Enginn verður skilinn eftir Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 24. mars 2018 11:30 Lilja segir að í Kóreu sé lögð gríðarleg áhersla á menntun og læsi og það eigi sér skýringar í sögunni. Vísir/Stefán Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segist standa frammi fyrir krefjandi áskorunum. „Við erum á ákveðnum tímamótum. Við stöndum okkur ekki nógu vel í samanburði við aðrar þjóðir hvað varðar grunnfærni í lesskilningi, náttúrulæsi og stærðfræði. Einnig er nýliðunarvandi í kennarastéttinni, ef ekkert verður að gert mun vanta 2.000 kennara árið 2030,“ segir Lilja og bætir við að ljóst sé að við munum ekki stuðla að hugverkadrifnu og skapandi samfélagi ef ekki verði sköpuð sterk umgjörð í kringum kennara. Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara felldi nýgerðan kjarasamning FG og Sambands íslenskra sveitarfélaga í vikunni. Nei sögðu 68,52% en já sögðu 29,74%. „Það þarf að skapa þjóðarsátt um menntun á Íslandi. Nú felldu kennarar kjarasamninga. Það þarf að fara vel yfir þau atriði sem urðu til þess. Allar þjóðir sem ná miklum árangri í menntamálum hlúa vel að umgjörðinni í kringum kennara og endurmenntun þeirra. Ég horfi til ríkja sem gera þetta vel, eins og Finnlands og Kanada. Ég lærði í Suður-Kóreu og horfi því líka þangað. Þó við séum gerólíkar þjóðir eigum við margt sameiginlegt í markmiðum okkar og sögu,“ segir Lilja sem stundaði nám í austrænni stjórnmálasögu í Ewahwa-háskóla í Seúl. Hún tók einnig að sér enskukennslu í borginni á þessum tíma og þekkir því til menntakerfisins þar. „Í Kóreu er lögð gríðarleg áhersla á menntun og læsi og það á sér skýringar í sögunni. Kóreubúar notuðu kínversk tákn fram á miðja 16. öld. Konungur þess tíma vildi auka læsi og lét þróa sérstakt letur í stað táknanna. Með því jókst almennt læsi í landinu. Konungurinn var staðráðinn í að lágstéttin og konur skyldu læra að lesa. Kórea var eitt fátækasta ríki veraldar eftir stríðið 1953 en hagsæld þar jókst með aukinni áherslu á menntun,“ segir Lilja. Er ekki mikilvægt að horfast í augu við mistök? Hvernig stendur á því að helmingur grunnskóla fékk að innleiða lestraraðferð sem athuganir Menntamálastofnunar sýna og virtir fræðimenn segja einnig að sé ekki ákjósanleg til lestrarkennslu á byrjendastigi, Byrjendalæsi? „Það er ávallt mikilvægt að horfast í augu við mistök og við eigum að vera gagnrýnin þegar við tölum um menntun og breytta aðferðafræði. Það verða að vera góðar vísindalegar rannsóknir að baki breyttum aðferðum. Við þurfum að skoða hvar þessi börn standa núna. Það innleiddu ekki allir skólar þessa aðferð. Hafi þetta mistekist þá þarf að viðurkenna það,“ segir Lilja og ítrekar að þá þurfi strax að snúa af rangri braut. „Mér finnst einnig skorta samvinnu á milli skólastiga. Það á að vera ein samfella frá leikskóla upp í háskóla. Góður lesskilningur er grunnforsenda þess að þú getir tileinkað þér aðra færni á leið þinni í gegnum skólakerfið. Þessi færni hefur aldrei verið mikilvægari en nú þegar við undirbúum okkur undir fjórðu iðnbyltinguna,“ segir hún. Lilja segist trúa því að íslenskir nemendur eigi mikið inni hvað varðar niðurstöður úr PISA-könnunum. Með hvatningu og kynningu á prófinu muni þau standa sig betur. „Ég er viss um að hæfnin er meiri. Ég held að við höfum ekki lagt nógu mikla áherslu á að kynna prófin og tilgang þeirra fyrir foreldrum og börnum. Nú sýnum við til að mynda hvatningarmyndbönd þar sem nemendur eru brýndir til að taka prófin alvarlega og gera sitt besta.“ Lilja segir að þjóðarátak um menntun feli í sér hugarfarsbreytingu og virkari þátttöku foreldra. „Íslenskir foreldrar eru duglegir að styðja við börnin sín. Þeir fylgja þeim í tómstundastarfi, fara með þeim í keppnisferðalög og fleira. Ég vil að við yfirfærum þessa ástríðu og sýnum hana gagnvart náminu og skólunum líka. Ég held það gæti haft mikil áhrif til góðs,“ segir hún. Gæti það orðið okkur til framdráttar að draga úr eða minnka vægi samræmdra prófa? Finnar mæla samræmt aðeins einu sinni á námsferli barna. Þurfum við svona margar mælingar? „Finnar notast við fá próf, Kóreubúar styðjast við mörg próf. Ég held að það verði okkur til framdráttar að treysta kennurum til að meta sína nemendur. Það þarf að vera ákveðin breidd í náminu og mat kennara á nemendum sínum er mikilvægt. Það er mikið brotthvarf í framhaldsskólum sem gefur okkur vísbendingar um að þau komi ekki nægilega undirbúin til náms eða séu ekki á réttum stað; að námið henti þeim ekki. Einstaklingsmiðað nám er rétta leiðin, til þess að það geti gengið upp þurfum við að treysta skólasamfélaginu okkar. Ég setti af stað vinnuhóp sem á að skila tillögum um framtíðarskipulag samræmdra prófa á Íslandi. Það er mikilvægt að nota tækifærið og rýna í framkvæmdina og framtíðina,“ segir Lilja. Hún segist hafa lagt brýna áherslu á að þarfir nemenda yrðu settar í forgang. „Því sumir nemenda gátu klárað prófið, aðrir ekki. Þessi árgangur fær ekki samræmt mat á sínum árangri,“ segir Lilja. „Mér finnst að kennarar og skólar eigi að hafa meira um það að segja hvernig námsmat fer fram, hvernig fyrirlögnin er. Í þeim ríkjum sem standa sig best er kennurum undantekningarlaust treyst til að meta nemendur sína.“ Lilja hefur mikinn áhuga á velgengni Finna. „Ég hef kynnt mér menntakerfi þeirra, sér í lagi hvernig það hefur þróast í kreppum eða niðursveiflum í efnahagslífinu. Í þeirra anda ætti mottóið okkar líka að vera: Við skiljum engan eftir. Það sem þeim hefur tekist og við verðum að gera er að beita snemmtækri íhlutun. Við þurfum að forgangsraða með skilvirkari hætti í þágu þeirra sem mæta áskorunum í menntakerfinu. Samfélagslegur ábati þess er margfaldur. Það mun skila árangri. Við erum að gera þetta í öfugri röð. Það er lítil snemmtæk íhlutun til að byrja með hjá okkur en svo eykst hún með aldri nemenda. Þessu þurfum við að breyta,“ segir Lilja. Hvað með stuðning til nemenda? LÍN? Það eru mun færri sem halda nú út til náms. „Ég hugsa að það sé tvennt sem gerir það að verkum að færri fara út að læra. Það er aukið námsframboð hér á landi og það er ódýrara. Þá gætu kjör lána hjá LÍN haft áhrif. Ég er með málefni Lánasjóðs íslenskra námsmanna til skoðunar og vil kanna kjörin í samanburði við kjör nemenda í nágrannalöndum. Íslenskir nemendur taka frekar lán hjá norrænum lánasjóðum en hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna ef þeir geta. Þarna er hætta á ferð, spekilekinn gæti orðið mikill.“ Lilja segir að aðgerðir gegn brotthvarfi nemenda séu þegar farnar að skila árangri. „Snemmtæk íhlutun mun þó skipta mestu máli hvað varðar brotthvarf. Við þurfum einnig að efla starfs- og námsráðgjöf. Við stefnum að því að 60% þeirra sem fara í framhaldsskóla útskrifist. Tölur yfir brautskráða hafa verið að færast úr 48% í 55%. Brotthvarfið er mun meira hjá strákum. En möguleikarnir eru margir, til dæmis í fjarnámi. Þá er ráðuneytið komið í samstarf við heilbrigðisráðuneyti um bætta sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum.“ Lilja segist vilja sjá meiri tengingu milli efnahags- og menntamála. „Hvaðan er fólk að útskrifast? Hvernig verður atvinnulífið 2030? Hvaða menntun verður eftirsóknarverð? Við vitum að við þurfum að efla þátt verk-, iðn- og starfsnáms og tæknigreina. Líka nýsköpunar og lista. Gott dæmi eru verkefni Sjávarklasans, þar hefur orðið mikil framþróun.“ Hin svokallaða 25 ára regla var sett í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks árið 2015 þar sem 25 ára og eldri eru settir aftar í forgangsröðina þegar nemendur eru innritaðir í framhaldsskóla. Fjöldatakmarkanirnar tóku síðan gildi áramótin 2015-2016. Lilja vill fella þessa reglu úr gildi. Hvers vegna? „Ég vil senda þau skilaboð að menntun skipti máli, fyrir alla. Þú hefur tækifæri í framtíðinni þótt þú hafir horfið frá námi. Nemendur eldri en 25 ára geta líka sótt sér framhaldsmenntun og eiga að gera það. Fólk verður að finna að það hafi aðgengi að menntun. Svo höfum við líka aukið fjármagn til framhaldsskólanna og fjármunir á hvern nemanda aukast vegna styttingar námstímans,“ segir Lilja. Hvað er brýnast í verkefnum fram undan? „Ég vil að við stöndum okkur betur í alþjóðlegum samanburði. Ég vil sjá brotthvarfið minnka. Ég vil sjá háskólastigið eflast. Ég vil þjóðarsátt um menntun á Íslandi. Ég vil meiri stuðning við kennarana okkar. Ég vil að öll börn njóti menntunar. Börnum af erlendum uppruna vegnar ekki jafn vel og innfæddum. Þau mega ekki vera jaðarsett og þar skortir bæði námsefni og aðstoð. Ég vil bæta árangur okkar í verk-, iðn- og tækninámi og auka samvinnu við atvinnulífið. Um 20% þeirra sem fara í iðnnám fá ekki samning og eru í óvissu um sitt nám, það er ólíðandi. Í skýrslu frá Samtökum iðnaðarins kemur fram að mun fleiri sækja tækninám í Þýskalandi en á Íslandi. Við verðum að huga betur að fjölbreytninni. Ég hef einfaldlega þá staðföstu trú að ef við einblínum ekki og fjárfestum í menntun þá munum við dragast verulega aftur úr í öllum skilningi. Menntun er gríðarlegt hreyfiafl, við höfum tækifærin í hendi til að gera betur. En við þurfum öll að vinna að þessu saman.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segist standa frammi fyrir krefjandi áskorunum. „Við erum á ákveðnum tímamótum. Við stöndum okkur ekki nógu vel í samanburði við aðrar þjóðir hvað varðar grunnfærni í lesskilningi, náttúrulæsi og stærðfræði. Einnig er nýliðunarvandi í kennarastéttinni, ef ekkert verður að gert mun vanta 2.000 kennara árið 2030,“ segir Lilja og bætir við að ljóst sé að við munum ekki stuðla að hugverkadrifnu og skapandi samfélagi ef ekki verði sköpuð sterk umgjörð í kringum kennara. Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara felldi nýgerðan kjarasamning FG og Sambands íslenskra sveitarfélaga í vikunni. Nei sögðu 68,52% en já sögðu 29,74%. „Það þarf að skapa þjóðarsátt um menntun á Íslandi. Nú felldu kennarar kjarasamninga. Það þarf að fara vel yfir þau atriði sem urðu til þess. Allar þjóðir sem ná miklum árangri í menntamálum hlúa vel að umgjörðinni í kringum kennara og endurmenntun þeirra. Ég horfi til ríkja sem gera þetta vel, eins og Finnlands og Kanada. Ég lærði í Suður-Kóreu og horfi því líka þangað. Þó við séum gerólíkar þjóðir eigum við margt sameiginlegt í markmiðum okkar og sögu,“ segir Lilja sem stundaði nám í austrænni stjórnmálasögu í Ewahwa-háskóla í Seúl. Hún tók einnig að sér enskukennslu í borginni á þessum tíma og þekkir því til menntakerfisins þar. „Í Kóreu er lögð gríðarleg áhersla á menntun og læsi og það á sér skýringar í sögunni. Kóreubúar notuðu kínversk tákn fram á miðja 16. öld. Konungur þess tíma vildi auka læsi og lét þróa sérstakt letur í stað táknanna. Með því jókst almennt læsi í landinu. Konungurinn var staðráðinn í að lágstéttin og konur skyldu læra að lesa. Kórea var eitt fátækasta ríki veraldar eftir stríðið 1953 en hagsæld þar jókst með aukinni áherslu á menntun,“ segir Lilja. Er ekki mikilvægt að horfast í augu við mistök? Hvernig stendur á því að helmingur grunnskóla fékk að innleiða lestraraðferð sem athuganir Menntamálastofnunar sýna og virtir fræðimenn segja einnig að sé ekki ákjósanleg til lestrarkennslu á byrjendastigi, Byrjendalæsi? „Það er ávallt mikilvægt að horfast í augu við mistök og við eigum að vera gagnrýnin þegar við tölum um menntun og breytta aðferðafræði. Það verða að vera góðar vísindalegar rannsóknir að baki breyttum aðferðum. Við þurfum að skoða hvar þessi börn standa núna. Það innleiddu ekki allir skólar þessa aðferð. Hafi þetta mistekist þá þarf að viðurkenna það,“ segir Lilja og ítrekar að þá þurfi strax að snúa af rangri braut. „Mér finnst einnig skorta samvinnu á milli skólastiga. Það á að vera ein samfella frá leikskóla upp í háskóla. Góður lesskilningur er grunnforsenda þess að þú getir tileinkað þér aðra færni á leið þinni í gegnum skólakerfið. Þessi færni hefur aldrei verið mikilvægari en nú þegar við undirbúum okkur undir fjórðu iðnbyltinguna,“ segir hún. Lilja segist trúa því að íslenskir nemendur eigi mikið inni hvað varðar niðurstöður úr PISA-könnunum. Með hvatningu og kynningu á prófinu muni þau standa sig betur. „Ég er viss um að hæfnin er meiri. Ég held að við höfum ekki lagt nógu mikla áherslu á að kynna prófin og tilgang þeirra fyrir foreldrum og börnum. Nú sýnum við til að mynda hvatningarmyndbönd þar sem nemendur eru brýndir til að taka prófin alvarlega og gera sitt besta.“ Lilja segir að þjóðarátak um menntun feli í sér hugarfarsbreytingu og virkari þátttöku foreldra. „Íslenskir foreldrar eru duglegir að styðja við börnin sín. Þeir fylgja þeim í tómstundastarfi, fara með þeim í keppnisferðalög og fleira. Ég vil að við yfirfærum þessa ástríðu og sýnum hana gagnvart náminu og skólunum líka. Ég held það gæti haft mikil áhrif til góðs,“ segir hún. Gæti það orðið okkur til framdráttar að draga úr eða minnka vægi samræmdra prófa? Finnar mæla samræmt aðeins einu sinni á námsferli barna. Þurfum við svona margar mælingar? „Finnar notast við fá próf, Kóreubúar styðjast við mörg próf. Ég held að það verði okkur til framdráttar að treysta kennurum til að meta sína nemendur. Það þarf að vera ákveðin breidd í náminu og mat kennara á nemendum sínum er mikilvægt. Það er mikið brotthvarf í framhaldsskólum sem gefur okkur vísbendingar um að þau komi ekki nægilega undirbúin til náms eða séu ekki á réttum stað; að námið henti þeim ekki. Einstaklingsmiðað nám er rétta leiðin, til þess að það geti gengið upp þurfum við að treysta skólasamfélaginu okkar. Ég setti af stað vinnuhóp sem á að skila tillögum um framtíðarskipulag samræmdra prófa á Íslandi. Það er mikilvægt að nota tækifærið og rýna í framkvæmdina og framtíðina,“ segir Lilja. Hún segist hafa lagt brýna áherslu á að þarfir nemenda yrðu settar í forgang. „Því sumir nemenda gátu klárað prófið, aðrir ekki. Þessi árgangur fær ekki samræmt mat á sínum árangri,“ segir Lilja. „Mér finnst að kennarar og skólar eigi að hafa meira um það að segja hvernig námsmat fer fram, hvernig fyrirlögnin er. Í þeim ríkjum sem standa sig best er kennurum undantekningarlaust treyst til að meta nemendur sína.“ Lilja hefur mikinn áhuga á velgengni Finna. „Ég hef kynnt mér menntakerfi þeirra, sér í lagi hvernig það hefur þróast í kreppum eða niðursveiflum í efnahagslífinu. Í þeirra anda ætti mottóið okkar líka að vera: Við skiljum engan eftir. Það sem þeim hefur tekist og við verðum að gera er að beita snemmtækri íhlutun. Við þurfum að forgangsraða með skilvirkari hætti í þágu þeirra sem mæta áskorunum í menntakerfinu. Samfélagslegur ábati þess er margfaldur. Það mun skila árangri. Við erum að gera þetta í öfugri röð. Það er lítil snemmtæk íhlutun til að byrja með hjá okkur en svo eykst hún með aldri nemenda. Þessu þurfum við að breyta,“ segir Lilja. Hvað með stuðning til nemenda? LÍN? Það eru mun færri sem halda nú út til náms. „Ég hugsa að það sé tvennt sem gerir það að verkum að færri fara út að læra. Það er aukið námsframboð hér á landi og það er ódýrara. Þá gætu kjör lána hjá LÍN haft áhrif. Ég er með málefni Lánasjóðs íslenskra námsmanna til skoðunar og vil kanna kjörin í samanburði við kjör nemenda í nágrannalöndum. Íslenskir nemendur taka frekar lán hjá norrænum lánasjóðum en hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna ef þeir geta. Þarna er hætta á ferð, spekilekinn gæti orðið mikill.“ Lilja segir að aðgerðir gegn brotthvarfi nemenda séu þegar farnar að skila árangri. „Snemmtæk íhlutun mun þó skipta mestu máli hvað varðar brotthvarf. Við þurfum einnig að efla starfs- og námsráðgjöf. Við stefnum að því að 60% þeirra sem fara í framhaldsskóla útskrifist. Tölur yfir brautskráða hafa verið að færast úr 48% í 55%. Brotthvarfið er mun meira hjá strákum. En möguleikarnir eru margir, til dæmis í fjarnámi. Þá er ráðuneytið komið í samstarf við heilbrigðisráðuneyti um bætta sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum.“ Lilja segist vilja sjá meiri tengingu milli efnahags- og menntamála. „Hvaðan er fólk að útskrifast? Hvernig verður atvinnulífið 2030? Hvaða menntun verður eftirsóknarverð? Við vitum að við þurfum að efla þátt verk-, iðn- og starfsnáms og tæknigreina. Líka nýsköpunar og lista. Gott dæmi eru verkefni Sjávarklasans, þar hefur orðið mikil framþróun.“ Hin svokallaða 25 ára regla var sett í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks árið 2015 þar sem 25 ára og eldri eru settir aftar í forgangsröðina þegar nemendur eru innritaðir í framhaldsskóla. Fjöldatakmarkanirnar tóku síðan gildi áramótin 2015-2016. Lilja vill fella þessa reglu úr gildi. Hvers vegna? „Ég vil senda þau skilaboð að menntun skipti máli, fyrir alla. Þú hefur tækifæri í framtíðinni þótt þú hafir horfið frá námi. Nemendur eldri en 25 ára geta líka sótt sér framhaldsmenntun og eiga að gera það. Fólk verður að finna að það hafi aðgengi að menntun. Svo höfum við líka aukið fjármagn til framhaldsskólanna og fjármunir á hvern nemanda aukast vegna styttingar námstímans,“ segir Lilja. Hvað er brýnast í verkefnum fram undan? „Ég vil að við stöndum okkur betur í alþjóðlegum samanburði. Ég vil sjá brotthvarfið minnka. Ég vil sjá háskólastigið eflast. Ég vil þjóðarsátt um menntun á Íslandi. Ég vil meiri stuðning við kennarana okkar. Ég vil að öll börn njóti menntunar. Börnum af erlendum uppruna vegnar ekki jafn vel og innfæddum. Þau mega ekki vera jaðarsett og þar skortir bæði námsefni og aðstoð. Ég vil bæta árangur okkar í verk-, iðn- og tækninámi og auka samvinnu við atvinnulífið. Um 20% þeirra sem fara í iðnnám fá ekki samning og eru í óvissu um sitt nám, það er ólíðandi. Í skýrslu frá Samtökum iðnaðarins kemur fram að mun fleiri sækja tækninám í Þýskalandi en á Íslandi. Við verðum að huga betur að fjölbreytninni. Ég hef einfaldlega þá staðföstu trú að ef við einblínum ekki og fjárfestum í menntun þá munum við dragast verulega aftur úr í öllum skilningi. Menntun er gríðarlegt hreyfiafl, við höfum tækifærin í hendi til að gera betur. En við þurfum öll að vinna að þessu saman.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira