Sakar kjörinn fulltrúa um spillingu í starfi Sveinn Arnarsson skrifar 10. mars 2018 07:00 Frá Þórshöfn á Langanesi. Vísir/Pjetur Fulltrúar U-listans í minnihluta sveitarstjórnar Langanesbyggðar óskuðu eftir því að sveitarstjóri gæfi þeim upp sundurliðað einingarverð verktakafyrirtækis vegna gerðar bílastæðis og akvegar að nýjum leikskóla sveitarfélagsins. Sveitarstjórinn segir í minnisblaði að ætlunin hafi verið að fara með upplýsingarnar til annarra verktakafyrirtækja svo þeir gætu boðið lægra verð. Sveitarstjórinn sakar minnihlutann um spillingu. Málið var tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar Langanesbyggðar í vikunni. Fulltrúar U-listans óskuðu þess að fá svör við spurningum vegna þess að bílastæðið og vegurinn, sem samanlagt kostar um 8 milljónir, var ekki boðinn út. Siggeir Stefánsson, oddviti U-listans segir það mikilvægt að öll verk séu boðin út. „U-listinn telur að það hefði verið eðlilegt af sveitarfélaginu að bjóða út framkvæmdir við akveg og bílastæði við leikskóla en ekki afhenda verkið einum aðila eins og var gert og að það hafi verið eðlilegt að gera verðkönnun og samanburð á kostnaði frá fleiri aðilum en ekki ræða eingöngu við einn aðila um að vinna verkið.“ Sveitarstjórinn, Elías Pétursson, húðskammaði sveitarstjórnarfulltrúa U-listans á síðasta sveitarstjórnarfundi. Hann segist alltaf hafa gætt almannahagsmuna en sveitarstjórnarmenn sumir séu meira í því að gæta hagsmuna einhverra annarra. „Í þessu máli er verið að óska eftir því að fá heimild sveitarstjórnar til að dreifa trúnaðarupplýsingum úr viðskiptasamningi við tiltekinn viðskiptamann til þess eins að geta dreift þeim til samkeppnisaðila viðskiptamannsins. Hvað gengur mönnum til?“ sagði Elías í ræðu sinni. „Í þessu máli eru forsvarsmenn U-lista, nú sem fyrr, að ganga fram í því skyni að afla vinum sínum upplýsinga um atriði í verksamningi viðskiptamanns sveitarfélagsins sem ætlað er að fari leynt, bæði samkvæmt almennum siðareglum í viðskiptum og ákvæðum laga um opinber innkaup. Hvernig má það vera að kjörnir fulltrúar almennings í sveitarstjórn, sem ætlað er að gæta almannahagsmuna, skuli ganga jafn grímulaust fram og raun ber vitni til þess eins að gæta hagsmuna útvalinna á kostnað viðskiptamanns og samfélagsins?“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Fulltrúar U-listans í minnihluta sveitarstjórnar Langanesbyggðar óskuðu eftir því að sveitarstjóri gæfi þeim upp sundurliðað einingarverð verktakafyrirtækis vegna gerðar bílastæðis og akvegar að nýjum leikskóla sveitarfélagsins. Sveitarstjórinn segir í minnisblaði að ætlunin hafi verið að fara með upplýsingarnar til annarra verktakafyrirtækja svo þeir gætu boðið lægra verð. Sveitarstjórinn sakar minnihlutann um spillingu. Málið var tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar Langanesbyggðar í vikunni. Fulltrúar U-listans óskuðu þess að fá svör við spurningum vegna þess að bílastæðið og vegurinn, sem samanlagt kostar um 8 milljónir, var ekki boðinn út. Siggeir Stefánsson, oddviti U-listans segir það mikilvægt að öll verk séu boðin út. „U-listinn telur að það hefði verið eðlilegt af sveitarfélaginu að bjóða út framkvæmdir við akveg og bílastæði við leikskóla en ekki afhenda verkið einum aðila eins og var gert og að það hafi verið eðlilegt að gera verðkönnun og samanburð á kostnaði frá fleiri aðilum en ekki ræða eingöngu við einn aðila um að vinna verkið.“ Sveitarstjórinn, Elías Pétursson, húðskammaði sveitarstjórnarfulltrúa U-listans á síðasta sveitarstjórnarfundi. Hann segist alltaf hafa gætt almannahagsmuna en sveitarstjórnarmenn sumir séu meira í því að gæta hagsmuna einhverra annarra. „Í þessu máli er verið að óska eftir því að fá heimild sveitarstjórnar til að dreifa trúnaðarupplýsingum úr viðskiptasamningi við tiltekinn viðskiptamann til þess eins að geta dreift þeim til samkeppnisaðila viðskiptamannsins. Hvað gengur mönnum til?“ sagði Elías í ræðu sinni. „Í þessu máli eru forsvarsmenn U-lista, nú sem fyrr, að ganga fram í því skyni að afla vinum sínum upplýsinga um atriði í verksamningi viðskiptamanns sveitarfélagsins sem ætlað er að fari leynt, bæði samkvæmt almennum siðareglum í viðskiptum og ákvæðum laga um opinber innkaup. Hvernig má það vera að kjörnir fulltrúar almennings í sveitarstjórn, sem ætlað er að gæta almannahagsmuna, skuli ganga jafn grímulaust fram og raun ber vitni til þess eins að gæta hagsmuna útvalinna á kostnað viðskiptamanns og samfélagsins?“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira