Skipverjarnir áttu ekki að leggja blómsveig á leiði Birnu Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. mars 2018 15:09 Þá hefur blátt bann verið sett við myndatökum í kirkjugörðunum. Mynd tengist fréttinni ekki beint. vísir/stefán Forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma segir áhöfn togarans Polar Nanoq ekki hafa átt neitt með að leggja blómsveig á leiði Birnu Brjánsdóttur í Fossvogskirkjugarði. Þá segir hann að hafa þurfi samráð með nánustu ættingjum vilji fólk setja kransa á leiði fólks í görðunum, að því er segir í fréttatilkynningu frá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma. Vísir greindi frá því á dögunum að skipverjar togarans Polar Nanoq hafi látið leggja blómsveig á leiði Birnu Bjánsdóttur snemma í mars. Í fréttum grænlenskra fjölmiðla sagði að með sveignum hafi áhöfnin viljað minnast þess að ár hafi verið liðið frá andláti Birnu. Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu, hefur sagst upplifa gjörning sjómannanna sem virðingarleysi.Nauðsynlegt að fá leyfi frá aðstandendum Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma, segir í fréttatilkynningu vegna málsins að samkvæmt reglum kirkjugarðanna ráði aðstandendur því hvað sett sé á leiði til að prýða það, t.d. hvort þar séu gróðursett blóm eða annað. „Ef einhver vinur eða fjarskyldur ættingi finnur hvöt hjá sér til að setja blómsveig eða krans á leiði, nokkru eða löngu eftir jarðsetningu til að sýna virðingu, þarf viðkomandi að hafa um það samráð og fá leyfi til þess hjá nánustu aðstandendum,“ segir í tilkynningu. Segir þá hafa brotið reglur um myndatökur Þá vill Þórsteinn koma því á framfæri að með hliðsjón af þessu hefði áhöfnin ekki átt að setja blómsveiginn á leiðið. Framkvæmdin hafi auk þess verið röng. „Áhöfn togarans átti ekkert með að setja blómsveig á leiði Birnu svo löngu eftir jarðsetningu hennar nema með leyfi nánustu aðstandenda. Ég er ekki með þessu að segja að blómsveigur áhafnarinnar hafi ekki verið virðingarvottur, ég er hér að tala um framkvæmdina, hún var röng. Hefði áhöfnin kynnt sér áður hvaða viðhorf aðstandendur hefðu til þessa, hefði komið í ljós að þeir kærðu sig ekki um slíkt og sú ákvörðun hefði ráðið framhaldinu,“ segir í tilkynningu. Þá heldur Þórsteinn því fram að blátt bann hafi verið sett við myndatökum í kirkjugörðunum nema tryggt sé að ekki komi fram nöfn og áletranir á minningarmörkum. Þetta hafi verið þverbrotið í áðurnefndu tilviki. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipverjar Polar Nanoq létu leggja blómsveig á leiði Birnu Skipverjar grænlenska togarans Polar Nanoq létu leggja blómsveig á leiði Birnu Bjánsdóttur í síðustu viku. 20. mars 2018 14:56 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Sjá meira
Forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma segir áhöfn togarans Polar Nanoq ekki hafa átt neitt með að leggja blómsveig á leiði Birnu Brjánsdóttur í Fossvogskirkjugarði. Þá segir hann að hafa þurfi samráð með nánustu ættingjum vilji fólk setja kransa á leiði fólks í görðunum, að því er segir í fréttatilkynningu frá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma. Vísir greindi frá því á dögunum að skipverjar togarans Polar Nanoq hafi látið leggja blómsveig á leiði Birnu Bjánsdóttur snemma í mars. Í fréttum grænlenskra fjölmiðla sagði að með sveignum hafi áhöfnin viljað minnast þess að ár hafi verið liðið frá andláti Birnu. Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu, hefur sagst upplifa gjörning sjómannanna sem virðingarleysi.Nauðsynlegt að fá leyfi frá aðstandendum Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma, segir í fréttatilkynningu vegna málsins að samkvæmt reglum kirkjugarðanna ráði aðstandendur því hvað sett sé á leiði til að prýða það, t.d. hvort þar séu gróðursett blóm eða annað. „Ef einhver vinur eða fjarskyldur ættingi finnur hvöt hjá sér til að setja blómsveig eða krans á leiði, nokkru eða löngu eftir jarðsetningu til að sýna virðingu, þarf viðkomandi að hafa um það samráð og fá leyfi til þess hjá nánustu aðstandendum,“ segir í tilkynningu. Segir þá hafa brotið reglur um myndatökur Þá vill Þórsteinn koma því á framfæri að með hliðsjón af þessu hefði áhöfnin ekki átt að setja blómsveiginn á leiðið. Framkvæmdin hafi auk þess verið röng. „Áhöfn togarans átti ekkert með að setja blómsveig á leiði Birnu svo löngu eftir jarðsetningu hennar nema með leyfi nánustu aðstandenda. Ég er ekki með þessu að segja að blómsveigur áhafnarinnar hafi ekki verið virðingarvottur, ég er hér að tala um framkvæmdina, hún var röng. Hefði áhöfnin kynnt sér áður hvaða viðhorf aðstandendur hefðu til þessa, hefði komið í ljós að þeir kærðu sig ekki um slíkt og sú ákvörðun hefði ráðið framhaldinu,“ segir í tilkynningu. Þá heldur Þórsteinn því fram að blátt bann hafi verið sett við myndatökum í kirkjugörðunum nema tryggt sé að ekki komi fram nöfn og áletranir á minningarmörkum. Þetta hafi verið þverbrotið í áðurnefndu tilviki.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipverjar Polar Nanoq létu leggja blómsveig á leiði Birnu Skipverjar grænlenska togarans Polar Nanoq létu leggja blómsveig á leiði Birnu Bjánsdóttur í síðustu viku. 20. mars 2018 14:56 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Sjá meira
Skipverjar Polar Nanoq létu leggja blómsveig á leiði Birnu Skipverjar grænlenska togarans Polar Nanoq létu leggja blómsveig á leiði Birnu Bjánsdóttur í síðustu viku. 20. mars 2018 14:56