Ólafía: Hitti hann geðveikt vel og svo hvarf hann Anton Ingi Leifsson skrifar 29. mars 2018 22:04 Magnað hjá Ólafíu í dag. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, var himinlifandi eftir fyrsta hringinn á ANA mótinu sem er hluti af LPGA-mótaröðinni en Ólafía fór holu í höggi á fyrsta hringnum í dag. Mótið sem fer fram um helgina er fyrsta stórmót ársins. „Ég var 165 metra fra og ég sló með fimm járni. Ég hitti hann geðveikt vel, var aðeins vinstra megin því boltinn rúllar þá til hægri,” sagði Ólafía. „Svo bara hvarf hann og ég fékk smá sjokk en þetta var ótrúlega gaman,” en höggið skilaði Ólafíu Þórunni tveimur flugmiðum á fyrsta farrými hjá ANA flugfélaginu sem er aðal styrktaraðili mótsins.Sjá einnig:Ólafía fór holu í höggi á fyrsta risamóti ársins „Ég veit ekki alveg hvert ég á eftir að fara en ég býð Thomasi (innsk. blm. kærasti Ólafíu) kannski eitthvað huggulegt.” Ólafía spilaði nokkuð kaflaskipt golf. Hún fékk örn í tvígang, tvo fugla og sex skolla. „Hringurinn var upp og niður. Ég strögglaði smá en hélt alltaf áfram að berjast. Svo fékk ég högg til baka hér og þar eins og þegar ég fékk örn. Ég átti geggjað inná högg og púttið rúllaði í.” „Ég er mjög ánægð með hvernig ég barðist í dag. Það er geðveikt að spila á fyrsta stórmótinu á árinu. Völlurinn er geggjaður og grínin eru ótrúlega hröð. Ef þú missir boltann útaf getur það verið mjög erfitt.” „Þetta er ótrúlega atvinnumannalegt allt hérna. Ég ætla að vera þolinmóð á morgun og gera mitt besta. Halda áfram sama leikskipulagi og vera andlega sterk,” sagði Ólafía að lokum. Golf Tengdar fréttir Ólafía fór holu í höggi á fyrsta risamóti ársins Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á sautjándu brautinni á Dinah Shore vellinum í Kaliforníu. Ólafía spilaði fyrsta hringinn á pari. 29. mars 2018 18:30 Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, var himinlifandi eftir fyrsta hringinn á ANA mótinu sem er hluti af LPGA-mótaröðinni en Ólafía fór holu í höggi á fyrsta hringnum í dag. Mótið sem fer fram um helgina er fyrsta stórmót ársins. „Ég var 165 metra fra og ég sló með fimm járni. Ég hitti hann geðveikt vel, var aðeins vinstra megin því boltinn rúllar þá til hægri,” sagði Ólafía. „Svo bara hvarf hann og ég fékk smá sjokk en þetta var ótrúlega gaman,” en höggið skilaði Ólafíu Þórunni tveimur flugmiðum á fyrsta farrými hjá ANA flugfélaginu sem er aðal styrktaraðili mótsins.Sjá einnig:Ólafía fór holu í höggi á fyrsta risamóti ársins „Ég veit ekki alveg hvert ég á eftir að fara en ég býð Thomasi (innsk. blm. kærasti Ólafíu) kannski eitthvað huggulegt.” Ólafía spilaði nokkuð kaflaskipt golf. Hún fékk örn í tvígang, tvo fugla og sex skolla. „Hringurinn var upp og niður. Ég strögglaði smá en hélt alltaf áfram að berjast. Svo fékk ég högg til baka hér og þar eins og þegar ég fékk örn. Ég átti geggjað inná högg og púttið rúllaði í.” „Ég er mjög ánægð með hvernig ég barðist í dag. Það er geðveikt að spila á fyrsta stórmótinu á árinu. Völlurinn er geggjaður og grínin eru ótrúlega hröð. Ef þú missir boltann útaf getur það verið mjög erfitt.” „Þetta er ótrúlega atvinnumannalegt allt hérna. Ég ætla að vera þolinmóð á morgun og gera mitt besta. Halda áfram sama leikskipulagi og vera andlega sterk,” sagði Ólafía að lokum.
Golf Tengdar fréttir Ólafía fór holu í höggi á fyrsta risamóti ársins Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á sautjándu brautinni á Dinah Shore vellinum í Kaliforníu. Ólafía spilaði fyrsta hringinn á pari. 29. mars 2018 18:30 Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
Ólafía fór holu í höggi á fyrsta risamóti ársins Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á sautjándu brautinni á Dinah Shore vellinum í Kaliforníu. Ólafía spilaði fyrsta hringinn á pari. 29. mars 2018 18:30