Körfubolti

Harden með þrennu í 60. sigri Houston | Myndbönd

Tómas Þór Þórðarson skrifar
James Harden.
James Harden. vísir/getty
Houston Rockets vann sinn níunda leik í röð og 60. sigurinn á tímabilinu í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar að liðið lagði Atlanta Hawks á heimavelli sínum, 118-99.

Houston er nú með sex sigra forskot á meiðslum hrjáð lið Golden State sem tapaði fyrir Portland í nótt. Houston á sigurinn vísan í vestrinu og efsta sætið út úrslitakeppnina.

James Harden heldur áfram að spila eins og kóngur í liði Rockets en hann hlóð í þrennu í nótt með 18 stigum, tíu fráköstum og 15 stoðsendingum. Stigahæstur var þó Eric Gordon með 22 stig.

LeBron James var svo nálægt þrennu í 121-114 sigri Cleveland Cavaliers gegn Brooklyn Nets en hann skoraði 37 stig, tók tíu fráköst og gaf átta stoðsendingar.

Þetta var fimmti sigur Cleveland í röð og er liðið áfram í þriðja sæti austurdeildarinnar, sex sigrum á eftir Boston og tíu sigrum á eftir toppliði Toronto Raptors sem vermir efsta sætið í vestrinu.

Úrslit næturinnar:

Brooklyn Nets - Cleveland Cavaliers 114-121

Milwaukee Bucks - San Antonio Spurs 106-103

Indiana Pacers - Miami Heat 113-107

Toronto Raptors - LA Clippers 106-117

Washington Wizards - NY Knicks 97-101

Sacramento Kings - Boston Celtics 93-104

OKC Thunder 105-108

Houston Rockets 118-99

Golden State Warriors - Utah Jazz 91-110

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×