Enski boltinn sýndur beint í fyrsta sinn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. mars 2018 06:00 Liverpoolmenn hressir og kátir með bikarinn góða sem Íslendingar fengu ekki að sjá fyrr en helgina eftir. Vísir/getty Enski boltinn var sýndur í fyrsta skipti beint á þessum degi árið 1982. Þá var viðureign Tottenham og Liverpool sýnd í úrslitaleik um deildarbikarinn. Þetta var í fyrsta sinn sem erlendur íþróttakappleikur var sýndur í beinni útsendingu. Gríðarleg eftirvænting var fyrir leikinn eins og sjá má í blaðagreinum fyrir leikinn. Þannig voru leikir í 1. deild í handboltanum til dæmis færðir til svo handboltamenn landsins gætu notið leiksins. Blaðið Tíminn sagði í helgarútgáfu sinni á leikdag: „Klukkan tæplega þrjú í dag rennur upp stóra stundin hjá íslenskum knattspyrnuunnendum, en þá hefst bein útsending frá Wembley þar sem Tottenham Hotspur og Liverpool leiða saman hesta sína.“ Leikurinn fór 1:1 og því þurfti að framlengja en því miður var RÚV búið með gervihnattasambandið og því var slökkt á útsendingunni.Kristján Már Unnarsson fréttamaður var ekki sáttur að missa af framlengingunni og lét stór orð falla.Vísir/stefánFramlengingin fór því framhjá íslenskum sjónvarpsáhorfendum. Í DV sem kom út á þriðjudegi var farið yfir málið. „Á slaginu kl. 17 á laugardaginn þurfti flestum Íslendingum til mikillar armæðu, Vis-news, sjónvarpsstöðin að taka yfir línuna og áhorfendur á Íslandi misstu því af besta kafla leiksins. Þegar klippt var á leikinn var staðan 1:1, en lið Liverpool sem þá stundina hafði alla yfirburði bætti við tveim mörkum og vann 3:1.“ Framlengingin var svo loks sýnd helgina á eftir í lýsingu Bjarna Felixsonar, guðföður enska boltans í íslensku sjónvarpi. Fjölmiðlamaðurinn Kristján Már Unnarsson skrifaði fjölmiðlapistil í DV síðar í vikunni þar sem hann segir: „Ég verð að játa gremju mína. Ég varð meira að segja reiður. Fannst á tímabili ekkert sjálfsagðara en að þeir menn úti í heimi sem ábyrgð bæru á þessari ósvífni, að svipta Íslendinga mikilvægum mínútum af fótboltaleik vegna einhverra fréttasendinga, yrðu tafarlaust leiddir fyrir aftökusveit.“ Ljóst er að æðið fyrir enska boltanum var komið til að vera og ekki sér fyrir endann á því æði. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Fleiri fréttir Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Sjá meira
Enski boltinn var sýndur í fyrsta skipti beint á þessum degi árið 1982. Þá var viðureign Tottenham og Liverpool sýnd í úrslitaleik um deildarbikarinn. Þetta var í fyrsta sinn sem erlendur íþróttakappleikur var sýndur í beinni útsendingu. Gríðarleg eftirvænting var fyrir leikinn eins og sjá má í blaðagreinum fyrir leikinn. Þannig voru leikir í 1. deild í handboltanum til dæmis færðir til svo handboltamenn landsins gætu notið leiksins. Blaðið Tíminn sagði í helgarútgáfu sinni á leikdag: „Klukkan tæplega þrjú í dag rennur upp stóra stundin hjá íslenskum knattspyrnuunnendum, en þá hefst bein útsending frá Wembley þar sem Tottenham Hotspur og Liverpool leiða saman hesta sína.“ Leikurinn fór 1:1 og því þurfti að framlengja en því miður var RÚV búið með gervihnattasambandið og því var slökkt á útsendingunni.Kristján Már Unnarsson fréttamaður var ekki sáttur að missa af framlengingunni og lét stór orð falla.Vísir/stefánFramlengingin fór því framhjá íslenskum sjónvarpsáhorfendum. Í DV sem kom út á þriðjudegi var farið yfir málið. „Á slaginu kl. 17 á laugardaginn þurfti flestum Íslendingum til mikillar armæðu, Vis-news, sjónvarpsstöðin að taka yfir línuna og áhorfendur á Íslandi misstu því af besta kafla leiksins. Þegar klippt var á leikinn var staðan 1:1, en lið Liverpool sem þá stundina hafði alla yfirburði bætti við tveim mörkum og vann 3:1.“ Framlengingin var svo loks sýnd helgina á eftir í lýsingu Bjarna Felixsonar, guðföður enska boltans í íslensku sjónvarpi. Fjölmiðlamaðurinn Kristján Már Unnarsson skrifaði fjölmiðlapistil í DV síðar í vikunni þar sem hann segir: „Ég verð að játa gremju mína. Ég varð meira að segja reiður. Fannst á tímabili ekkert sjálfsagðara en að þeir menn úti í heimi sem ábyrgð bæru á þessari ósvífni, að svipta Íslendinga mikilvægum mínútum af fótboltaleik vegna einhverra fréttasendinga, yrðu tafarlaust leiddir fyrir aftökusveit.“ Ljóst er að æðið fyrir enska boltanum var komið til að vera og ekki sér fyrir endann á því æði.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Fleiri fréttir Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Sjá meira