Meirihluti virðist fyrir því að lækka kosningaaldur í 16 ár Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. mars 2018 06:00 Dómsmálaráðuneytið telur illgerlegt að standa í svo miklum breytingum fyrir kosningar 26. maí. Vísir/Valli Heitar umræður sköpuðust um það á Alþingi í gær hvort lækka ætti kosningaaldur fyrir sveitarstjórnarkosningar niður í sextán ár úr átján árum. Stefnt er að því að endanleg niðurstaða fáist í dag um það hvort frumvarpið verði að lögum eður ei. Kosið verður til sveitarstjórna um land allt þann 26. maí næstkomandi. Lögum samkvæmt mun atkvæðagreiðsla utan kjörfundar því hefjast í næstu viku. Allt kapp er lagt á að ljúka málinu í dag enda hefst rúmlega tveggja vikna páskafrí þingmanna að þingfundi loknum. Of seint yrði að ljúka málinu dragist það fram í fríið. Milli fyrstu og annarrar umræðu um málið var bætt inn ákvæði þess efnis að þó að sextán ára og eldri geti kosið þá njóti ólögráða kjósendur ekki kjörgengis. Lagt er til að lögin taki gildi samstundis. Þingheimur skiptist í þrennt í afstöðu sinni til frumvarpsins. Í fyrsta lagi þeir sem vilja samþykkja það, í öðru lagi þeir sem eru því andvígir og að lokum þeir sem telja of stutt í sveitarstjórnarkosningar til að framkvæmdin geti tekist vel. „Mér þykir vera hrópandi ósamræmi milli ólíkra réttinda. Til dæmis að við veitum viðkomandi ekki rétt til að bjóða sig fram heldur rétt til að kjósa en þó ekki í alþingiskosningum,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Hluti Sjálfstæðismanna taldi að rétt væri að flýta sér hægt, samræma kosningalöggjöfina í heild sinni og skoða hvort rétt væri að breyta lögræðisaldri og öðrum tímamörkum um það hvenær börn öðlast ýmis réttindi. „Það er dálítið fyndið að hlusta á suma sem taka hér til máls sem beita fyrir sig einhvers konar röksemdafærslu Marteins Mosdal að það þurfi að vera ein ríkisleið, einn ríkisaldur á öllum borgaralegum réttindum, sagði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.„Besta leiðin til að drepa þetta mál algjörlega, ef við blöndum saman kosningaaldri og áfengiskaupaaldri þá hækkum við kosningaaldurinn.“ Í gær bárust þingmönnum athugasemdir frá dómsmálaráðuneytinu þar sem fram kom að illgerlegt gæti orðið að framkvæma breytinguna. Kosningavefur ráðuneytisins hafi nú þegar verið uppfærður. Erfitt verði að yfirfara allt efni á vefnum ef frumvarpið verður samþykkt. „Herra forseti. Það er ekki einu sinni komið fram hverjir eru í framboði þannig að við vitum að þessi vefur þarfnast uppfærslu,“ sagði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Fjörutíu þingmenn greiddu atkvæði með því að kosningaaldur yrði lækkaður í sextán ár en hluti Sjálfstæðisflokksins sat hjá. Öllu minni samstaða var um breytingatillögur um hvort kjörgengi og kosningaaldur færi saman en þar klofnaði þingheimur. Sömu sögu er að segja um breytingatillögur um gildistökudag frumvarpsins. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Meirihluti greiddi atkvæði með 16 ára kosningaaldri Frumvarp til laga um lækkun á kosningaaldri til sveitastjórnarkosninga úr 18 ára aldri í 16 ára aldur var samþykkt í 2. umræðu á Alþingi í dag með 43 atkvæði gegn einu. 22. mars 2018 16:09 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Heitar umræður sköpuðust um það á Alþingi í gær hvort lækka ætti kosningaaldur fyrir sveitarstjórnarkosningar niður í sextán ár úr átján árum. Stefnt er að því að endanleg niðurstaða fáist í dag um það hvort frumvarpið verði að lögum eður ei. Kosið verður til sveitarstjórna um land allt þann 26. maí næstkomandi. Lögum samkvæmt mun atkvæðagreiðsla utan kjörfundar því hefjast í næstu viku. Allt kapp er lagt á að ljúka málinu í dag enda hefst rúmlega tveggja vikna páskafrí þingmanna að þingfundi loknum. Of seint yrði að ljúka málinu dragist það fram í fríið. Milli fyrstu og annarrar umræðu um málið var bætt inn ákvæði þess efnis að þó að sextán ára og eldri geti kosið þá njóti ólögráða kjósendur ekki kjörgengis. Lagt er til að lögin taki gildi samstundis. Þingheimur skiptist í þrennt í afstöðu sinni til frumvarpsins. Í fyrsta lagi þeir sem vilja samþykkja það, í öðru lagi þeir sem eru því andvígir og að lokum þeir sem telja of stutt í sveitarstjórnarkosningar til að framkvæmdin geti tekist vel. „Mér þykir vera hrópandi ósamræmi milli ólíkra réttinda. Til dæmis að við veitum viðkomandi ekki rétt til að bjóða sig fram heldur rétt til að kjósa en þó ekki í alþingiskosningum,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Hluti Sjálfstæðismanna taldi að rétt væri að flýta sér hægt, samræma kosningalöggjöfina í heild sinni og skoða hvort rétt væri að breyta lögræðisaldri og öðrum tímamörkum um það hvenær börn öðlast ýmis réttindi. „Það er dálítið fyndið að hlusta á suma sem taka hér til máls sem beita fyrir sig einhvers konar röksemdafærslu Marteins Mosdal að það þurfi að vera ein ríkisleið, einn ríkisaldur á öllum borgaralegum réttindum, sagði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.„Besta leiðin til að drepa þetta mál algjörlega, ef við blöndum saman kosningaaldri og áfengiskaupaaldri þá hækkum við kosningaaldurinn.“ Í gær bárust þingmönnum athugasemdir frá dómsmálaráðuneytinu þar sem fram kom að illgerlegt gæti orðið að framkvæma breytinguna. Kosningavefur ráðuneytisins hafi nú þegar verið uppfærður. Erfitt verði að yfirfara allt efni á vefnum ef frumvarpið verður samþykkt. „Herra forseti. Það er ekki einu sinni komið fram hverjir eru í framboði þannig að við vitum að þessi vefur þarfnast uppfærslu,“ sagði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Fjörutíu þingmenn greiddu atkvæði með því að kosningaaldur yrði lækkaður í sextán ár en hluti Sjálfstæðisflokksins sat hjá. Öllu minni samstaða var um breytingatillögur um hvort kjörgengi og kosningaaldur færi saman en þar klofnaði þingheimur. Sömu sögu er að segja um breytingatillögur um gildistökudag frumvarpsins.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Meirihluti greiddi atkvæði með 16 ára kosningaaldri Frumvarp til laga um lækkun á kosningaaldri til sveitastjórnarkosninga úr 18 ára aldri í 16 ára aldur var samþykkt í 2. umræðu á Alþingi í dag með 43 atkvæði gegn einu. 22. mars 2018 16:09 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Meirihluti greiddi atkvæði með 16 ára kosningaaldri Frumvarp til laga um lækkun á kosningaaldri til sveitastjórnarkosninga úr 18 ára aldri í 16 ára aldur var samþykkt í 2. umræðu á Alþingi í dag með 43 atkvæði gegn einu. 22. mars 2018 16:09