
Lífsbjörgin SÁÁ
Það fyrsta sem vekur athygli er að skyndilega endar vegagerð borgarinnar og við tekur holóttur malarvegur. Reykjavíkurborg hefur nefnilega ekki sinnt lögboðnum skyldum sínum hvað varðar vegagerð og viðhald þegar kemur að veginum að Vogi og hefur ekki gert síðustu 40 ár. Oftar en ekki hefur SÁÁ þurft með eigin hendi að sinna snjómokstri og bráðaviðhaldi, slíkt hefur ekki verið í boði af hendi borgarinnar. Rétt er að taka fram að téður vegur er hluti gatnakerfis er fellur undir umsjá borgarinnar.
Nú skyldi maður ætla að þarna séu haldbærar skýringar á, t.d. að hús nr. 45 sé ekki í notkun. En því fer víðs fjarri, þarna er rekið sjúkrahús SÁÁ sem hefur á liðnum árum átt stærstan þátt í að bjarga 26 þúsund mannslífum og í leiðinni með beinum hætti bætt líf ættingja og vina viðkomandi sem taldir eru í hundruðum þúsunda.
Víkur nú sögu að aðkomu borgarinnar hvað varðar rekstrarkostnað sjúkrahússins og er sú upptalning stutt, hún er engin!
Sama gildir um endurhæfingarsjúkrahús SÁÁ, Vík, sem og göngudeild í Efstaleiti.
Við hjá Miðflokknum gerum okkur grein fyrir gríðarlegu mikilvægi þessarar starfsemi og munum leggja okkar af mörkum til að starfseminni verði tryggð örugg rekstrarafkoma og sýnd sú virðing sem henni ber.
Til þess þurfum við umboð kjósenda.
Tökum höndum saman, klárum gatnagerð að Vogi og tryggjum afkomu eins mikilvægasta spítala landsins.
Höfundur er í 3. sæti Miðflokksins í Reykjavík
Skoðun

Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík?
Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar

Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði
Grímur Atlason skrifar

„...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar

Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu
Sigurður Sigurðsson skrifar

Látið okkur í friði
Vilhjálmur Árnason skrifar

Gefðu fimmu!
Ágúst Arnar Þráinsson skrifar

Allar hendur á dekk!
Oddný G. Harðardóttir skrifar

Engin sátt án sannmælis
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Að finna rétt veiðigjald...
Bolli Héðinsson skrifar

Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti?
Carmen Maja Valencia skrifar

Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga!
Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar

Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt?
Davíð Bergmann skrifar

Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Og hvað svo?
Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar

Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu
Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Sannleikurinn í tengdamömmumálinu
Ólöf Björnsdóttir skrifar

Hann breytti öllu – og gerði það með háði
Jónas Sen skrifar

Ekki fylla höfnina af grjóti
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Lengri útivistartími barna
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það?
Ingibjörg Isaksen skrifar

Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Flugan í ídýfunni
Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar

Að mennta til lífs, ekki prófa
Sandra Sigurðardóttir skrifar

Það er kominn tími til...
Birgir Rúnar Davíðsson skrifar

Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

Er píptest rót alls ills?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vertu bandamaður kæri bróðir!
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Frá frammistöðuvæðingu til farsældar
Helga Þórey Júlíudóttir skrifar

Ísland á að verja með íslenskum lögum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði
Logi Einarsson skrifar