Las upp nöfn fallinna skólafélaga og þagði Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. mars 2018 22:51 Emma González stóð á sviðinu og þagði þangað til sex mínútur og tuttugu sekúndur voru liðnar af ræðu hennar. Vísir/Getty Emma González var ein þeirra sem steig á svið í Washington D.C. í dag eftir kröfugönguna March for Our Lives. Gonzalez lifði af skotárás í Marjory Stoneman Douglas framhaldsskólanum í Parkland í Flórída þann 14. febrúar síðastliðinn. Margir höfðu beðið eftir ræðu González sem hefur verið áberandi í hópi þeirra nemenda sem skipulögðu gönguna og hafa kallað eftir hertri byssulöggjöf í kjölfar árásarinnar. Ræða hennar á fjöldafundi í Flórída stuttu eftir árásina vakti til að mynda athygli um heim allan þegar hún sagði öllum stjórnmálamönnum sem þiggja fé frá Samtökum skotvopnaeigenda, NRA, að skammast sín. Ræða González í dag mun eflaust einnig vera mörgum minnisstæð. „Sex mínútur og tuttugu sekúndur,“ sagði hún í upphafi. „Á rétt rúmum sex mínútum voru 17 vinir okkar teknir frá okkur, fimmtán voru særðir og enginn í Douglas samfélaginu yrði samur á ný.“ Hún hélt áfram og sagði að klukkutímarnir sem hafi fylgt á eftir hafi verið langir, kaótískir og erfiðir þegar enginn vissi nákvæmlega hvað hefði gerst. „Enginn gat trúað að það voru lík í byggingunni sem átti eftir að bera kennsl á í meira en einn dag. Enginn vissi að þeir sem væri saknað höfðu hætt að anda löngu áður en nokkurt okkar vissi að rauð viðvörun hefði verið gefin út.“Myndi aldrei aftur heilsa á göngunum Hún sagði að enginn hefði skilið hversu miklar og alvarlegar afleiðingar árásin myndi hafa. „Sex mínútur og tuttugu sekúndur með AR-15 riffil og Carmen vinkona mín myndi aldrei kvarta aftur undan píanóæfingu.“ González hélt áfram og nefndi alla skólafélaga sína á nafn sem fórust í árásinni og að þeir myndu aldrei aftur heilsa aftur á göngunum eða mæta á hafnaboltaleiki. Þegar því var lokið starði hún út í mannmergðina og þagði í um það bil fjórar mínútur. Hundruð þúsunda voru samankomin í borginni og mannfjöldinn virtist ekki viss hvernig bregðast ætti við þögninni. Einhverjir hrópuðu og klöppuðu. Eftir smá stund byrjaði fjöldinn að kalla „Aldrei aftur! Aldrei aftur!“ Emma stóð og starði, lokaði augunum um stund og grét þar til að píp heyrðist úr pontunni. „Síðan ég kom hingað eru liðnar sex mínútur og tuttugu sekúndur,“ sagði González. „Byssumaðurinn er hættur að skjóta og mun bráðum yfirgefa riffilinn sinn og blandast inn í nemendahópinn þegar þeir komast burt og hann mun ganga frjáls í klukkutíma þangað til hann er handtekinn.“ Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Hundruð þúsunda krefjast úrbóta á byssulöggjöf Fjölmargir eru samankomnir í Washington D.C. vegna kröfugöngunnar March for Our Lives. Samskonar göngur eru víðsvegar um heiminn í dag. 24. mars 2018 16:45 Sýna kröfu bandarískra ungmenna um herta byssulöggjöf samstöðu í Reykjavík Gengið verður frá Arnarhóli að Austurvelli. Bandarísk kona búsett á Íslandi segist hafa ákveðið að efna til samstöðugöngu þegar hún heyrði af mótmælunum vestanhafs. 24. mars 2018 12:15 „Skammist ykkar“ Emma Gonzalez, einn nemandanna sem lifði af skotárás í Marjorie Stoneman Douglas High School á miðvikudag, kallaði eftir strangari skotvopnalöggjöf og gagnrýndi forsetan harðlega í gær. 18. febrúar 2018 07:55 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Sjá meira
Emma González var ein þeirra sem steig á svið í Washington D.C. í dag eftir kröfugönguna March for Our Lives. Gonzalez lifði af skotárás í Marjory Stoneman Douglas framhaldsskólanum í Parkland í Flórída þann 14. febrúar síðastliðinn. Margir höfðu beðið eftir ræðu González sem hefur verið áberandi í hópi þeirra nemenda sem skipulögðu gönguna og hafa kallað eftir hertri byssulöggjöf í kjölfar árásarinnar. Ræða hennar á fjöldafundi í Flórída stuttu eftir árásina vakti til að mynda athygli um heim allan þegar hún sagði öllum stjórnmálamönnum sem þiggja fé frá Samtökum skotvopnaeigenda, NRA, að skammast sín. Ræða González í dag mun eflaust einnig vera mörgum minnisstæð. „Sex mínútur og tuttugu sekúndur,“ sagði hún í upphafi. „Á rétt rúmum sex mínútum voru 17 vinir okkar teknir frá okkur, fimmtán voru særðir og enginn í Douglas samfélaginu yrði samur á ný.“ Hún hélt áfram og sagði að klukkutímarnir sem hafi fylgt á eftir hafi verið langir, kaótískir og erfiðir þegar enginn vissi nákvæmlega hvað hefði gerst. „Enginn gat trúað að það voru lík í byggingunni sem átti eftir að bera kennsl á í meira en einn dag. Enginn vissi að þeir sem væri saknað höfðu hætt að anda löngu áður en nokkurt okkar vissi að rauð viðvörun hefði verið gefin út.“Myndi aldrei aftur heilsa á göngunum Hún sagði að enginn hefði skilið hversu miklar og alvarlegar afleiðingar árásin myndi hafa. „Sex mínútur og tuttugu sekúndur með AR-15 riffil og Carmen vinkona mín myndi aldrei kvarta aftur undan píanóæfingu.“ González hélt áfram og nefndi alla skólafélaga sína á nafn sem fórust í árásinni og að þeir myndu aldrei aftur heilsa aftur á göngunum eða mæta á hafnaboltaleiki. Þegar því var lokið starði hún út í mannmergðina og þagði í um það bil fjórar mínútur. Hundruð þúsunda voru samankomin í borginni og mannfjöldinn virtist ekki viss hvernig bregðast ætti við þögninni. Einhverjir hrópuðu og klöppuðu. Eftir smá stund byrjaði fjöldinn að kalla „Aldrei aftur! Aldrei aftur!“ Emma stóð og starði, lokaði augunum um stund og grét þar til að píp heyrðist úr pontunni. „Síðan ég kom hingað eru liðnar sex mínútur og tuttugu sekúndur,“ sagði González. „Byssumaðurinn er hættur að skjóta og mun bráðum yfirgefa riffilinn sinn og blandast inn í nemendahópinn þegar þeir komast burt og hann mun ganga frjáls í klukkutíma þangað til hann er handtekinn.“
Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Hundruð þúsunda krefjast úrbóta á byssulöggjöf Fjölmargir eru samankomnir í Washington D.C. vegna kröfugöngunnar March for Our Lives. Samskonar göngur eru víðsvegar um heiminn í dag. 24. mars 2018 16:45 Sýna kröfu bandarískra ungmenna um herta byssulöggjöf samstöðu í Reykjavík Gengið verður frá Arnarhóli að Austurvelli. Bandarísk kona búsett á Íslandi segist hafa ákveðið að efna til samstöðugöngu þegar hún heyrði af mótmælunum vestanhafs. 24. mars 2018 12:15 „Skammist ykkar“ Emma Gonzalez, einn nemandanna sem lifði af skotárás í Marjorie Stoneman Douglas High School á miðvikudag, kallaði eftir strangari skotvopnalöggjöf og gagnrýndi forsetan harðlega í gær. 18. febrúar 2018 07:55 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Sjá meira
Hundruð þúsunda krefjast úrbóta á byssulöggjöf Fjölmargir eru samankomnir í Washington D.C. vegna kröfugöngunnar March for Our Lives. Samskonar göngur eru víðsvegar um heiminn í dag. 24. mars 2018 16:45
Sýna kröfu bandarískra ungmenna um herta byssulöggjöf samstöðu í Reykjavík Gengið verður frá Arnarhóli að Austurvelli. Bandarísk kona búsett á Íslandi segist hafa ákveðið að efna til samstöðugöngu þegar hún heyrði af mótmælunum vestanhafs. 24. mars 2018 12:15
„Skammist ykkar“ Emma Gonzalez, einn nemandanna sem lifði af skotárás í Marjorie Stoneman Douglas High School á miðvikudag, kallaði eftir strangari skotvopnalöggjöf og gagnrýndi forsetan harðlega í gær. 18. febrúar 2018 07:55