Leiðréttir oddvita Framsóknar í borginni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. mars 2018 14:09 Guðmundur, markaðs-og upplýsingafulltrúi Strætó segir mikilvægt að rétt sé farið með staðreyndir í stjórnmálaumræðunni. visir/ernireyjolfsson Guðmundur Heiðar Helgason, markaðs-og upplýsingafulltrúi Strætó, leiðréttir Ingvar Mar Jónsson, oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem ásamt flokki sínum lofar landsmönnum frítt í strætó í eitt ár. Ingvar hefur sagt að fargjaldatekjur Strætó á höfuðborgarsvæðinu séu um einn milljarður en hið rétta í málinu, segir Guðmundur, að sé 1,9 milljarðar fyrir árið 2017. Í fréttamiðlinum Eyjunni er haft eftir Ingvar Mar: „Það kostar nær einum milljarði að hafa frítt í strætó á höfuðborgarsvæðinu því fargjaldatekjur strætó upp á 2 milljarða eiga við um allar ferðir strætó, semsagt líka út á land.“ Það er þessi staðhæfing sem Guðmundur vill leiðrétta þar sem Stætó BS fær engar fargjaldatekjur af landsbyggðinni.Pawel segir höfuðborgarbúa ekki þurfa á lélegri ókeypis þjónustu heldur betri þjónustu.Hugnast ekki hugmynd FramsóknarPawel Partoszek, sem leitast við að vera ofarlega á lista Viðreisnar í borginni í komandi sveitarstjórnarkosningum, hugnast ekki hugmyndin og gagnrýnir hana í pistli sem birtist í Fréttablaðinu. „Þar sem almenningssamgöngur eru góðar kosta þær sitt. Strætófarþegar í Reykjavík þurfa ekki lélegri, ókeypis þjónustu. Þeir þurfa betri þjónustu. Þótt það geti verið allt í lagi að fella niður fargjöld tímabundið sem part af einhverju markaðsátaki er tómt mál að ætla sér að að efla almenningssamgöngur ef menn ætla í leiðinni afþakka tekjur af fargjöldum notenda,“ segir Pawel. Þrátt fyrir að vilja alls ekki blanda sér í kosningabaráttuna leitast Guðmundur við að leiðrétta rangfærslur því umræðan verði að byggjast á réttum staðreyndum. Hann segir að það sé skiljanlegt að margir haldi að Strætó sé eina og sama batteríið um land allt. Það sé aftur á móti ekki rétt. Fólk geri sér jafnan ekki grein fyrir því að það eru alls konar samtök sem reka strætó á landsbyggðinni þó aksturinn sé undir merkjum Strætó. „Strætó BS eru bara gulu vagnarnir á höfuðborgarsvæðinu og er í eigu allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Guðmundur til útskýringar. Það séu aftur á móti svokölluð Landshlutasamtök sem reki strætó úti á landi. Þau fái aðgang að talstöðinni, þjónustuveri og heimasíðu Strætó á höfuðborgarsvæðinu en ákveði þær fjárhæðir sem skuli settar í Strætó og landsbyggðin fær allar tekjur af akstrinum.Stærð og umfang er mun meira á höfuðborgarsvæðinu en á Akureyri.vísir/ernirSpurður hvers vegna Akureyringum hafi tekist að hafa frítt í Strætó en höfuðborgarsvæðinu ekki segir Guðmundur: „Ef þú skoðað kerfið á Akureyri þá eru sex leiðir þar, þær aka á klukkutíma fresti, bara á virkum dögum en ef þú horfir á höfuðborgarsvæðið þá erum við með tuttugu og átta leiðir, flestir aka til tólf, sumar eitt jafnvel og tíðnin er á kortersfresti og jafnvel tíu mínútur. Stærðin og umfangið er miklu meira á höfuðborgarsvæðinu heldur en á Akureyri.“Þyrfti þá alltaf að þrengja að þjónustunni ef af tilraunaverkefni af þessu tagi yrði?„Já, fargjaldatekjur okkar núna á þessu ári voru um tveir milljarðar þannig að það segir sig sjálft. Annað hvort þyrftu sveitarfélögin að setja tvo milljarða í viðbót til að skerða ekki þjónusta eða að skerða þjónustuna,“ segir Guðmundur. Hann bendir enn fremur á að þrjátíu prósent af rekstri Strætó komi fá fargjöldum og að fargjöldin sjálf séu niðurgreidd um sjötíu prósent. „Við fáum engar tekjur af landsbyggðinni. Við vildum tryggja það að umræðan sé ekki á villigötum og að staðreyndir séu réttar,“ segir Guðmundur.Biðst afsökunar á rangfærslum en stendur við gefin loforðIngvar Mar Jónsson, hefur beðist afsökunar á að hafa óvart farið rangt með staðreyndir í umfjöllun sinni um samgöngur. Á Facebooksíðu sinni segir Ingvar „Ég biðst afsökunar á þessum mistökum og þau leiðréttast hér með.“ Hann segir að þrátt fyrir þetta ætli Framsóknarfólk að standa við tillögu sína um að hafa gjaldfrjálsan Strætó í eitt ár. Samgöngur Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Guðmundur Heiðar Helgason, markaðs-og upplýsingafulltrúi Strætó, leiðréttir Ingvar Mar Jónsson, oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem ásamt flokki sínum lofar landsmönnum frítt í strætó í eitt ár. Ingvar hefur sagt að fargjaldatekjur Strætó á höfuðborgarsvæðinu séu um einn milljarður en hið rétta í málinu, segir Guðmundur, að sé 1,9 milljarðar fyrir árið 2017. Í fréttamiðlinum Eyjunni er haft eftir Ingvar Mar: „Það kostar nær einum milljarði að hafa frítt í strætó á höfuðborgarsvæðinu því fargjaldatekjur strætó upp á 2 milljarða eiga við um allar ferðir strætó, semsagt líka út á land.“ Það er þessi staðhæfing sem Guðmundur vill leiðrétta þar sem Stætó BS fær engar fargjaldatekjur af landsbyggðinni.Pawel segir höfuðborgarbúa ekki þurfa á lélegri ókeypis þjónustu heldur betri þjónustu.Hugnast ekki hugmynd FramsóknarPawel Partoszek, sem leitast við að vera ofarlega á lista Viðreisnar í borginni í komandi sveitarstjórnarkosningum, hugnast ekki hugmyndin og gagnrýnir hana í pistli sem birtist í Fréttablaðinu. „Þar sem almenningssamgöngur eru góðar kosta þær sitt. Strætófarþegar í Reykjavík þurfa ekki lélegri, ókeypis þjónustu. Þeir þurfa betri þjónustu. Þótt það geti verið allt í lagi að fella niður fargjöld tímabundið sem part af einhverju markaðsátaki er tómt mál að ætla sér að að efla almenningssamgöngur ef menn ætla í leiðinni afþakka tekjur af fargjöldum notenda,“ segir Pawel. Þrátt fyrir að vilja alls ekki blanda sér í kosningabaráttuna leitast Guðmundur við að leiðrétta rangfærslur því umræðan verði að byggjast á réttum staðreyndum. Hann segir að það sé skiljanlegt að margir haldi að Strætó sé eina og sama batteríið um land allt. Það sé aftur á móti ekki rétt. Fólk geri sér jafnan ekki grein fyrir því að það eru alls konar samtök sem reka strætó á landsbyggðinni þó aksturinn sé undir merkjum Strætó. „Strætó BS eru bara gulu vagnarnir á höfuðborgarsvæðinu og er í eigu allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Guðmundur til útskýringar. Það séu aftur á móti svokölluð Landshlutasamtök sem reki strætó úti á landi. Þau fái aðgang að talstöðinni, þjónustuveri og heimasíðu Strætó á höfuðborgarsvæðinu en ákveði þær fjárhæðir sem skuli settar í Strætó og landsbyggðin fær allar tekjur af akstrinum.Stærð og umfang er mun meira á höfuðborgarsvæðinu en á Akureyri.vísir/ernirSpurður hvers vegna Akureyringum hafi tekist að hafa frítt í Strætó en höfuðborgarsvæðinu ekki segir Guðmundur: „Ef þú skoðað kerfið á Akureyri þá eru sex leiðir þar, þær aka á klukkutíma fresti, bara á virkum dögum en ef þú horfir á höfuðborgarsvæðið þá erum við með tuttugu og átta leiðir, flestir aka til tólf, sumar eitt jafnvel og tíðnin er á kortersfresti og jafnvel tíu mínútur. Stærðin og umfangið er miklu meira á höfuðborgarsvæðinu heldur en á Akureyri.“Þyrfti þá alltaf að þrengja að þjónustunni ef af tilraunaverkefni af þessu tagi yrði?„Já, fargjaldatekjur okkar núna á þessu ári voru um tveir milljarðar þannig að það segir sig sjálft. Annað hvort þyrftu sveitarfélögin að setja tvo milljarða í viðbót til að skerða ekki þjónusta eða að skerða þjónustuna,“ segir Guðmundur. Hann bendir enn fremur á að þrjátíu prósent af rekstri Strætó komi fá fargjöldum og að fargjöldin sjálf séu niðurgreidd um sjötíu prósent. „Við fáum engar tekjur af landsbyggðinni. Við vildum tryggja það að umræðan sé ekki á villigötum og að staðreyndir séu réttar,“ segir Guðmundur.Biðst afsökunar á rangfærslum en stendur við gefin loforðIngvar Mar Jónsson, hefur beðist afsökunar á að hafa óvart farið rangt með staðreyndir í umfjöllun sinni um samgöngur. Á Facebooksíðu sinni segir Ingvar „Ég biðst afsökunar á þessum mistökum og þau leiðréttast hér með.“ Hann segir að þrátt fyrir þetta ætli Framsóknarfólk að standa við tillögu sína um að hafa gjaldfrjálsan Strætó í eitt ár.
Samgöngur Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira