Eitt af þremur meginatriðum þarf að liggja fyrir við rannsókn á líkamsleifum Birgir Olgeirsson skrifar 27. mars 2018 14:27 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sér um rannsókn á líkamsleifunum sem fundust á Faxaflóa. Vísir/Hanna Ekki er búið að bera kennsl á líkamsleifarnar sem fundust nýverið á Faxaflóa. Kennslanefnd embættis ríkislögreglustjóra sér um að komast að því hvaða manneskju þessar líkamsleifar tilheyrðu. Gylfi Hammer Gylfason, formaður kennslanefndar, segir nefndina hafa sent lífsýni til rannsóknar til Svíþjóðar og beðið sé niðurstöðu. Eitt sýni var sent fyrir þremur vikum og önnur sýni fyrir einni viku. Gylfi segir að reikna megi með fjórum vikum frá því sýni var sent til rannsóknar þar til svar berst. Kennslanefnd mun því bíða eftir niðurstöðu á rannsókn á öllum sýnunum. Sé litið til þess að síðustu sýni voru send til rannsóknar fyrir einni viku og að páskavika er nú fyrir höndum, má reikna með að allt að fjórar vikur geti liðið þar til niðurstaða liggur fyrir. Spurður hvort það liggi fyrir hvort líkamsleifarnar tilheyrðu karli eða konu svarar Gylfi að beðið sé eftir skýrslu réttarmeinafræðings til að fá úr því skorið. Þá segir hann ekki hægt að segja til að svo stöddu hvort líkamsleifarnar hafi legið lengi í sjó.Eitt af þremur meginatriðum þarf að liggja fyrir Gylfi segir kennslanefnd beita vísindalegum aðferðum við störf sín. Samkvæmt stöðlum alþjóðalögreglunnar Interpol þarf að styðja niðurstöðuna með einu af þremur meginatriðum við slíka rannsókn, en það er tannrannsókn, fingrafararannsókn eða rannsókn á DNA-lífsýnum. Þá niðurstöðu er síðan hægt að styðja með aukaatriðum á borð við húðflúr, gervilið, ör, klæðnað eða annað sem var einkennandi fyrir viðkomandi manneskju. „Í þessu tilviki höfum við sent út lífsýni,“ segir Gylfi. Aðspurður hvort kennslanefnd hafi sett sig í samband við aðstandendur einstaklinga sem er saknað segir Gylfi svo ekki vera, en fjölskyldur þeirra sem er saknað hafi sett sig í samband við kennslanefnd.Samkvæmt Landhelgisgæslunni fundust beinin yfir hundrað metra dýpi um fimmtán til tuttugu sjómílum suður af Malarrifi.Vísir/map.isFengu líkamsleifarnar í veiðarfærin Upphaf málsins er rakið til veiða fiskibáts á norðanverðum Faxaflóa í febrúar síðastliðnum. Báturinn lagði út veiðarfæri á töluverðu dýpi, en þegar dregið var inn reyndust líkamsleifar fylgja með í netinu. Skipstjórinn skráði niður staðsetninguna og hafði samband við Vaktstöð siglinga, sem upplýsti lögreglu um málið. Í framhaldinu var skipulagt leitarsvæði og síðan var haldið á vettvang nokkru síðar með búnað sem hæfði aðstæðum, en um flóknar aðgerðir var að ræða. Sérútbúinn kafbátur var sendur niður til að taka ljósmyndir og sónarmyndir, en á sjávarbotninum reyndust vera líkamsleifar. Ekki reyndist unnt að ná þeim upp að svo stöddu enda aðstæður á vettvangi erfiðar, m.a. vegna sjólags og dýpis. Menn urðu því frá að hverfa og sæta færis, en nokkrum dögum síðar var aftur haldið á vettvang og þá tókst að ná upp líkamsleifunum. Við það var notaður annar kafbátur, sem var sömuleiðis sérútbúinn fyrir verkefni af þessu tagi. Samkvæmt Ásgrími L. Ásgrímssyni hjá Landhelgisgæslunni fundust líkamsleifarnar á yfir hundrað metra dýpi um fimmtán til tuttugu sjómílum suður af Malarrifi. Lögreglumál Tengdar fréttir Náðu líkamsleifum upp í annarri tilraun Notast var við sérútbúinn kafbát við að ná upp líkamsleifum á Faxaflóa. 20. mars 2018 13:34 Kveðst geta greint legginn sem fannst á Faxaflóa betur en nokkur annar í heiminum Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að fyrirtækið gæti greint legg sem áhöfnin á Fjölni GK fékk í veiðarfæri sín í febrúar betur en nokkur önnur stofnun í heiminum. 21. mars 2018 21:45 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Ekki er búið að bera kennsl á líkamsleifarnar sem fundust nýverið á Faxaflóa. Kennslanefnd embættis ríkislögreglustjóra sér um að komast að því hvaða manneskju þessar líkamsleifar tilheyrðu. Gylfi Hammer Gylfason, formaður kennslanefndar, segir nefndina hafa sent lífsýni til rannsóknar til Svíþjóðar og beðið sé niðurstöðu. Eitt sýni var sent fyrir þremur vikum og önnur sýni fyrir einni viku. Gylfi segir að reikna megi með fjórum vikum frá því sýni var sent til rannsóknar þar til svar berst. Kennslanefnd mun því bíða eftir niðurstöðu á rannsókn á öllum sýnunum. Sé litið til þess að síðustu sýni voru send til rannsóknar fyrir einni viku og að páskavika er nú fyrir höndum, má reikna með að allt að fjórar vikur geti liðið þar til niðurstaða liggur fyrir. Spurður hvort það liggi fyrir hvort líkamsleifarnar tilheyrðu karli eða konu svarar Gylfi að beðið sé eftir skýrslu réttarmeinafræðings til að fá úr því skorið. Þá segir hann ekki hægt að segja til að svo stöddu hvort líkamsleifarnar hafi legið lengi í sjó.Eitt af þremur meginatriðum þarf að liggja fyrir Gylfi segir kennslanefnd beita vísindalegum aðferðum við störf sín. Samkvæmt stöðlum alþjóðalögreglunnar Interpol þarf að styðja niðurstöðuna með einu af þremur meginatriðum við slíka rannsókn, en það er tannrannsókn, fingrafararannsókn eða rannsókn á DNA-lífsýnum. Þá niðurstöðu er síðan hægt að styðja með aukaatriðum á borð við húðflúr, gervilið, ör, klæðnað eða annað sem var einkennandi fyrir viðkomandi manneskju. „Í þessu tilviki höfum við sent út lífsýni,“ segir Gylfi. Aðspurður hvort kennslanefnd hafi sett sig í samband við aðstandendur einstaklinga sem er saknað segir Gylfi svo ekki vera, en fjölskyldur þeirra sem er saknað hafi sett sig í samband við kennslanefnd.Samkvæmt Landhelgisgæslunni fundust beinin yfir hundrað metra dýpi um fimmtán til tuttugu sjómílum suður af Malarrifi.Vísir/map.isFengu líkamsleifarnar í veiðarfærin Upphaf málsins er rakið til veiða fiskibáts á norðanverðum Faxaflóa í febrúar síðastliðnum. Báturinn lagði út veiðarfæri á töluverðu dýpi, en þegar dregið var inn reyndust líkamsleifar fylgja með í netinu. Skipstjórinn skráði niður staðsetninguna og hafði samband við Vaktstöð siglinga, sem upplýsti lögreglu um málið. Í framhaldinu var skipulagt leitarsvæði og síðan var haldið á vettvang nokkru síðar með búnað sem hæfði aðstæðum, en um flóknar aðgerðir var að ræða. Sérútbúinn kafbátur var sendur niður til að taka ljósmyndir og sónarmyndir, en á sjávarbotninum reyndust vera líkamsleifar. Ekki reyndist unnt að ná þeim upp að svo stöddu enda aðstæður á vettvangi erfiðar, m.a. vegna sjólags og dýpis. Menn urðu því frá að hverfa og sæta færis, en nokkrum dögum síðar var aftur haldið á vettvang og þá tókst að ná upp líkamsleifunum. Við það var notaður annar kafbátur, sem var sömuleiðis sérútbúinn fyrir verkefni af þessu tagi. Samkvæmt Ásgrími L. Ásgrímssyni hjá Landhelgisgæslunni fundust líkamsleifarnar á yfir hundrað metra dýpi um fimmtán til tuttugu sjómílum suður af Malarrifi.
Lögreglumál Tengdar fréttir Náðu líkamsleifum upp í annarri tilraun Notast var við sérútbúinn kafbát við að ná upp líkamsleifum á Faxaflóa. 20. mars 2018 13:34 Kveðst geta greint legginn sem fannst á Faxaflóa betur en nokkur annar í heiminum Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að fyrirtækið gæti greint legg sem áhöfnin á Fjölni GK fékk í veiðarfæri sín í febrúar betur en nokkur önnur stofnun í heiminum. 21. mars 2018 21:45 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Náðu líkamsleifum upp í annarri tilraun Notast var við sérútbúinn kafbát við að ná upp líkamsleifum á Faxaflóa. 20. mars 2018 13:34
Kveðst geta greint legginn sem fannst á Faxaflóa betur en nokkur annar í heiminum Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að fyrirtækið gæti greint legg sem áhöfnin á Fjölni GK fékk í veiðarfæri sín í febrúar betur en nokkur önnur stofnun í heiminum. 21. mars 2018 21:45