Sjá einnig: Sakaður um blekkingar eftir að hafa lifað af skotárás
González hefur orðið eitt aðalandlit baráttunnar fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum eftir að 17 manns voru skotnir til bana í Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Flórída-ríki í febrúar. Hún, ásamt fleiri nemendum við skólann, stóð að March For Our Lives-fjöldagöngum sem haldnar voru víðsvegar um Bandaríkin í fyrradag. Hundruð þúsunda söfnuðust saman í göngunum og þótti tilfinningaþrungin ræða González einn af hápunktum dagsins.
Málstaður ungmennanna á ekki upp á pallborðið hjá stórum hluta Bandaríkjamanna. Einhverjir hafa fullyrt að hert byssulöggjöf muni takmarka stjórnarskrárbundin réttindi Bandaríkjamanna um byssueign. Myndir og myndbönd, sem átt hefur verið við í myndvinnsluforriti, fóru í dreifingu meðal téðs hóps á samfélagsmiðlum um helgina.
Í flestum tilvikum virðast samfélagsmiðlanotendur meðvitaðir um uppruna myndanna og dreifa þeim í ádeiluskyni en þó er ljóst að margir telja þær ófalsaðar. Á myndunum sést González rífa í sundur stórt blað sem virðist vera bandaríska stjórnarskráin.
Justy a sample of what NRA supporters are doing to teenagers who survived a massacre (real picture on the right). pic.twitter.com/czX7IHD8ur
— Don Moynihan (@donmoyn) March 25, 2018
#Vorwärts! pic.twitter.com/ffbcm6xjX3
— Adam Baldwin (@AdamBaldwin) March 24, 2018
I'm interested to hear what US citizens think of this photo where Emma Gonzalez is ripping up The Constitution? pic.twitter.com/B5HTNKuRqV
— LΞIGH (@LeighStewy) March 24, 2018
"We, the youth of the United States, have built a new movement to denounce gun violence and call for safety in all of our communities. This is only the beginning." @Emma4Change pens a searing op-ed on this generation's plans to make change: https://t.co/MV34GJgrdI #NeverAgain pic.twitter.com/FWTpOD1WKL
— Teen Vogue (@TeenVogue) March 23, 2018