Lengi lifir í gömlum glæðum karlrembunnar Sif Sigmarsdóttir skrifar 24. mars 2018 11:00 Í síðustu viku var greint frá því að Oxford-háskóli hygðist bjóða upp á nýjan kúrs í heimspeki. Ber hann yfirskriftina „femínísk heimspeki“. Oxford-háskóli hefur undanfarið sætt gagnrýni fyrir einsleita og karllæga námskrá og er námskeiðinu ætlað að bæta þar úr. „Taktlaus“ slagur Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fór fram um síðustu helgi. Konur innan flokksins virðast í nokkurri sókn. Hlutu konur yfirburðakosningu í málefnanefndir flokksins; 65% nefndarmanna eru nú konur, 35% karlar. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra iðnaðar- og nýsköpunarmála, var kjörin varaformaður og þingmaðurinn Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var endurkjörin ritari. En um leið og Sjálfstæðiskonur sölsa undir sig aukin völd virðast Sjálfstæðiskarlar ekki alveg vita í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. Í aðdraganda landsfundarins gaf Haraldur Benediktsson alþingismaður út yfirlýsingu þess efnis að hann hygðist ekki, þrátt fyrir áskoranir, gefa kost á sér til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Ástæðuna sagði hann vera þá að það væri „taktlaust að miðaldra karl færi að keppa um slíkt við konu“. Við fyrstu sýn virðist yfirlýsing Haraldar sakleysisleg. Jafnvel mætti túlka hana sem svo að hún beri vott um jafnréttishugsun. En þegar betur er að gáð kemur annað í ljós. Hvað er Haraldur að gefa í skyn? Er hann að segja að Þórdís geti ekki sigrað í kosningum öðruvísi en að miðaldra karlar haldi sig til hlés? Er hann að segja að pólitískur slagur milli karls og konu sé eitthvað ósmekklegri en pólitískur slagur milli tveggja karla? Og ef svo er, hvers vegna? Telur hann slaginn „taktlausan“ af því að hann sé ójafn; að þar kljáist sá stóri við minnimáttar? Vel má vera að Haraldi hafi gengið gott eitt til, að hann hafi einfaldlega viljað greiða götu kvenna innan flokksins. En það er konum ekki til framdráttar að karl smeygi á sig silkihönskum þegar kona stendur fullbúin inni í hringnum og segi: „Æ, dúllan mín, ég gef leikinn.“ Það hefði hins vegar verið konum lyftistöng – bæði innan Sjálfstæðisflokksins sem utan hans – að sjá Þórdísi taka miðaldra karlmann í nefið í varaformannsslagnum. Haraldur var ekki sá eini á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem átti erfitt með að fóta sig í hinum breytta heimi þar sem konur láta að sér kveða. Að koma konu til varnar Í setningarræðu sinni gerði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, vantrauststillögu á Sigríði Andersen dómsmálaráðherra að umtalsefni. Bjarna gramdist tillagan. Gagnrýndi hann sérstaklega Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, fyrir að styðja hana. Bjarni fullyrti að einhvern tímann hefði Þorgerður Katrín komið kvenkyns stjórnmálamanni til varnar. „Það virðist bara ekki eiga við um Sigríði Andersen,“ bætti hann við. Í fyrstu kann námskeið í femínískri heimspeki að virðast rökrænt skref í átt að auknum hlut kvenna innan heimspekinnar. En rétt eins og í tilfelli yfirlýsingar Haraldar Benediktssonar kemur annað í ljós þegar betur er að gáð. Við það að vöðla saman öllu sem við kemur konum í einn afmarkaðan kúrs telur Oxford-háskóli sig vera búinn að afgreiða kynjahallann í heimspekideildinni. Því fer þó fjarri. Með aðskilnaðarstefnu sinni sendir skólinn út þau skilaboð að sýn kvenna á heimspeki sé ekki hluti af „venjulegri“ heimspeki. Í stað þess að innleiða viðhorf og nálgun kvenna inn í námið allt eru konur meðhöndlaðar eins og stóuspeki, tilvistarstefna eða tómhyggja; þær eru stimplaðar jaðarkúltúr sérvitringa með skemmtilega skrýtnar skoðanir sem afgreiða má á einni önn. Konur eru ekki heimspekikerfi. Konur eru ekki lítilmagnar. Konur eru ekki sértrúarflokkur sem aðhyllist gagnrýnislausa dýrkun hver á annarri – gerir Bjarni Benediktsson þá kröfu til karls að hann líti fram hjá embættisbrotum sé sá sem þau fremur af sama kyni? Jafnréttisbaráttan snýst ekki aðeins um tölfræði, fjölda kvenna í tilteknum stöðum. Hún snýst líka um hugarfarsbreytingu. Ljóst er að lengi lifir í gömlum glæðum karlrembunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Getulausar getraunir Daði Laxdal Gautason Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Í síðustu viku var greint frá því að Oxford-háskóli hygðist bjóða upp á nýjan kúrs í heimspeki. Ber hann yfirskriftina „femínísk heimspeki“. Oxford-háskóli hefur undanfarið sætt gagnrýni fyrir einsleita og karllæga námskrá og er námskeiðinu ætlað að bæta þar úr. „Taktlaus“ slagur Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fór fram um síðustu helgi. Konur innan flokksins virðast í nokkurri sókn. Hlutu konur yfirburðakosningu í málefnanefndir flokksins; 65% nefndarmanna eru nú konur, 35% karlar. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra iðnaðar- og nýsköpunarmála, var kjörin varaformaður og þingmaðurinn Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var endurkjörin ritari. En um leið og Sjálfstæðiskonur sölsa undir sig aukin völd virðast Sjálfstæðiskarlar ekki alveg vita í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. Í aðdraganda landsfundarins gaf Haraldur Benediktsson alþingismaður út yfirlýsingu þess efnis að hann hygðist ekki, þrátt fyrir áskoranir, gefa kost á sér til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Ástæðuna sagði hann vera þá að það væri „taktlaust að miðaldra karl færi að keppa um slíkt við konu“. Við fyrstu sýn virðist yfirlýsing Haraldar sakleysisleg. Jafnvel mætti túlka hana sem svo að hún beri vott um jafnréttishugsun. En þegar betur er að gáð kemur annað í ljós. Hvað er Haraldur að gefa í skyn? Er hann að segja að Þórdís geti ekki sigrað í kosningum öðruvísi en að miðaldra karlar haldi sig til hlés? Er hann að segja að pólitískur slagur milli karls og konu sé eitthvað ósmekklegri en pólitískur slagur milli tveggja karla? Og ef svo er, hvers vegna? Telur hann slaginn „taktlausan“ af því að hann sé ójafn; að þar kljáist sá stóri við minnimáttar? Vel má vera að Haraldi hafi gengið gott eitt til, að hann hafi einfaldlega viljað greiða götu kvenna innan flokksins. En það er konum ekki til framdráttar að karl smeygi á sig silkihönskum þegar kona stendur fullbúin inni í hringnum og segi: „Æ, dúllan mín, ég gef leikinn.“ Það hefði hins vegar verið konum lyftistöng – bæði innan Sjálfstæðisflokksins sem utan hans – að sjá Þórdísi taka miðaldra karlmann í nefið í varaformannsslagnum. Haraldur var ekki sá eini á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem átti erfitt með að fóta sig í hinum breytta heimi þar sem konur láta að sér kveða. Að koma konu til varnar Í setningarræðu sinni gerði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, vantrauststillögu á Sigríði Andersen dómsmálaráðherra að umtalsefni. Bjarna gramdist tillagan. Gagnrýndi hann sérstaklega Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, fyrir að styðja hana. Bjarni fullyrti að einhvern tímann hefði Þorgerður Katrín komið kvenkyns stjórnmálamanni til varnar. „Það virðist bara ekki eiga við um Sigríði Andersen,“ bætti hann við. Í fyrstu kann námskeið í femínískri heimspeki að virðast rökrænt skref í átt að auknum hlut kvenna innan heimspekinnar. En rétt eins og í tilfelli yfirlýsingar Haraldar Benediktssonar kemur annað í ljós þegar betur er að gáð. Við það að vöðla saman öllu sem við kemur konum í einn afmarkaðan kúrs telur Oxford-háskóli sig vera búinn að afgreiða kynjahallann í heimspekideildinni. Því fer þó fjarri. Með aðskilnaðarstefnu sinni sendir skólinn út þau skilaboð að sýn kvenna á heimspeki sé ekki hluti af „venjulegri“ heimspeki. Í stað þess að innleiða viðhorf og nálgun kvenna inn í námið allt eru konur meðhöndlaðar eins og stóuspeki, tilvistarstefna eða tómhyggja; þær eru stimplaðar jaðarkúltúr sérvitringa með skemmtilega skrýtnar skoðanir sem afgreiða má á einni önn. Konur eru ekki heimspekikerfi. Konur eru ekki lítilmagnar. Konur eru ekki sértrúarflokkur sem aðhyllist gagnrýnislausa dýrkun hver á annarri – gerir Bjarni Benediktsson þá kröfu til karls að hann líti fram hjá embættisbrotum sé sá sem þau fremur af sama kyni? Jafnréttisbaráttan snýst ekki aðeins um tölfræði, fjölda kvenna í tilteknum stöðum. Hún snýst líka um hugarfarsbreytingu. Ljóst er að lengi lifir í gömlum glæðum karlrembunnar.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun