Enn leggur Trump til takmarkanir á herþjónustu transfólks Kjartan Kjartansson skrifar 24. mars 2018 08:23 Trump kærir sig ekki um að transfólk gegni herþjónustu í Bandaríkjunum. Vísir/AFP Transfólk í Bandaríkjaher gætu fengið að vera þar áfram en varnarmálaráðuneytið fær heimild til að láta þá gegna störfum í samræmi við fæðingakyn þeirra samkvæmt nýrri stefnu sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur samþykkt. Dómstólar höfðu fryst fyrirhugað bann forsetans við herþjónustu transfólks. Þrátt fyrir að í stefnu forsetans sé kveðið á um blátt bann við því að „transfólk sem þurfa eða hafa farið í kynleiðréttingu eru gerðir vanhæfir til að gegna herþjónustu“ fær varnarmálaráðuneytið jafnframt heimild til þess að gera undantekningar að eigin geðþótta. Engu að síður hefur tilkynningin vakið mikla reiði réttindasamtaka transhermanna sem hafa heitið því að fara með málið fyrir dómstóla, að því er segir í frétt New York Times. Trump tilkynnti upphaflega um bann við transfólki í hernum í röð tísta í júlí. Varnarmálaráðuneytið fékk aðeins eins dags fyrirvara um að Trump ætlaði sér að tilkynna um bannið. Engu að síður fullyrti forsetinn að ákvörðunin hefði verið tekin í samráði við herforingja og hernaðasérfræðinga. Tilkynningin olli töluverðu uppnámi og óvissu þar sem henni fylgdu engar leiðbeiningar eða útfærsla á hvernig bannið kæmi til með að virka. Dómari í Washington-borg gerði ríkisstjórn hans hins vegar afturreka með bannið í október og taldi það ekki standast stjórnarskrá. Tillagan nú er sett fram eftir að Jim Mattis, varnarmálaráðherra Trump, lagði fram tillögur að beytingum í síðasta mánuði. Í þeim vísaði hann til „verulegrar hættu“ sem fylgdi hermönnum sem vilja leiðrétta kyn sitt eða efast um kyngervi sitt. Áætlað hefur verið að á bilinu tvö til ellefu þúsund transmanneskjur gegni herþjónustu í Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump: Transfólk má ekki gegna herþjónustu Transfólki verður bannað að gegna allri herþjónustu samkvæmt ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann telur transfólk truflun og byrði á Bandaríkjaher. 26. júlí 2017 13:37 Engar tafarlausar breytingar á högum transfólks innan hersins Yfirmaður herforingjaráðs Bandaríkjahers segir að engar breytingar verði gerðar fyrr en dómsmálaráðherra hafi lagt fram áætlun um stöðu transfólks í hernum. 27. júlí 2017 19:10 Leiðbeiningar gefnar út um bann við transfólki í Bandaríkjaher Bandaríska varnarmálaráðuneytið á að líta til hæfni transfólks til að gegna herþjónustu þegar það ákveður að leysa það frá störfum samkvæmt leiðbeiningum Hvíta hússins. 24. ágúst 2017 10:14 Óvissa vegna banns Trump við transfólki í hernum Ákvörðun Donalds Trump um að banna transfólki að gegna herþjónustu kom hermálayfirvöldum í opna skjöldu. Blaðafulltrúi Hvíta hússins getur ekki svarað hvort hermenn sem eru þegar á vígvellinum verði sendir heim vegna bannsins. 27. júlí 2017 10:41 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Transfólk í Bandaríkjaher gætu fengið að vera þar áfram en varnarmálaráðuneytið fær heimild til að láta þá gegna störfum í samræmi við fæðingakyn þeirra samkvæmt nýrri stefnu sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur samþykkt. Dómstólar höfðu fryst fyrirhugað bann forsetans við herþjónustu transfólks. Þrátt fyrir að í stefnu forsetans sé kveðið á um blátt bann við því að „transfólk sem þurfa eða hafa farið í kynleiðréttingu eru gerðir vanhæfir til að gegna herþjónustu“ fær varnarmálaráðuneytið jafnframt heimild til þess að gera undantekningar að eigin geðþótta. Engu að síður hefur tilkynningin vakið mikla reiði réttindasamtaka transhermanna sem hafa heitið því að fara með málið fyrir dómstóla, að því er segir í frétt New York Times. Trump tilkynnti upphaflega um bann við transfólki í hernum í röð tísta í júlí. Varnarmálaráðuneytið fékk aðeins eins dags fyrirvara um að Trump ætlaði sér að tilkynna um bannið. Engu að síður fullyrti forsetinn að ákvörðunin hefði verið tekin í samráði við herforingja og hernaðasérfræðinga. Tilkynningin olli töluverðu uppnámi og óvissu þar sem henni fylgdu engar leiðbeiningar eða útfærsla á hvernig bannið kæmi til með að virka. Dómari í Washington-borg gerði ríkisstjórn hans hins vegar afturreka með bannið í október og taldi það ekki standast stjórnarskrá. Tillagan nú er sett fram eftir að Jim Mattis, varnarmálaráðherra Trump, lagði fram tillögur að beytingum í síðasta mánuði. Í þeim vísaði hann til „verulegrar hættu“ sem fylgdi hermönnum sem vilja leiðrétta kyn sitt eða efast um kyngervi sitt. Áætlað hefur verið að á bilinu tvö til ellefu þúsund transmanneskjur gegni herþjónustu í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump: Transfólk má ekki gegna herþjónustu Transfólki verður bannað að gegna allri herþjónustu samkvæmt ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann telur transfólk truflun og byrði á Bandaríkjaher. 26. júlí 2017 13:37 Engar tafarlausar breytingar á högum transfólks innan hersins Yfirmaður herforingjaráðs Bandaríkjahers segir að engar breytingar verði gerðar fyrr en dómsmálaráðherra hafi lagt fram áætlun um stöðu transfólks í hernum. 27. júlí 2017 19:10 Leiðbeiningar gefnar út um bann við transfólki í Bandaríkjaher Bandaríska varnarmálaráðuneytið á að líta til hæfni transfólks til að gegna herþjónustu þegar það ákveður að leysa það frá störfum samkvæmt leiðbeiningum Hvíta hússins. 24. ágúst 2017 10:14 Óvissa vegna banns Trump við transfólki í hernum Ákvörðun Donalds Trump um að banna transfólki að gegna herþjónustu kom hermálayfirvöldum í opna skjöldu. Blaðafulltrúi Hvíta hússins getur ekki svarað hvort hermenn sem eru þegar á vígvellinum verði sendir heim vegna bannsins. 27. júlí 2017 10:41 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Trump: Transfólk má ekki gegna herþjónustu Transfólki verður bannað að gegna allri herþjónustu samkvæmt ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann telur transfólk truflun og byrði á Bandaríkjaher. 26. júlí 2017 13:37
Engar tafarlausar breytingar á högum transfólks innan hersins Yfirmaður herforingjaráðs Bandaríkjahers segir að engar breytingar verði gerðar fyrr en dómsmálaráðherra hafi lagt fram áætlun um stöðu transfólks í hernum. 27. júlí 2017 19:10
Leiðbeiningar gefnar út um bann við transfólki í Bandaríkjaher Bandaríska varnarmálaráðuneytið á að líta til hæfni transfólks til að gegna herþjónustu þegar það ákveður að leysa það frá störfum samkvæmt leiðbeiningum Hvíta hússins. 24. ágúst 2017 10:14
Óvissa vegna banns Trump við transfólki í hernum Ákvörðun Donalds Trump um að banna transfólki að gegna herþjónustu kom hermálayfirvöldum í opna skjöldu. Blaðafulltrúi Hvíta hússins getur ekki svarað hvort hermenn sem eru þegar á vígvellinum verði sendir heim vegna bannsins. 27. júlí 2017 10:41