Heilbrigðisþing aftur á dagskrá Ingimar Einarsson skrifar 23. mars 2018 07:00 Um áratugaskeið innihélt heilbrigðislöggjöfin ákvæði um að halda heilbrigðisþing eigi sjaldnar en fjórða hvert ár. Til heilbrigðisþings voru boðaðir stjórnendur, fagfólk, fulltrúar félagasamtaka, stjórnmálamenn og fleiri sem létu sig málefni heilbrigðisþjónustunnar einhverju varða. Hélst sú skipan þar til ný heilbrigðislög voru samþykkt á árinu 2007. Heilbrigðisþing voru haldin 1980, 1995, 1999 og 2003. Sambærilegar samkomur voru einnig haldnar á árunum 2000 og 2001. Annars vegar snerust þær um gæði og árangur heilbrigðisþjónustu og hins vegar um menntun heilbrigðisstétta og mannaflaspár heilbrigðisþjónustunnar.Vettvangur hugmynda Heilbrigðisþingin voru hugsuð sem eins konar vettvangur ráðgjafar- og umsagnarstarfa á sviði heilbrigðismála og um leið grundvöllur stefnumótunar og áætlanagerðar til langs tíma. Heilbrigðisráðuneytinu var venjulega falið að undirbúa heilbrigðisþingin, í samráði við Embætti landlæknis, og jafnframt hefur ráðuneytinu verið falið að fullvinna þau mál sem fram komu á hverju þingi fyrir sig. Í flestum tilvikum vantaði nokkuð upp á að niðurstöðum heilbrigðisþinga væru fylgt eftir í samræmi við þær kröfur sem gera verður um framkvæmd slíkra verkefna.Heilbrigðisþingin Fyrsta heilbrigðisþingið var haldið á haustdögum árið 1980, í embættistíð Svavars Gestssonar, og segir í skýrslu frá þinginu að þátttaka hafi verið mikil og áhugi og metnaður fyrir hönd íslensku heilbrigðisþjónustunnar hafi einkennt umræðurnar. Annað heilbrigðisþingið var haldið í byrjun árs 1995. Umfjöllunarefni þingsins var heilbrigðisástand Íslendinga og horfur um heilsufar þjóðarinnar á næstu árum. Á þriðja heilbrigðisþinginu 1999 kom greinilega fram að í heilbrigðismálum, sem og á öðrum sviðum þjóðlífsins, væri nauðsynlegt að vinna skipulega að áætlanagerð og setningu markmiða á öllum sviðum heilbrigðiskerfisins. Loks var heilbrigðisþing haldið fjórum árum síðar, eða 7. nóvember 2003. Viðfangsefnið var Háskólasjúkrahús á Íslandi – Framtíðarsýn, hlutverk og samfélagsleg ábyrgð.Aftur á dagskrá Engum vafa er undirorpið að heilbrigðisþingin hafa verið mikilsverður vettvangur samskipta og skoðanaskipta um heilbrigðismál. Þar voru á dagskrá helstu stefnumál heilbrigðisþjónustunnar og málefni sem hafa verið til umræðu víða um lönd. Það er hins vegar umhugsunarefni hvers vegna þessi samtöl hafa ekki skilað sér nema að takmörkuðu leyti inn í hina pólitísku umræðu og ákvarðanatöku. Undantekningin er gerð heilbrigðisáætlunar til ársins 2010 sem samþykkt var af Alþingi á vormánuðum árið 2001. Spurningin er hvort ekki sé þörf á að taka upp þráðinn að nýju og efna til heilbrigðisþings til að leggja grundvöll að heilbrigðisstefnu til framtíðar og tryggja að ákvörðunum þess efnis verði fylgt eftir.Höfundur er félags- og stjórnmálafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Mest lesið Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Um áratugaskeið innihélt heilbrigðislöggjöfin ákvæði um að halda heilbrigðisþing eigi sjaldnar en fjórða hvert ár. Til heilbrigðisþings voru boðaðir stjórnendur, fagfólk, fulltrúar félagasamtaka, stjórnmálamenn og fleiri sem létu sig málefni heilbrigðisþjónustunnar einhverju varða. Hélst sú skipan þar til ný heilbrigðislög voru samþykkt á árinu 2007. Heilbrigðisþing voru haldin 1980, 1995, 1999 og 2003. Sambærilegar samkomur voru einnig haldnar á árunum 2000 og 2001. Annars vegar snerust þær um gæði og árangur heilbrigðisþjónustu og hins vegar um menntun heilbrigðisstétta og mannaflaspár heilbrigðisþjónustunnar.Vettvangur hugmynda Heilbrigðisþingin voru hugsuð sem eins konar vettvangur ráðgjafar- og umsagnarstarfa á sviði heilbrigðismála og um leið grundvöllur stefnumótunar og áætlanagerðar til langs tíma. Heilbrigðisráðuneytinu var venjulega falið að undirbúa heilbrigðisþingin, í samráði við Embætti landlæknis, og jafnframt hefur ráðuneytinu verið falið að fullvinna þau mál sem fram komu á hverju þingi fyrir sig. Í flestum tilvikum vantaði nokkuð upp á að niðurstöðum heilbrigðisþinga væru fylgt eftir í samræmi við þær kröfur sem gera verður um framkvæmd slíkra verkefna.Heilbrigðisþingin Fyrsta heilbrigðisþingið var haldið á haustdögum árið 1980, í embættistíð Svavars Gestssonar, og segir í skýrslu frá þinginu að þátttaka hafi verið mikil og áhugi og metnaður fyrir hönd íslensku heilbrigðisþjónustunnar hafi einkennt umræðurnar. Annað heilbrigðisþingið var haldið í byrjun árs 1995. Umfjöllunarefni þingsins var heilbrigðisástand Íslendinga og horfur um heilsufar þjóðarinnar á næstu árum. Á þriðja heilbrigðisþinginu 1999 kom greinilega fram að í heilbrigðismálum, sem og á öðrum sviðum þjóðlífsins, væri nauðsynlegt að vinna skipulega að áætlanagerð og setningu markmiða á öllum sviðum heilbrigðiskerfisins. Loks var heilbrigðisþing haldið fjórum árum síðar, eða 7. nóvember 2003. Viðfangsefnið var Háskólasjúkrahús á Íslandi – Framtíðarsýn, hlutverk og samfélagsleg ábyrgð.Aftur á dagskrá Engum vafa er undirorpið að heilbrigðisþingin hafa verið mikilsverður vettvangur samskipta og skoðanaskipta um heilbrigðismál. Þar voru á dagskrá helstu stefnumál heilbrigðisþjónustunnar og málefni sem hafa verið til umræðu víða um lönd. Það er hins vegar umhugsunarefni hvers vegna þessi samtöl hafa ekki skilað sér nema að takmörkuðu leyti inn í hina pólitísku umræðu og ákvarðanatöku. Undantekningin er gerð heilbrigðisáætlunar til ársins 2010 sem samþykkt var af Alþingi á vormánuðum árið 2001. Spurningin er hvort ekki sé þörf á að taka upp þráðinn að nýju og efna til heilbrigðisþings til að leggja grundvöll að heilbrigðisstefnu til framtíðar og tryggja að ákvörðunum þess efnis verði fylgt eftir.Höfundur er félags- og stjórnmálafræðingur
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun