Launað vettvangsnám er leið til að fá kennara fyrr til starfa Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. mars 2018 06:00 Útskrifaðir kennarar hafa rætt um það að eftir fimm ára nám hafi þeir ekki fengið mikla þjálfun eða kennslu í því hvernig á að kenna. Launað vettvangsnám væri hugsanlega leið til að bregðast við því. Vísir/vilhelm „Við erum búin að vera að endurskipuleggja námið. Þetta er ein af þeim hugmyndum sem við höfum rætt,“ segir Jóhanna Einarsdóttir, forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands, um hugmyndir þess efnis að gera fimmta árið í kennaranáminu að vettvangsnámi. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, boðaði slíkar breytingar á Rás 1 í gærmorgun. Jóhanna segir að hugsunin sé sú að á fimmta ári verði vettvangsnám og skólinn veiti handleiðslu á meðan. Að auki vinni nemendur að lokaritgerð á þeim tíma. Hugsunin er að vettvangsnámið á lokaári verði þá launað.Sjá einnig: Skoða að gera fimmta árið í náminu að launuðu starfsnámi Jóhanna segir að málið velti á samstarfi margra aðila. „Þetta veltur á okkur, hvernig við skipuleggjum námið. Þetta veltur líka á sveitarfélögunum, hvernig ætla þeir að taka á móti þessu fólki. Hverjir ætla að borga fyrir þetta. Þetta veltur á Kennarasambandinu sem þarf að semja um laun og annað. Svo veltur þetta líka á menntamálaráðuneytinu,“ segir Jóhanna.Halldór Halldórsson Sjálfstæðisflokkur formaður Sambands SveitarfélagaHalldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að hugmyndir um að taka upp launað starfsnám á fimmta ári byggist á vinnu samstarfshóps ríkis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri sem hafi verið að störfum í þrjú ár. Hann fagnar því hversu ákveðið Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur tekið þessar hugmyndir upp og segir málið vera framfaraskref. „Við sjáum þetta sem leið til þess að fólk komi fyrr til starfa og það er líka mjög mikilvægt að útskrifaðir kennarar hafa verið að tala um það að eftir fimm ára nám hafa þeir ekkert fengið mikla þjálfun eða kennslu í því hvernig á að kenna. Það hafa verið vonbrigði út af því,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Halldór segist ekki vita hver kostnaðurinn við þessar breytingar yrði, en þetta myndi þýða reglugerðarbreytingu og jafnvel lagabreytingu og þá yrði gert kostnaðarmat samhliða því. „En ég hef persónulega ekki áhyggjur af kostnaðinum við þetta vegna þess að ég held að það sparist eitthvað annað á móti.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Skoða að gera fimmta árið í náminu að launuðu starfsnámi Mikill kennaraskortur í grunnskólum er yfirvofandi á næstum árum sökum þess að dregið hefur úr nýliðun. 26. mars 2018 20:17 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
„Við erum búin að vera að endurskipuleggja námið. Þetta er ein af þeim hugmyndum sem við höfum rætt,“ segir Jóhanna Einarsdóttir, forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands, um hugmyndir þess efnis að gera fimmta árið í kennaranáminu að vettvangsnámi. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, boðaði slíkar breytingar á Rás 1 í gærmorgun. Jóhanna segir að hugsunin sé sú að á fimmta ári verði vettvangsnám og skólinn veiti handleiðslu á meðan. Að auki vinni nemendur að lokaritgerð á þeim tíma. Hugsunin er að vettvangsnámið á lokaári verði þá launað.Sjá einnig: Skoða að gera fimmta árið í náminu að launuðu starfsnámi Jóhanna segir að málið velti á samstarfi margra aðila. „Þetta veltur á okkur, hvernig við skipuleggjum námið. Þetta veltur líka á sveitarfélögunum, hvernig ætla þeir að taka á móti þessu fólki. Hverjir ætla að borga fyrir þetta. Þetta veltur á Kennarasambandinu sem þarf að semja um laun og annað. Svo veltur þetta líka á menntamálaráðuneytinu,“ segir Jóhanna.Halldór Halldórsson Sjálfstæðisflokkur formaður Sambands SveitarfélagaHalldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að hugmyndir um að taka upp launað starfsnám á fimmta ári byggist á vinnu samstarfshóps ríkis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri sem hafi verið að störfum í þrjú ár. Hann fagnar því hversu ákveðið Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur tekið þessar hugmyndir upp og segir málið vera framfaraskref. „Við sjáum þetta sem leið til þess að fólk komi fyrr til starfa og það er líka mjög mikilvægt að útskrifaðir kennarar hafa verið að tala um það að eftir fimm ára nám hafa þeir ekkert fengið mikla þjálfun eða kennslu í því hvernig á að kenna. Það hafa verið vonbrigði út af því,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Halldór segist ekki vita hver kostnaðurinn við þessar breytingar yrði, en þetta myndi þýða reglugerðarbreytingu og jafnvel lagabreytingu og þá yrði gert kostnaðarmat samhliða því. „En ég hef persónulega ekki áhyggjur af kostnaðinum við þetta vegna þess að ég held að það sparist eitthvað annað á móti.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Skoða að gera fimmta árið í náminu að launuðu starfsnámi Mikill kennaraskortur í grunnskólum er yfirvofandi á næstum árum sökum þess að dregið hefur úr nýliðun. 26. mars 2018 20:17 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Skoða að gera fimmta árið í náminu að launuðu starfsnámi Mikill kennaraskortur í grunnskólum er yfirvofandi á næstum árum sökum þess að dregið hefur úr nýliðun. 26. mars 2018 20:17