og lífríki stendur ekki ógn af. Við eigum að vera laus við mengað vatn, andrúmsloft og jarðveg sem spillir heilsu okkar og umhverfi. Í þessu ljósi og að öllu framangreindu þá er löngu kominn tími á að borgaryfirvöld fái skýrar valdheimildir til þess að þrengja enn að þeim mengunarvöldum sem svo sannarlega eiga sök á því að við getum ekki andað léttar í borginni og menga fyrir okkur hversdaginn. Það er gott að horfa til framtíðar en í dag þurfum við líka að geta brugðist strax við með því að takamarka mengandi umferð ökutækja, bæði til skamms- og lengri tíma, heilsu okkar og frelsi til heilla. Við eigum að bjóða borgarbúum upp á vistvæna valkosti og fararmáta í auknum mæli og á dögum þar sem viðbúið er að svifryksmengun geti farið yfir leyfileg mörk ættum við t.d. að bjóða borgarbúum að taka strætó endurgjaldslaust. Við þurfum að hugsa í lausnum en líka aðgerðum. Ég held að við getum öll verið sammála um þetta.Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Líf Magneudóttir Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson Skoðun Evrópusambandið og upplýsingalæsi Ægir Örn Arnarson Skoðun Rektorskjör HÍ Soffía Auður Birgisdóttir Skoðun Íslendingar eru dónalegir, óhófsamir, þjófóttir villimenn Sif Sigmarsdóttir Fastir pennar Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör HÍ Soffía Auður Birgisdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið og upplýsingalæsi Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson skrifar Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur svifryksmengun mælst alltof há og yfir leyfilegum mörkum þannig að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur sent frá sér tilkynningar og varað við því að fólk með öndunarfærasjúkdóma og börn séu mikið á ferðinni eða stundi útivist á svæðum þar sem svifryk mælist sem mest. Ástandið er auðvitað ömurlegt og hefur mengunin vakið reiði borgarbúa enda er óásættanlegt að mengun frá bílum skerði lífsgæði okkar og hefti okkur á ýmsa lund. Ástæða mengunarinnar er of mikil umferð einkabíla og við drögum ekki úr mengun með því að auka umferðina. Þetta getum við öll verið sammála um. Margir hafa viljað skella skuldinni á borgaryfirvöld sem þó hafa gripið til margþættra aðgerða til að hindra að þessir mengunardagar verði fleiri í framtíðinni og reynt að vekja fólk til umhugsunar um sótspor sitt. Sumir hafa jafnvel hnýtt í borgina fyrir að láta strætó ganga því hann þyrlar upp svo miklu svifryki og að umferðarsultan í Ártúnsbrekkunni og á fleiri stöðum valdi meiri mengun af því að bílarnir silist áfram og séu því lengur í gangi með tilheyrandi mengun eða þá að malbikið sem sé lagt sé lélegt. Sumir forystumenn flokka þykjast ætla að leysa vandann með því að leggja fleiri vegi sem slíta í sundur borgarlandið og byggja mislæg gatnamót til að liðka fyrir umferðinni en hafa á sama tíma efasemdir um vistvænar lausnir eins og lagningu hjólastíga, sumarlokanir gatna eða borgarlínu. En stöldrum aðeins við. Í Aðalskipulagi er mörkuð stefna til framtíðar um m.a. ferðamáta og borgarskipulag sem helst þétt í hendur. Þar er höfuðáherslan lögð á vistvæna ferðamáta og frelsi til að komast leiðar sinna án þess að þurfa að reiða sig á kostnaðarsama og mengandi einkabíla. Þar kemur einnig fram að þétting byggðar er mikilvæg til að minnka mengun og gera okkur kleift að anda léttar ásamt fyrirhugaðri borgarlínu. Við eigum ekki að gefa afslátt af þessari stefnu. Við þurfum að standa með Aðalskipulaginu til að ná markmiðum okkar um heilnæmt umhverfi og ómengað andrúmsloft. En við viljum líka gera gott betur og einnig fylgja mannréttindastefnu borgarinnar til hins ítrasta. Í tíunda kafla hennar stendur að hver borgarbúi hafi rétt á því að búa í heilnæmu umhverfi sem fólki og lífríki stendur ekki ógn af. Við eigum að vera laus við mengað vatn, andrúmsloft og jarðveg sem spillir heilsu okkar og umhverfi. Í þessu ljósi og að öllu framangreindu þá er löngu kominn tími á að borgaryfirvöld fái skýrar valdheimildir til þess að þrengja enn að þeim mengunarvöldum sem svo sannarlega eiga sök á því að við getum ekki andað léttar í borginni og menga fyrir okkur hversdaginn. Það er gott að horfa til framtíðar en í dag þurfum við líka að geta brugðist strax við með því að takamarka mengandi umferð ökutækja, bæði til skamms- og lengri tíma, heilsu okkar og frelsi til heilla. Við eigum að bjóða borgarbúum upp á vistvæna valkosti og fararmáta í auknum mæli og á dögum þar sem viðbúið er að svifryksmengun geti farið yfir leyfileg mörk ættum við t.d. að bjóða borgarbúum að taka strætó endurgjaldslaust. Við þurfum að hugsa í lausnum en líka aðgerðum. Ég held að við getum öll verið sammála um þetta.Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Reykjavík
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar
Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun