Sakar embættismenn Trump-stjórnarinnar um lygar um rassíur gegn innflytjendum Kjartan Kjartansson skrifar 13. mars 2018 12:01 Rassíur gegn innflytjendum sem dvelja ólöglega í Bandaríkjunum hafa færst í aukana eftir að Donald Trump tók við embætti forseta. Vísir/AFP Talsmaður Innflytjenda- og tollaeftirlitsstofnunar Bandaríkjanna (ICE) í San Fransisco í Kaliforníu hefur sagt af sér. Ástæðan er ósannandi sem hann sakar yfirmann stofnunarinnar og dómsmálaráðherrann um fara með í tengslum við rassíu gegn innflytjendum sem hafa komið ólöglega til landsins. Ákvörðun Libby Schaaf, borgarstjóra Oakland-borgar, um að vara innflytjendur sem dvelja ólöglega í Bandaríkjunum við yfirvofandi rassíu ICE í borginni í síðasta mánuði hefur verið afar umdeild. Í kjölfarið sakaði Tom Homan, starfandi forstjóri ICE, og Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, Schaaf um að bera ábyrgð á því að hundruð hættulegra glæpamanna hafi komist undan. James Schwab, talsmaður San Fransisco-deildar ICE, segist ekki hafa getað unað við þær yfirlýsingar þar sem þær eigi ekki við rök að styðjast. Það sé einfaldlega rangt að kenna Schaaf um að fjöldi glæpamanna hafi komist undan, að því er segir í frétt CNN-fréttastöðvarinnar. Þannig hafi fulltrúa ICE aldrei hendur í hári allra þeirra sem þeir ætla sér í rassíum sem þessum. Þá gerir Schawb athugasemd við að innflytjendunum sé öllum lýst sem „hættulegum“.Var sagt að víkja sér undan því að svaraSchwab segist hafa gert athugasemd við yfirboðara sína en þeir hafi aðeins sagt honum að víkja sér undan því að svara spurningum fréttamanna og vísa í fyrri yfirlýsingar stofnunarinnar. Þær yfirlýsingar hafi hins vegar ekki leiðrétt misvísandi fullyrðingarnar. Því ákvað Schwab að segja af sér. Hann segist vera skráðu í Demókrataflokkinn en hann hafi starfað af heilindum fyrir hið opinbera í tæp sautján ár óháð því hvaða flokkur hefur verið við völd. „Ég gat bara ekki borið þessa byrði, að halda áfram að koma fram fyrir hönd stofnunarinnar og vera falið að standa vörð um heilindi, vitandi það að upplýsingarnar voru rangar,“ segir hann. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Fleiri fréttir „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Sjá meira
Talsmaður Innflytjenda- og tollaeftirlitsstofnunar Bandaríkjanna (ICE) í San Fransisco í Kaliforníu hefur sagt af sér. Ástæðan er ósannandi sem hann sakar yfirmann stofnunarinnar og dómsmálaráðherrann um fara með í tengslum við rassíu gegn innflytjendum sem hafa komið ólöglega til landsins. Ákvörðun Libby Schaaf, borgarstjóra Oakland-borgar, um að vara innflytjendur sem dvelja ólöglega í Bandaríkjunum við yfirvofandi rassíu ICE í borginni í síðasta mánuði hefur verið afar umdeild. Í kjölfarið sakaði Tom Homan, starfandi forstjóri ICE, og Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, Schaaf um að bera ábyrgð á því að hundruð hættulegra glæpamanna hafi komist undan. James Schwab, talsmaður San Fransisco-deildar ICE, segist ekki hafa getað unað við þær yfirlýsingar þar sem þær eigi ekki við rök að styðjast. Það sé einfaldlega rangt að kenna Schaaf um að fjöldi glæpamanna hafi komist undan, að því er segir í frétt CNN-fréttastöðvarinnar. Þannig hafi fulltrúa ICE aldrei hendur í hári allra þeirra sem þeir ætla sér í rassíum sem þessum. Þá gerir Schawb athugasemd við að innflytjendunum sé öllum lýst sem „hættulegum“.Var sagt að víkja sér undan því að svaraSchwab segist hafa gert athugasemd við yfirboðara sína en þeir hafi aðeins sagt honum að víkja sér undan því að svara spurningum fréttamanna og vísa í fyrri yfirlýsingar stofnunarinnar. Þær yfirlýsingar hafi hins vegar ekki leiðrétt misvísandi fullyrðingarnar. Því ákvað Schwab að segja af sér. Hann segist vera skráðu í Demókrataflokkinn en hann hafi starfað af heilindum fyrir hið opinbera í tæp sautján ár óháð því hvaða flokkur hefur verið við völd. „Ég gat bara ekki borið þessa byrði, að halda áfram að koma fram fyrir hönd stofnunarinnar og vera falið að standa vörð um heilindi, vitandi það að upplýsingarnar voru rangar,“ segir hann.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Fleiri fréttir „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Sjá meira