Lengi lifir í gömlum glæðum karlrembunnar Sif Sigmarsdóttir skrifar 24. mars 2018 11:00 Í síðustu viku var greint frá því að Oxford-háskóli hygðist bjóða upp á nýjan kúrs í heimspeki. Ber hann yfirskriftina „femínísk heimspeki“. Oxford-háskóli hefur undanfarið sætt gagnrýni fyrir einsleita og karllæga námskrá og er námskeiðinu ætlað að bæta þar úr. „Taktlaus“ slagur Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fór fram um síðustu helgi. Konur innan flokksins virðast í nokkurri sókn. Hlutu konur yfirburðakosningu í málefnanefndir flokksins; 65% nefndarmanna eru nú konur, 35% karlar. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra iðnaðar- og nýsköpunarmála, var kjörin varaformaður og þingmaðurinn Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var endurkjörin ritari. En um leið og Sjálfstæðiskonur sölsa undir sig aukin völd virðast Sjálfstæðiskarlar ekki alveg vita í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. Í aðdraganda landsfundarins gaf Haraldur Benediktsson alþingismaður út yfirlýsingu þess efnis að hann hygðist ekki, þrátt fyrir áskoranir, gefa kost á sér til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Ástæðuna sagði hann vera þá að það væri „taktlaust að miðaldra karl færi að keppa um slíkt við konu“. Við fyrstu sýn virðist yfirlýsing Haraldar sakleysisleg. Jafnvel mætti túlka hana sem svo að hún beri vott um jafnréttishugsun. En þegar betur er að gáð kemur annað í ljós. Hvað er Haraldur að gefa í skyn? Er hann að segja að Þórdís geti ekki sigrað í kosningum öðruvísi en að miðaldra karlar haldi sig til hlés? Er hann að segja að pólitískur slagur milli karls og konu sé eitthvað ósmekklegri en pólitískur slagur milli tveggja karla? Og ef svo er, hvers vegna? Telur hann slaginn „taktlausan“ af því að hann sé ójafn; að þar kljáist sá stóri við minnimáttar? Vel má vera að Haraldi hafi gengið gott eitt til, að hann hafi einfaldlega viljað greiða götu kvenna innan flokksins. En það er konum ekki til framdráttar að karl smeygi á sig silkihönskum þegar kona stendur fullbúin inni í hringnum og segi: „Æ, dúllan mín, ég gef leikinn.“ Það hefði hins vegar verið konum lyftistöng – bæði innan Sjálfstæðisflokksins sem utan hans – að sjá Þórdísi taka miðaldra karlmann í nefið í varaformannsslagnum. Haraldur var ekki sá eini á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem átti erfitt með að fóta sig í hinum breytta heimi þar sem konur láta að sér kveða. Að koma konu til varnar Í setningarræðu sinni gerði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, vantrauststillögu á Sigríði Andersen dómsmálaráðherra að umtalsefni. Bjarna gramdist tillagan. Gagnrýndi hann sérstaklega Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, fyrir að styðja hana. Bjarni fullyrti að einhvern tímann hefði Þorgerður Katrín komið kvenkyns stjórnmálamanni til varnar. „Það virðist bara ekki eiga við um Sigríði Andersen,“ bætti hann við. Í fyrstu kann námskeið í femínískri heimspeki að virðast rökrænt skref í átt að auknum hlut kvenna innan heimspekinnar. En rétt eins og í tilfelli yfirlýsingar Haraldar Benediktssonar kemur annað í ljós þegar betur er að gáð. Við það að vöðla saman öllu sem við kemur konum í einn afmarkaðan kúrs telur Oxford-háskóli sig vera búinn að afgreiða kynjahallann í heimspekideildinni. Því fer þó fjarri. Með aðskilnaðarstefnu sinni sendir skólinn út þau skilaboð að sýn kvenna á heimspeki sé ekki hluti af „venjulegri“ heimspeki. Í stað þess að innleiða viðhorf og nálgun kvenna inn í námið allt eru konur meðhöndlaðar eins og stóuspeki, tilvistarstefna eða tómhyggja; þær eru stimplaðar jaðarkúltúr sérvitringa með skemmtilega skrýtnar skoðanir sem afgreiða má á einni önn. Konur eru ekki heimspekikerfi. Konur eru ekki lítilmagnar. Konur eru ekki sértrúarflokkur sem aðhyllist gagnrýnislausa dýrkun hver á annarri – gerir Bjarni Benediktsson þá kröfu til karls að hann líti fram hjá embættisbrotum sé sá sem þau fremur af sama kyni? Jafnréttisbaráttan snýst ekki aðeins um tölfræði, fjölda kvenna í tilteknum stöðum. Hún snýst líka um hugarfarsbreytingu. Ljóst er að lengi lifir í gömlum glæðum karlrembunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku var greint frá því að Oxford-háskóli hygðist bjóða upp á nýjan kúrs í heimspeki. Ber hann yfirskriftina „femínísk heimspeki“. Oxford-háskóli hefur undanfarið sætt gagnrýni fyrir einsleita og karllæga námskrá og er námskeiðinu ætlað að bæta þar úr. „Taktlaus“ slagur Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fór fram um síðustu helgi. Konur innan flokksins virðast í nokkurri sókn. Hlutu konur yfirburðakosningu í málefnanefndir flokksins; 65% nefndarmanna eru nú konur, 35% karlar. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra iðnaðar- og nýsköpunarmála, var kjörin varaformaður og þingmaðurinn Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var endurkjörin ritari. En um leið og Sjálfstæðiskonur sölsa undir sig aukin völd virðast Sjálfstæðiskarlar ekki alveg vita í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. Í aðdraganda landsfundarins gaf Haraldur Benediktsson alþingismaður út yfirlýsingu þess efnis að hann hygðist ekki, þrátt fyrir áskoranir, gefa kost á sér til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Ástæðuna sagði hann vera þá að það væri „taktlaust að miðaldra karl færi að keppa um slíkt við konu“. Við fyrstu sýn virðist yfirlýsing Haraldar sakleysisleg. Jafnvel mætti túlka hana sem svo að hún beri vott um jafnréttishugsun. En þegar betur er að gáð kemur annað í ljós. Hvað er Haraldur að gefa í skyn? Er hann að segja að Þórdís geti ekki sigrað í kosningum öðruvísi en að miðaldra karlar haldi sig til hlés? Er hann að segja að pólitískur slagur milli karls og konu sé eitthvað ósmekklegri en pólitískur slagur milli tveggja karla? Og ef svo er, hvers vegna? Telur hann slaginn „taktlausan“ af því að hann sé ójafn; að þar kljáist sá stóri við minnimáttar? Vel má vera að Haraldi hafi gengið gott eitt til, að hann hafi einfaldlega viljað greiða götu kvenna innan flokksins. En það er konum ekki til framdráttar að karl smeygi á sig silkihönskum þegar kona stendur fullbúin inni í hringnum og segi: „Æ, dúllan mín, ég gef leikinn.“ Það hefði hins vegar verið konum lyftistöng – bæði innan Sjálfstæðisflokksins sem utan hans – að sjá Þórdísi taka miðaldra karlmann í nefið í varaformannsslagnum. Haraldur var ekki sá eini á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem átti erfitt með að fóta sig í hinum breytta heimi þar sem konur láta að sér kveða. Að koma konu til varnar Í setningarræðu sinni gerði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, vantrauststillögu á Sigríði Andersen dómsmálaráðherra að umtalsefni. Bjarna gramdist tillagan. Gagnrýndi hann sérstaklega Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, fyrir að styðja hana. Bjarni fullyrti að einhvern tímann hefði Þorgerður Katrín komið kvenkyns stjórnmálamanni til varnar. „Það virðist bara ekki eiga við um Sigríði Andersen,“ bætti hann við. Í fyrstu kann námskeið í femínískri heimspeki að virðast rökrænt skref í átt að auknum hlut kvenna innan heimspekinnar. En rétt eins og í tilfelli yfirlýsingar Haraldar Benediktssonar kemur annað í ljós þegar betur er að gáð. Við það að vöðla saman öllu sem við kemur konum í einn afmarkaðan kúrs telur Oxford-háskóli sig vera búinn að afgreiða kynjahallann í heimspekideildinni. Því fer þó fjarri. Með aðskilnaðarstefnu sinni sendir skólinn út þau skilaboð að sýn kvenna á heimspeki sé ekki hluti af „venjulegri“ heimspeki. Í stað þess að innleiða viðhorf og nálgun kvenna inn í námið allt eru konur meðhöndlaðar eins og stóuspeki, tilvistarstefna eða tómhyggja; þær eru stimplaðar jaðarkúltúr sérvitringa með skemmtilega skrýtnar skoðanir sem afgreiða má á einni önn. Konur eru ekki heimspekikerfi. Konur eru ekki lítilmagnar. Konur eru ekki sértrúarflokkur sem aðhyllist gagnrýnislausa dýrkun hver á annarri – gerir Bjarni Benediktsson þá kröfu til karls að hann líti fram hjá embættisbrotum sé sá sem þau fremur af sama kyni? Jafnréttisbaráttan snýst ekki aðeins um tölfræði, fjölda kvenna í tilteknum stöðum. Hún snýst líka um hugarfarsbreytingu. Ljóst er að lengi lifir í gömlum glæðum karlrembunnar.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun