Segir mikla áherslu lagða á aðstoð við aðstandendur Hauks Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. mars 2018 15:38 Haraldur Johannessen vísir/gva Komist var að þeirri niðurstöðu að skilvirkasta leiðin til að fá svör í máli Hauks Hilmarssonar væri að notast við diplómatískar leiðir. Þetta kemur fram í skriflegu svari Haralds Johannessen ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Vísis. Hann segir að rík áhersla sé lögð á að lögreglan aðstoði aðstandendur Hauks eins og unnt er og að áfram verði unnið að málinu. Haukur Hilmarsson féll í átökum í Sýrlandi í lok febrúar og hafa aðstandendur hans gagnrýnt það hvernig íslensk yfirvöld hafi staðið að málinu. Segja þau stjórnvöld fara með leitina að líki Hauks eins og um venjulegan óskilamun væri að ræða. Frá fundi utanríkisráðherra með aðstandendum Hauks Hilmarssonar.Vísir/HKS „Alþjóðadeild ríkislögreglustjóra hefur verið í sambandi við landsskrifstofur Interpol og Europol, þar á meðal í Grikklandi, Sýrlandi og í Ankara í Tyrklandi til að afla upplýsinga vegna máls Hauks Hilmarssonar,“ segir Haraldur. „Þá hefur alþjóðadeild beint fyrirspurn til bandaríska sendiráðsins á Íslandi og til tengslafulltrúa Norðurlandanna í Ankara í Tyrklandi. Hjá landsskrifsstofu tyrknesku lögreglunnar í Ankara fengust þau svör að fjöldi beiðna lægi fyrir og að skilvirkasta leiðin til að fá svör væri í gegnum diplómatískar leiðir.“ „Ríkislögreglustjóri hefur lagt mikla áherslu á að lögreglan aðstoði aðstandendur Hauks Hilmarssonar eins og unnt er. Áfram er unnið að málinu.“ Aðstandendur Hauks funda nú með utanríkisráðherra um málið. Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Segja stjórnvöld fara með leitina að líkinu sem um óskilamun sé að ræða Aðstandendur Hauks Hilmarssonar gagnrýna stjórnvöld harðlega. 13. mars 2018 10:09 Aðstandendur Hauks Hilmarssonar kröfðust fundar með ráðherra Munu hitta Guðlaug Þór á morgun. 12. mars 2018 19:33 Segir útilokað að vita hvort þau fái lík Hauks "Mér finnst það vera næg staðfesting á því að það sé nánast útilokað að Haukur sé á lífi,“ skrifar Eva. 9. mars 2018 22:39 Telja lík Hauks enn vera í þorpinu þar sem hann féll Fulltrúi útlagastjórnar sýrlenskra Kúrda í Afrin segir lík Hauks ennþá vera í þorpinu þar sem hann féll en kveðst í samtali við fréttastofu hvorki geta sagt af né á um hvort fleiri Íslendingar hafi gengið til liðs við hersveitir kúrda í Sýrlandi. 10. mars 2018 19:30 Kúrdar staðfesta að Haukur sé látinn Fulltrúar útlagastjórnar Kúrda afhentu móður Hauks Hilmarssonar, Evu Hauksdóttur, skjöl um dauða hans í Sýrlandi. 9. mars 2018 21:45 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Sjá meira
Komist var að þeirri niðurstöðu að skilvirkasta leiðin til að fá svör í máli Hauks Hilmarssonar væri að notast við diplómatískar leiðir. Þetta kemur fram í skriflegu svari Haralds Johannessen ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Vísis. Hann segir að rík áhersla sé lögð á að lögreglan aðstoði aðstandendur Hauks eins og unnt er og að áfram verði unnið að málinu. Haukur Hilmarsson féll í átökum í Sýrlandi í lok febrúar og hafa aðstandendur hans gagnrýnt það hvernig íslensk yfirvöld hafi staðið að málinu. Segja þau stjórnvöld fara með leitina að líki Hauks eins og um venjulegan óskilamun væri að ræða. Frá fundi utanríkisráðherra með aðstandendum Hauks Hilmarssonar.Vísir/HKS „Alþjóðadeild ríkislögreglustjóra hefur verið í sambandi við landsskrifstofur Interpol og Europol, þar á meðal í Grikklandi, Sýrlandi og í Ankara í Tyrklandi til að afla upplýsinga vegna máls Hauks Hilmarssonar,“ segir Haraldur. „Þá hefur alþjóðadeild beint fyrirspurn til bandaríska sendiráðsins á Íslandi og til tengslafulltrúa Norðurlandanna í Ankara í Tyrklandi. Hjá landsskrifsstofu tyrknesku lögreglunnar í Ankara fengust þau svör að fjöldi beiðna lægi fyrir og að skilvirkasta leiðin til að fá svör væri í gegnum diplómatískar leiðir.“ „Ríkislögreglustjóri hefur lagt mikla áherslu á að lögreglan aðstoði aðstandendur Hauks Hilmarssonar eins og unnt er. Áfram er unnið að málinu.“ Aðstandendur Hauks funda nú með utanríkisráðherra um málið.
Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Segja stjórnvöld fara með leitina að líkinu sem um óskilamun sé að ræða Aðstandendur Hauks Hilmarssonar gagnrýna stjórnvöld harðlega. 13. mars 2018 10:09 Aðstandendur Hauks Hilmarssonar kröfðust fundar með ráðherra Munu hitta Guðlaug Þór á morgun. 12. mars 2018 19:33 Segir útilokað að vita hvort þau fái lík Hauks "Mér finnst það vera næg staðfesting á því að það sé nánast útilokað að Haukur sé á lífi,“ skrifar Eva. 9. mars 2018 22:39 Telja lík Hauks enn vera í þorpinu þar sem hann féll Fulltrúi útlagastjórnar sýrlenskra Kúrda í Afrin segir lík Hauks ennþá vera í þorpinu þar sem hann féll en kveðst í samtali við fréttastofu hvorki geta sagt af né á um hvort fleiri Íslendingar hafi gengið til liðs við hersveitir kúrda í Sýrlandi. 10. mars 2018 19:30 Kúrdar staðfesta að Haukur sé látinn Fulltrúar útlagastjórnar Kúrda afhentu móður Hauks Hilmarssonar, Evu Hauksdóttur, skjöl um dauða hans í Sýrlandi. 9. mars 2018 21:45 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Sjá meira
Segja stjórnvöld fara með leitina að líkinu sem um óskilamun sé að ræða Aðstandendur Hauks Hilmarssonar gagnrýna stjórnvöld harðlega. 13. mars 2018 10:09
Aðstandendur Hauks Hilmarssonar kröfðust fundar með ráðherra Munu hitta Guðlaug Þór á morgun. 12. mars 2018 19:33
Segir útilokað að vita hvort þau fái lík Hauks "Mér finnst það vera næg staðfesting á því að það sé nánast útilokað að Haukur sé á lífi,“ skrifar Eva. 9. mars 2018 22:39
Telja lík Hauks enn vera í þorpinu þar sem hann féll Fulltrúi útlagastjórnar sýrlenskra Kúrda í Afrin segir lík Hauks ennþá vera í þorpinu þar sem hann féll en kveðst í samtali við fréttastofu hvorki geta sagt af né á um hvort fleiri Íslendingar hafi gengið til liðs við hersveitir kúrda í Sýrlandi. 10. mars 2018 19:30
Kúrdar staðfesta að Haukur sé látinn Fulltrúar útlagastjórnar Kúrda afhentu móður Hauks Hilmarssonar, Evu Hauksdóttur, skjöl um dauða hans í Sýrlandi. 9. mars 2018 21:45