Bónusgreiðslur hífðu upp forstjóralaun Sigurður Mikael Jónsson skrifar 23. mars 2018 07:00 Árslaun Gylfa Sigfússonar, forstjóra Eimskips, námu tæpum 103 milljónum í fyrra og hafa hækkað um 41 prósent frá árinu 2014. Hækkun milli ára skýrist af bónusgreiðslum vegna afkomu félagsins 2016. Vísir/stefán Árslaun og hlunnindi Gylfa Sigfússonar, forstjóra Eimskips, sem námu nærri 103 milljónum króna á síðasta ári, hafa hækkað um 41 pró- sent eða ríflega 30 milljónir króna frá árinu 2014. Heildargreiðslur til forstjórans hækkuðu um tæp níu prósent árið 2017 frá fyrra ári en þar munar mest um rúmlega 8,9 milljónir króna í árangurstengdar greiðslur vegna ársins 2016. Hærri árangurstengdar greiðslur til forstjórans í fyrra má rekja til bættrar afkomu Eimskips árið 2016 þegar félagið skilaði 21,9 milljónum evra í hagnað samanborið við 17,8 milljónir árið 2015. Á árinu 2017 dróst hagnaður félagsins þó aftur saman og nam 16,8 milljónum evra. Samkvæmt upplýsingum frá Eimskip kom ekki til bónusgreiðslna vegna afkomu ársins 2017, þar sem stjórnendur höfðu ekki náð settum markmiðum í rekstri. Upplýsingar um laun og hlunnindi eru sundurliðaðar í ársreikningi Eimskips en til hlunninda teljast árangurstengdar greiðslur, ferðapeningur, framlag í lífeyrissjóði og húsnæðis- og bifreiðahlunnindi. Samkvæmt ársreikningum Eimskips hafa grunnlaun forstjórans hækkað úr 55,9 milljónum árið 2014 í 67,4 milljónir í fyrra, eða um 11,5 milljónir. Miðað við grunnlaun voru mánaðarlaun forstjórans 5,6 milljónir í fyrra, en með hlunnindum námu þau 8,6 milljónum. Launaskrið hefur sömuleiðis verið hjá öðrum yfirstjórnendum félagsins. Laun og hlunnindi sex framkvæmdastjóra Eimskips námu alls 245,4 milljónum króna í fyrra samanborið við 191,8 milljónir árið áður. Grunnlaun þeirra hækkuðu um 15,5 prósent milli ára eða sem nemur 22,8 milljónum króna en mest munar um 69 prósenta hækkun á hlunnindalið vegna bónusgreiðslna sem námu alls 30,7 milljónum. Hækkun á launum og hlunnindum framkvæmdastjóranna nemur alls um 28 prósentum eða sem nemur 53,5 milljónum króna milli ára. Hlutabréfaverð Eimskipafélags Íslands hf. er nánast á sama stað í dag og við skráningu undir lok árs 2012 en fyrir aðalfundi félagsins sem fram fór í gær lá fyrir tillaga um að greiða hluthöfum félagsins 1.269 milljónir króna í arð. Sex lífeyrissjóðir eru meðal tíu stærstu hluthafa Eimskips. Lífeyrissjóður verslunarmanna er næststærsti hluthafi félagsins með 13,9 prósenta eignarhlut en Gildi lífeyrissjóður er fjórði stærsti með rúm 9,4 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Vill að Gildi selji allt hlutafé í N1 vegna launahækkunar forstjórans Guðmundur Ragnarsson, formaður VM - félags vélstjóra og málmtæknimanna hyggst leggja fram þá tillögu á stjórnarfundi lífeyrissjóðsins Gildis að sjóðurinn selji allt hlutafé sitt í N1. 19. mars 2018 10:09 Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Árslaun og hlunnindi Gylfa Sigfússonar, forstjóra Eimskips, sem námu nærri 103 milljónum króna á síðasta ári, hafa hækkað um 41 pró- sent eða ríflega 30 milljónir króna frá árinu 2014. Heildargreiðslur til forstjórans hækkuðu um tæp níu prósent árið 2017 frá fyrra ári en þar munar mest um rúmlega 8,9 milljónir króna í árangurstengdar greiðslur vegna ársins 2016. Hærri árangurstengdar greiðslur til forstjórans í fyrra má rekja til bættrar afkomu Eimskips árið 2016 þegar félagið skilaði 21,9 milljónum evra í hagnað samanborið við 17,8 milljónir árið 2015. Á árinu 2017 dróst hagnaður félagsins þó aftur saman og nam 16,8 milljónum evra. Samkvæmt upplýsingum frá Eimskip kom ekki til bónusgreiðslna vegna afkomu ársins 2017, þar sem stjórnendur höfðu ekki náð settum markmiðum í rekstri. Upplýsingar um laun og hlunnindi eru sundurliðaðar í ársreikningi Eimskips en til hlunninda teljast árangurstengdar greiðslur, ferðapeningur, framlag í lífeyrissjóði og húsnæðis- og bifreiðahlunnindi. Samkvæmt ársreikningum Eimskips hafa grunnlaun forstjórans hækkað úr 55,9 milljónum árið 2014 í 67,4 milljónir í fyrra, eða um 11,5 milljónir. Miðað við grunnlaun voru mánaðarlaun forstjórans 5,6 milljónir í fyrra, en með hlunnindum námu þau 8,6 milljónum. Launaskrið hefur sömuleiðis verið hjá öðrum yfirstjórnendum félagsins. Laun og hlunnindi sex framkvæmdastjóra Eimskips námu alls 245,4 milljónum króna í fyrra samanborið við 191,8 milljónir árið áður. Grunnlaun þeirra hækkuðu um 15,5 prósent milli ára eða sem nemur 22,8 milljónum króna en mest munar um 69 prósenta hækkun á hlunnindalið vegna bónusgreiðslna sem námu alls 30,7 milljónum. Hækkun á launum og hlunnindum framkvæmdastjóranna nemur alls um 28 prósentum eða sem nemur 53,5 milljónum króna milli ára. Hlutabréfaverð Eimskipafélags Íslands hf. er nánast á sama stað í dag og við skráningu undir lok árs 2012 en fyrir aðalfundi félagsins sem fram fór í gær lá fyrir tillaga um að greiða hluthöfum félagsins 1.269 milljónir króna í arð. Sex lífeyrissjóðir eru meðal tíu stærstu hluthafa Eimskips. Lífeyrissjóður verslunarmanna er næststærsti hluthafi félagsins með 13,9 prósenta eignarhlut en Gildi lífeyrissjóður er fjórði stærsti með rúm 9,4 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Vill að Gildi selji allt hlutafé í N1 vegna launahækkunar forstjórans Guðmundur Ragnarsson, formaður VM - félags vélstjóra og málmtæknimanna hyggst leggja fram þá tillögu á stjórnarfundi lífeyrissjóðsins Gildis að sjóðurinn selji allt hlutafé sitt í N1. 19. mars 2018 10:09 Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Vill að Gildi selji allt hlutafé í N1 vegna launahækkunar forstjórans Guðmundur Ragnarsson, formaður VM - félags vélstjóra og málmtæknimanna hyggst leggja fram þá tillögu á stjórnarfundi lífeyrissjóðsins Gildis að sjóðurinn selji allt hlutafé sitt í N1. 19. mars 2018 10:09