Lögmaður áminntur vegna tilhæfulauss reiknings Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. mars 2018 06:00 Héraðsdómur staðfesti ákvörðun sýslumanns með úrskurði en þeim úrskurði var skotið til Hæstaréttar. VÍSIR/GETTY Lögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson var á síðasta degi febrúarmánaðar áminntur af úrskurðarnefnd lögmanna vegna háttsemi sinnar í garð umbjóðanda síns. Atvik málsins eru þau að í októbermánuði féllst Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu á kröfu velferðarsviðs Kópavogsbæjar þess efnis konu yrði gert að sæta nauðungarvistun á sjúkrahúsi vegna örlyndis og mögulegrar geðhvarfasýki. Konan skaut málinu til héraðsdóms og gætti áðurnefndur Ómar hagsmuna hennar fyrir dómi. Héraðsdómur staðfesti ákvörðun sýslumanns með úrskurði en þeim úrskurði var skotið til Hæstaréttar. Ómar R. Valdimarsson, lögmaður.Með dómi réttarins var úrskurðurinn staðfestur. Í úrskurði héraðsdóms var kveðið á um að þóknun Ómars, 148 þúsund krónur, greiddist úr ríkissjóði. Í Hæstarétti var þóknun Ómars dæmd 124 þúsund til viðbótar. Það taldi Ómar aðeins ná yfir hluta þeirrar vinnu sem hann vann. Hann hafi unnið í rúmar 20 klukkustundir vegna málsins og tímagjald hans sé tæpar 23 þúsund krónur auk virðisaukaskatts. Gaf hann því út reikning vegna aksturs og þeirrar upphæðar sem upp á vantaði, alls rúmar 325 þúsund krónur. Þessu vildi konan ekki una og kvartaði til úrskurðarnefndarinnar. Taldi hún að Ómar hefði gert á hlut sinn með útgáfu reikningsins og krafðist þess að hann yrði felldur niður. Úrskurðarnefndin taldi að ákvörðun um þóknun talsmanns eða verjanda í lögræðismáli færi eftir ákvæðum lögræðislaga. Engin „lögbundin né samningsbundin stoð [var] fyrir hinum umþrætta reikningi“. Lögmaðurinn átti því ekki frekari heimtingu á greiðslu þóknunar umfram það sem dómstólar ákváðu. Reikningurinn var því felldur niður. Í ljósi þessa, og með hliðsjón af þeim aðstöðumunsem ríkti milli aðila, að háttsemi Ómars hafi ekki verið „til þess fallin að gæta heiðurs lögmannastéttarinnar“, var lögmaðurinn áminntur fyrir háttsemi sína. – jóe Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Lögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson var á síðasta degi febrúarmánaðar áminntur af úrskurðarnefnd lögmanna vegna háttsemi sinnar í garð umbjóðanda síns. Atvik málsins eru þau að í októbermánuði féllst Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu á kröfu velferðarsviðs Kópavogsbæjar þess efnis konu yrði gert að sæta nauðungarvistun á sjúkrahúsi vegna örlyndis og mögulegrar geðhvarfasýki. Konan skaut málinu til héraðsdóms og gætti áðurnefndur Ómar hagsmuna hennar fyrir dómi. Héraðsdómur staðfesti ákvörðun sýslumanns með úrskurði en þeim úrskurði var skotið til Hæstaréttar. Ómar R. Valdimarsson, lögmaður.Með dómi réttarins var úrskurðurinn staðfestur. Í úrskurði héraðsdóms var kveðið á um að þóknun Ómars, 148 þúsund krónur, greiddist úr ríkissjóði. Í Hæstarétti var þóknun Ómars dæmd 124 þúsund til viðbótar. Það taldi Ómar aðeins ná yfir hluta þeirrar vinnu sem hann vann. Hann hafi unnið í rúmar 20 klukkustundir vegna málsins og tímagjald hans sé tæpar 23 þúsund krónur auk virðisaukaskatts. Gaf hann því út reikning vegna aksturs og þeirrar upphæðar sem upp á vantaði, alls rúmar 325 þúsund krónur. Þessu vildi konan ekki una og kvartaði til úrskurðarnefndarinnar. Taldi hún að Ómar hefði gert á hlut sinn með útgáfu reikningsins og krafðist þess að hann yrði felldur niður. Úrskurðarnefndin taldi að ákvörðun um þóknun talsmanns eða verjanda í lögræðismáli færi eftir ákvæðum lögræðislaga. Engin „lögbundin né samningsbundin stoð [var] fyrir hinum umþrætta reikningi“. Lögmaðurinn átti því ekki frekari heimtingu á greiðslu þóknunar umfram það sem dómstólar ákváðu. Reikningurinn var því felldur niður. Í ljósi þessa, og með hliðsjón af þeim aðstöðumunsem ríkti milli aðila, að háttsemi Ómars hafi ekki verið „til þess fallin að gæta heiðurs lögmannastéttarinnar“, var lögmaðurinn áminntur fyrir háttsemi sína. – jóe
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira