Dreifa fölsuðum myndum af ungri baráttukonu Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. mars 2018 13:40 Emma González í March For Our Lives-fjöldagöngunni á laugardag. Vísir/getty Fölsuðum myndum og myndböndum af Emmu González, einni af nemendum Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem komst lífs af úr skotárás í febrúar síðastliðnum, hefur verið dreift um netið síðustu daga. Myndirnar sýna González rífa í sundur stórt blað sem hefur verið breytt í bandarísku stjórnarskrána með myndvinnsluforriti.Sjá einnig: Sakaður um blekkingar eftir að hafa lifað af skotárás González hefur orðið eitt aðalandlit baráttunnar fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum eftir að 17 manns voru skotnir til bana í Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Flórída-ríki í febrúar. Hún, ásamt fleiri nemendum við skólann, stóð að March For Our Lives-fjöldagöngum sem haldnar voru víðsvegar um Bandaríkin í fyrradag. Hundruð þúsunda söfnuðust saman í göngunum og þótti tilfinningaþrungin ræða González einn af hápunktum dagsins. Málstaður ungmennanna á ekki upp á pallborðið hjá stórum hluta Bandaríkjamanna. Einhverjir hafa fullyrt að hert byssulöggjöf muni takmarka stjórnarskrárbundin réttindi Bandaríkjamanna um byssueign. Myndir og myndbönd, sem átt hefur verið við í myndvinnsluforriti, fóru í dreifingu meðal téðs hóps á samfélagsmiðlum um helgina. Í flestum tilvikum virðast samfélagsmiðlanotendur meðvitaðir um uppruna myndanna og dreifa þeim í ádeiluskyni en þó er ljóst að margir telja þær ófalsaðar. Á myndunum sést González rífa í sundur stórt blað sem virðist vera bandaríska stjórnarskráin.Justy a sample of what NRA supporters are doing to teenagers who survived a massacre (real picture on the right). pic.twitter.com/czX7IHD8ur— Don Moynihan (@donmoyn) March 25, 2018 #Vorwärts! pic.twitter.com/ffbcm6xjX3— Adam Baldwin (@AdamBaldwin) March 24, 2018 I'm interested to hear what US citizens think of this photo where Emma Gonzalez is ripping up The Constitution? pic.twitter.com/B5HTNKuRqV— LΞIGH (@LeighStewy) March 24, 2018 Upprunalegu myndirnar eru hins vegar úr myndatöku fyrir tímaritið Teen Vogue en González, auk fleiri nemenda úr Marjory Stoneman Douglas-skólanum, voru fengnar til að sitja fyrir á forsíðunni í tengslum við March For Our Lives-herferðina. Á þeim myndum sést að González rífur stjórnarskrána ekki í sundur heldur veggspjald með mynd af skotmarki."We, the youth of the United States, have built a new movement to denounce gun violence and call for safety in all of our communities. This is only the beginning." @Emma4Change pens a searing op-ed on this generation's plans to make change: https://t.co/MV34GJgrdI #NeverAgain pic.twitter.com/FWTpOD1WKL— Teen Vogue (@TeenVogue) March 23, 2018 Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Obama og Paul McCartney sýndu ungmennunum samstöðu Hundruð þúsunda manna gengu í Washingon-borg í gær til að mótmæla byssuofbeldi og krefjast aðgerða. Ungmenni sem lifðu af skotárás skipulögðu gönguna. 25. mars 2018 11:00 „Skammist ykkar“ Emma Gonzalez, einn nemandanna sem lifði af skotárás í Marjorie Stoneman Douglas High School á miðvikudag, kallaði eftir strangari skotvopnalöggjöf og gagnrýndi forsetan harðlega í gær. 18. febrúar 2018 07:55 Las upp nöfn fallinna skólafélaga og þagði Emma González var ein þeirra sem steig á svið í Washington D.C. í dag eftir kröfugönguna March for Our Lives. 24. mars 2018 22:51 Ældi á sviði og hélt ræðu sinni áfram Sam Fuentes hélt ræðu fyrir framan um hálfa milljón manna og fjölda myndavéla sem sendu ræðuna út víða um heim. 25. mars 2018 20:45 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Fölsuðum myndum og myndböndum af Emmu González, einni af nemendum Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem komst lífs af úr skotárás í febrúar síðastliðnum, hefur verið dreift um netið síðustu daga. Myndirnar sýna González rífa í sundur stórt blað sem hefur verið breytt í bandarísku stjórnarskrána með myndvinnsluforriti.Sjá einnig: Sakaður um blekkingar eftir að hafa lifað af skotárás González hefur orðið eitt aðalandlit baráttunnar fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum eftir að 17 manns voru skotnir til bana í Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Flórída-ríki í febrúar. Hún, ásamt fleiri nemendum við skólann, stóð að March For Our Lives-fjöldagöngum sem haldnar voru víðsvegar um Bandaríkin í fyrradag. Hundruð þúsunda söfnuðust saman í göngunum og þótti tilfinningaþrungin ræða González einn af hápunktum dagsins. Málstaður ungmennanna á ekki upp á pallborðið hjá stórum hluta Bandaríkjamanna. Einhverjir hafa fullyrt að hert byssulöggjöf muni takmarka stjórnarskrárbundin réttindi Bandaríkjamanna um byssueign. Myndir og myndbönd, sem átt hefur verið við í myndvinnsluforriti, fóru í dreifingu meðal téðs hóps á samfélagsmiðlum um helgina. Í flestum tilvikum virðast samfélagsmiðlanotendur meðvitaðir um uppruna myndanna og dreifa þeim í ádeiluskyni en þó er ljóst að margir telja þær ófalsaðar. Á myndunum sést González rífa í sundur stórt blað sem virðist vera bandaríska stjórnarskráin.Justy a sample of what NRA supporters are doing to teenagers who survived a massacre (real picture on the right). pic.twitter.com/czX7IHD8ur— Don Moynihan (@donmoyn) March 25, 2018 #Vorwärts! pic.twitter.com/ffbcm6xjX3— Adam Baldwin (@AdamBaldwin) March 24, 2018 I'm interested to hear what US citizens think of this photo where Emma Gonzalez is ripping up The Constitution? pic.twitter.com/B5HTNKuRqV— LΞIGH (@LeighStewy) March 24, 2018 Upprunalegu myndirnar eru hins vegar úr myndatöku fyrir tímaritið Teen Vogue en González, auk fleiri nemenda úr Marjory Stoneman Douglas-skólanum, voru fengnar til að sitja fyrir á forsíðunni í tengslum við March For Our Lives-herferðina. Á þeim myndum sést að González rífur stjórnarskrána ekki í sundur heldur veggspjald með mynd af skotmarki."We, the youth of the United States, have built a new movement to denounce gun violence and call for safety in all of our communities. This is only the beginning." @Emma4Change pens a searing op-ed on this generation's plans to make change: https://t.co/MV34GJgrdI #NeverAgain pic.twitter.com/FWTpOD1WKL— Teen Vogue (@TeenVogue) March 23, 2018
Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Obama og Paul McCartney sýndu ungmennunum samstöðu Hundruð þúsunda manna gengu í Washingon-borg í gær til að mótmæla byssuofbeldi og krefjast aðgerða. Ungmenni sem lifðu af skotárás skipulögðu gönguna. 25. mars 2018 11:00 „Skammist ykkar“ Emma Gonzalez, einn nemandanna sem lifði af skotárás í Marjorie Stoneman Douglas High School á miðvikudag, kallaði eftir strangari skotvopnalöggjöf og gagnrýndi forsetan harðlega í gær. 18. febrúar 2018 07:55 Las upp nöfn fallinna skólafélaga og þagði Emma González var ein þeirra sem steig á svið í Washington D.C. í dag eftir kröfugönguna March for Our Lives. 24. mars 2018 22:51 Ældi á sviði og hélt ræðu sinni áfram Sam Fuentes hélt ræðu fyrir framan um hálfa milljón manna og fjölda myndavéla sem sendu ræðuna út víða um heim. 25. mars 2018 20:45 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Obama og Paul McCartney sýndu ungmennunum samstöðu Hundruð þúsunda manna gengu í Washingon-borg í gær til að mótmæla byssuofbeldi og krefjast aðgerða. Ungmenni sem lifðu af skotárás skipulögðu gönguna. 25. mars 2018 11:00
„Skammist ykkar“ Emma Gonzalez, einn nemandanna sem lifði af skotárás í Marjorie Stoneman Douglas High School á miðvikudag, kallaði eftir strangari skotvopnalöggjöf og gagnrýndi forsetan harðlega í gær. 18. febrúar 2018 07:55
Las upp nöfn fallinna skólafélaga og þagði Emma González var ein þeirra sem steig á svið í Washington D.C. í dag eftir kröfugönguna March for Our Lives. 24. mars 2018 22:51
Ældi á sviði og hélt ræðu sinni áfram Sam Fuentes hélt ræðu fyrir framan um hálfa milljón manna og fjölda myndavéla sem sendu ræðuna út víða um heim. 25. mars 2018 20:45