Þjóðarskömm Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 10. mars 2018 06:00 Heilbrigðiseftirlitið sendi á fimmtudag frá sér viðvörun vegna magns svifryks í lofti í Reykjavík. Fólki sem er viðkvæmt í öndunarfærum og börnum var ráðlagt að forðast útivist í nágrenni umferðaræða. Þessi síðari setning er um margt lýsandi fyrir umferðarborgina Reykjavík. Lausnin við mengunarvandanum er ekki að hvetja fólk til taka almenningssamgöngur eða til að sameinast um bílferðir heldur eiga gangandi vegfarendur og börn að víkja. Forsvarsmenn Vesturbæjarskóla tóku heilbrigðisyfirvöld á orðinu og héldu börnunum inni. Til að gæta fullrar sanngirni, sá eftirlitið nú að sér og sendi frá sér skilaboð um að vitaskuld væri heillavænlegast ef ökumenn legðu einkabílnum meðan mesta mengunin gengi yfir. Auðvitað er það mergurinn málsins. Það getur varla gengið upp að börn og gangandi eigi að mæta afgangi svo fólk geti ferðast eitt í sínum einkabíl. Það gengur heldur ekki upp að í Reykjavík og nágrenni, með sína tvö hundruð þúsund íbúa, mælist meira svifryk í lofti en í margfalt stærri iðnaðarborgum annars staðar í heiminum. Augljóst er að eitthvað þarf að gera í málinu. Það varðar ekki bara eldri kynslóðir sem vanar eru að geta farið allra sinna ferða á sínum einkabíl, heldur ekki síður yngri kynslóðir sem erfa munu borgina. Mengunin er ekki einkamál bílstjóra, og vandamálið fer einungis vaxandi ef ekkert er að gert. Heilsa næstu kynslóða hlýtur að skipta meira máli en bílar. Björn Teitsson, formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, telur að stjórnmálamenn skorti hugrekki til að taka á málinu. Það er auðvitað hárrétt. Stjórnmálamenn eiga að sjá til þess að hér séu boðlegar samgöngur. Þeir eiga líka að hafa kjark til að hvetja fólk og fyrirtæki til að skilja bílana eftir heima, og nýta hverja ferð betur en nú er gert. Jafnvel þótt slíkt kunni að vera óvinsælt. Fólki er hins vegar að einhverju leyti vorkunn. Almenningssamgöngur í Reykjavík eru ekki nógu góður kostur fyrir alla höfuðborgarbúa. Vonandi stendur það til bóta með einhverri útgáfu af Borgarlínu. Lýðskrum um fríar strætóferðir er ekki lausnin. Þjónustuna þarf að bæta og nýtingin ætti að fylgja í kjölfarið. Sömuleiðis þarf að ræða það af alvöru að banna nagladekk sem valda miklu um svifryksmengunina. Síðast en ekki síst þarf að dreifa áfangastöðum betur um borgina. Þar myndi strax muna miklu ef stærsti vinnustaður landsins, Landspítalinn, flyttist í austurborgina. Til dæmis að Keldum. Lýst er eftir alvöru lausnum á samgönguvandanum, og þeirri þjóðarskömm sem svifryksmengunin er. Stórborgir eins og London og Tókýó hafa tekið til í eigin garði og dregið stórlega úr mengun, meðal annars með því að draga úr bílaumferð. Smáborg eins og Reykjavík ætti að geta gripið í taumana. Vilji og leiðtogahæfileikar er allt sem þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Sjá meira
Heilbrigðiseftirlitið sendi á fimmtudag frá sér viðvörun vegna magns svifryks í lofti í Reykjavík. Fólki sem er viðkvæmt í öndunarfærum og börnum var ráðlagt að forðast útivist í nágrenni umferðaræða. Þessi síðari setning er um margt lýsandi fyrir umferðarborgina Reykjavík. Lausnin við mengunarvandanum er ekki að hvetja fólk til taka almenningssamgöngur eða til að sameinast um bílferðir heldur eiga gangandi vegfarendur og börn að víkja. Forsvarsmenn Vesturbæjarskóla tóku heilbrigðisyfirvöld á orðinu og héldu börnunum inni. Til að gæta fullrar sanngirni, sá eftirlitið nú að sér og sendi frá sér skilaboð um að vitaskuld væri heillavænlegast ef ökumenn legðu einkabílnum meðan mesta mengunin gengi yfir. Auðvitað er það mergurinn málsins. Það getur varla gengið upp að börn og gangandi eigi að mæta afgangi svo fólk geti ferðast eitt í sínum einkabíl. Það gengur heldur ekki upp að í Reykjavík og nágrenni, með sína tvö hundruð þúsund íbúa, mælist meira svifryk í lofti en í margfalt stærri iðnaðarborgum annars staðar í heiminum. Augljóst er að eitthvað þarf að gera í málinu. Það varðar ekki bara eldri kynslóðir sem vanar eru að geta farið allra sinna ferða á sínum einkabíl, heldur ekki síður yngri kynslóðir sem erfa munu borgina. Mengunin er ekki einkamál bílstjóra, og vandamálið fer einungis vaxandi ef ekkert er að gert. Heilsa næstu kynslóða hlýtur að skipta meira máli en bílar. Björn Teitsson, formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, telur að stjórnmálamenn skorti hugrekki til að taka á málinu. Það er auðvitað hárrétt. Stjórnmálamenn eiga að sjá til þess að hér séu boðlegar samgöngur. Þeir eiga líka að hafa kjark til að hvetja fólk og fyrirtæki til að skilja bílana eftir heima, og nýta hverja ferð betur en nú er gert. Jafnvel þótt slíkt kunni að vera óvinsælt. Fólki er hins vegar að einhverju leyti vorkunn. Almenningssamgöngur í Reykjavík eru ekki nógu góður kostur fyrir alla höfuðborgarbúa. Vonandi stendur það til bóta með einhverri útgáfu af Borgarlínu. Lýðskrum um fríar strætóferðir er ekki lausnin. Þjónustuna þarf að bæta og nýtingin ætti að fylgja í kjölfarið. Sömuleiðis þarf að ræða það af alvöru að banna nagladekk sem valda miklu um svifryksmengunina. Síðast en ekki síst þarf að dreifa áfangastöðum betur um borgina. Þar myndi strax muna miklu ef stærsti vinnustaður landsins, Landspítalinn, flyttist í austurborgina. Til dæmis að Keldum. Lýst er eftir alvöru lausnum á samgönguvandanum, og þeirri þjóðarskömm sem svifryksmengunin er. Stórborgir eins og London og Tókýó hafa tekið til í eigin garði og dregið stórlega úr mengun, meðal annars með því að draga úr bílaumferð. Smáborg eins og Reykjavík ætti að geta gripið í taumana. Vilji og leiðtogahæfileikar er allt sem þarf.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun