Trump skrifar undir fjárlög með semingi Kjartan Kjartansson skrifar 23. mars 2018 21:15 Trump kallaði útgjaldafrumvarp þingsins fáránlegt en skrifaði engu að síður undir það. Vísir/AFP Enn einni lokun bandarísku alríkisstjórnarinnar var forðað í dag þegar Donald Trump forseti skrifaði undir fjárlög sem Bandaríkjaþing samþykkti í vikunni. Trump hafði hótað að beita neitunarvaldi en skrifaði á endanum undir með þeim orðum að hann myndi aldrei aftur fallast á slík fjárlög. Eftir japl, jaml og fuður náðu repúblikanar og demókratar samkomulagi um fjárlög í vikunni. Síðasta fjárlagaári lauk í september en síðan þá hefur alríkisstjórnin verið rekin með tímabundnum fjárveitingarheimilum sem þingið hefur samþykkt á nokkurra mánaða fresti. Rekstur alríkisstjórnarinnar hefur í tvígang stöðvast, í skamman tíma þó, vegna átaka um innihald fjárlaganna. Þingmenn höfðu frest þangað til á miðnætti í kvöld til að samþykkja nýtt útgjaldafrumvarp.Hótun eftir að þingmenn voru farnir úr bænum Eina sem vantaði upp á var undirskrift Trump forseta. Því olli það skiljanlega ringulreið þegar Trump tísti í morgun um að hann væri að íhuga að beita neitunarvaldi. Þá voru þingmenn þegar á leið frá Washington-borg í tveggja vikna þinghlé, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Ástæðuna sagði Trump þá að ekki væri kveðið á um fulla fjármögnun landamæramúrs hans og að demókratar hefðu gefið svonefnda DACA-þega algerlega upp á bátinn. Það eru innflytjendur sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna þegar þeir voru börn. Trump batt enda á DACA-áætlun Baracks Obama, forvera síns í embætti, sem varði þá fyrir brottvísun síðasta haust. Demókratar leyfðu rekstri alríkisstjórnarinnar að stöðvast í nokkra daga til að knýja á um lausn fyrir DACA-skjólstæðinga í janúar. Í fjárlögunum er kveðið á um 1,6 milljarða dollara fyrir múrinn á landamærunum að Mexíkó. Trump hafði krafist 25 milljarða dollara. Demókratar höfðu raunar boðið Trump samkomulag um landamæramúrinn. Þeir voru tilbúnir að fallast á fulla fjármögnun hans gegn því að skjólstæðingar DACA-áætlunarinnar hlytu áframhaldandi vernd. Trump hafnaði því tilboði hins vegar vegna þess að í því fólst ekki niðurskurður í komum löglegra innflytjenda sem hann vildi.Fjármögnun ríkisins tryggð í sex mánuði Síðdegis hafði Trump hins vegar undið kvæði sínu í kross. Tilkynnti hann fréttamönnum að hann hygðist skrifa undir fjárlögin. „En ég segi við þingið að ég mun aldrei skrifa undir frumvarp af þessu tagi aftur. Ég ætla ekki að gera það,“ sagði Trump sem réttlætti það með því að hann vildi ekki koma í veg fyrir stóraukin útgjöld til hersins sem fjárlögin fela í sér. Þar með lýkur nær mánaðarlegum átökum á Bandaríkjaþingi þar sem lokun alríkisstjórnarinnar hefur verið undir en aðeins tímabundið þó. Fjárlögin gilda út september. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56 Kenna Demókrötum um lokun alríkisstjórnarinnar Bandarískum alríkisstofnunum hefur verið lokað um óákveðinn tíma þar sem ekki náðist að semja um greiðsluheimild til áframhaldandi starfsemi í öldungadeild Bandaríkjaþings. 20. janúar 2018 07:47 Samkomulag um að auka ríkisútgjöld um 500 milljarða dollara Þverpólitískt fjárlagafrumvarp sem samþykkja þarf í dag mætir þó andstöðu innan raða beggja flokka. 8. febrúar 2018 12:19 Trump leggur fram tillögu til að höggva á hnútinn í deilu um innflytjendur Ólíklegt er hins vegar að tillagan eigi eftir að falla í kramið, hvorki hjá harðlínumönnum í innflytjendamálum né frjálslyndum demókrötum. 25. janúar 2018 23:29 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Enn einni lokun bandarísku alríkisstjórnarinnar var forðað í dag þegar Donald Trump forseti skrifaði undir fjárlög sem Bandaríkjaþing samþykkti í vikunni. Trump hafði hótað að beita neitunarvaldi en skrifaði á endanum undir með þeim orðum að hann myndi aldrei aftur fallast á slík fjárlög. Eftir japl, jaml og fuður náðu repúblikanar og demókratar samkomulagi um fjárlög í vikunni. Síðasta fjárlagaári lauk í september en síðan þá hefur alríkisstjórnin verið rekin með tímabundnum fjárveitingarheimilum sem þingið hefur samþykkt á nokkurra mánaða fresti. Rekstur alríkisstjórnarinnar hefur í tvígang stöðvast, í skamman tíma þó, vegna átaka um innihald fjárlaganna. Þingmenn höfðu frest þangað til á miðnætti í kvöld til að samþykkja nýtt útgjaldafrumvarp.Hótun eftir að þingmenn voru farnir úr bænum Eina sem vantaði upp á var undirskrift Trump forseta. Því olli það skiljanlega ringulreið þegar Trump tísti í morgun um að hann væri að íhuga að beita neitunarvaldi. Þá voru þingmenn þegar á leið frá Washington-borg í tveggja vikna þinghlé, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Ástæðuna sagði Trump þá að ekki væri kveðið á um fulla fjármögnun landamæramúrs hans og að demókratar hefðu gefið svonefnda DACA-þega algerlega upp á bátinn. Það eru innflytjendur sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna þegar þeir voru börn. Trump batt enda á DACA-áætlun Baracks Obama, forvera síns í embætti, sem varði þá fyrir brottvísun síðasta haust. Demókratar leyfðu rekstri alríkisstjórnarinnar að stöðvast í nokkra daga til að knýja á um lausn fyrir DACA-skjólstæðinga í janúar. Í fjárlögunum er kveðið á um 1,6 milljarða dollara fyrir múrinn á landamærunum að Mexíkó. Trump hafði krafist 25 milljarða dollara. Demókratar höfðu raunar boðið Trump samkomulag um landamæramúrinn. Þeir voru tilbúnir að fallast á fulla fjármögnun hans gegn því að skjólstæðingar DACA-áætlunarinnar hlytu áframhaldandi vernd. Trump hafnaði því tilboði hins vegar vegna þess að í því fólst ekki niðurskurður í komum löglegra innflytjenda sem hann vildi.Fjármögnun ríkisins tryggð í sex mánuði Síðdegis hafði Trump hins vegar undið kvæði sínu í kross. Tilkynnti hann fréttamönnum að hann hygðist skrifa undir fjárlögin. „En ég segi við þingið að ég mun aldrei skrifa undir frumvarp af þessu tagi aftur. Ég ætla ekki að gera það,“ sagði Trump sem réttlætti það með því að hann vildi ekki koma í veg fyrir stóraukin útgjöld til hersins sem fjárlögin fela í sér. Þar með lýkur nær mánaðarlegum átökum á Bandaríkjaþingi þar sem lokun alríkisstjórnarinnar hefur verið undir en aðeins tímabundið þó. Fjárlögin gilda út september.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56 Kenna Demókrötum um lokun alríkisstjórnarinnar Bandarískum alríkisstofnunum hefur verið lokað um óákveðinn tíma þar sem ekki náðist að semja um greiðsluheimild til áframhaldandi starfsemi í öldungadeild Bandaríkjaþings. 20. janúar 2018 07:47 Samkomulag um að auka ríkisútgjöld um 500 milljarða dollara Þverpólitískt fjárlagafrumvarp sem samþykkja þarf í dag mætir þó andstöðu innan raða beggja flokka. 8. febrúar 2018 12:19 Trump leggur fram tillögu til að höggva á hnútinn í deilu um innflytjendur Ólíklegt er hins vegar að tillagan eigi eftir að falla í kramið, hvorki hjá harðlínumönnum í innflytjendamálum né frjálslyndum demókrötum. 25. janúar 2018 23:29 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56
Kenna Demókrötum um lokun alríkisstjórnarinnar Bandarískum alríkisstofnunum hefur verið lokað um óákveðinn tíma þar sem ekki náðist að semja um greiðsluheimild til áframhaldandi starfsemi í öldungadeild Bandaríkjaþings. 20. janúar 2018 07:47
Samkomulag um að auka ríkisútgjöld um 500 milljarða dollara Þverpólitískt fjárlagafrumvarp sem samþykkja þarf í dag mætir þó andstöðu innan raða beggja flokka. 8. febrúar 2018 12:19
Trump leggur fram tillögu til að höggva á hnútinn í deilu um innflytjendur Ólíklegt er hins vegar að tillagan eigi eftir að falla í kramið, hvorki hjá harðlínumönnum í innflytjendamálum né frjálslyndum demókrötum. 25. janúar 2018 23:29