Repúblikanar samþykkja að hætta Rússarannsókn Kjartan Kjartansson skrifar 22. mars 2018 17:59 Repúblikaninn Mike Conaway stýrði rannsókn nefndarinnar sem nú hefur verið lokið. Vísir/AFP Meirihluti repúblikana í leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti að hætta rannsókn nefndarinnar á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 í dag. Skýrsla með niðurstöðum hennar verður gerð opinber. Atkvæðagreiðslan um að ljúka rannsókninni fór eftir flokkslínum. Demókratar í nefndinni gagnrýna repúblikana harðlega fyrir að hafa neitað að stefna vitnum til að koma fyrir nefndina og krefjast gagna sem þeir telja skipta máli fyrir rannsóknina. Þegar Mike Conaway, repúblikaninn sem stýrði rannsókn nefndarinnar, sagði frá niðurstöðunum fyrr í þessum mánuði fullyrti hann að engar vísbendingar hefðu fundist um að forsetaframboð Donalds Trump forseta hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld fyrir kosningarnar. Í sjónvarpsviðtali um helgina sagði Conaway að í þeirri yfirlýsingu hafi ekki falist nein niðurstaða um hvort samráð hafi átt sér stað eða ekki. „Við sögðum að við hefðum ekki fundið neinar sanannir um það. Það er önnur fullyrðing. Við fundum engar sanannir um samráð,“ sagði Conaway sem sagði nefndina ekki hafa kallað til vitni til þess að flækjast ekki fyrir rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Álit meirihluta nefndarinnar var að mestu leyti í samræmi við niðurstöður bandarísku leyniþjónustunnar um að Rússar hafi haft afskipti af kosningunum, meðal annars með tölvuárásum og í gegnum samfélagsmiðla. Repúblikanar höfnuðu hins vegar áliti leyniþjónustunnar um að markmið Rússa hafi verið að aðstoða Trump. Starf nefndarinnar í tengslum við rannsóknina hefur einkennst af miklum flokkadráttum. Þannig samþykktu repúblikanarnir í henni að birta umdeilt minnisblað með ásökunum um að alríkislögreglan FBI og dómsmálaráðuneytið hefðu haft rangt við þegar sótt var um heimild til að hlera fyrrverandi ráðgjafa framboðs Trump árið 2016. Dómsmálaráðuneytið kallað birtinguna meðal annars „gríðarlega glannalega“. Demókratar í nefndinni fengu síðar að birta eigið minnisblað þar sem þeir sögðust hrekja ásakanirnar í minnisblaði repúblikana. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Eldfimar ásakanir í minnisblaðinu umdeilda Njósnamálanefnd Bandaríkjaþings hefur birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð Bandarísku alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins. 2. febrúar 2018 19:00 Repúblikanar hafna lykilniðurstöðu leyniþjónustunnar og ljúka rannsókn Rannsókn neðri deildar Bandaríkjaþings á afskiptum Rússa af forsetakosningunum er lokið. Repúblikanar segja Rússa ekki hafa ætlað að hjálpa Donald Trump, þvert á álit leyniþjónustunnar. 13. mars 2018 10:30 Svar demókrata við umdeildu minnisblaði repúblikana loks gert opinbert Minnisblað repúblikana er sögð gegnsæ tilraun til að grafa undan Rússarannsókninni í svari demókrata sem birt var í kvöld. 24. febrúar 2018 22:45 Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Meirihluti repúblikana í leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti að hætta rannsókn nefndarinnar á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 í dag. Skýrsla með niðurstöðum hennar verður gerð opinber. Atkvæðagreiðslan um að ljúka rannsókninni fór eftir flokkslínum. Demókratar í nefndinni gagnrýna repúblikana harðlega fyrir að hafa neitað að stefna vitnum til að koma fyrir nefndina og krefjast gagna sem þeir telja skipta máli fyrir rannsóknina. Þegar Mike Conaway, repúblikaninn sem stýrði rannsókn nefndarinnar, sagði frá niðurstöðunum fyrr í þessum mánuði fullyrti hann að engar vísbendingar hefðu fundist um að forsetaframboð Donalds Trump forseta hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld fyrir kosningarnar. Í sjónvarpsviðtali um helgina sagði Conaway að í þeirri yfirlýsingu hafi ekki falist nein niðurstaða um hvort samráð hafi átt sér stað eða ekki. „Við sögðum að við hefðum ekki fundið neinar sanannir um það. Það er önnur fullyrðing. Við fundum engar sanannir um samráð,“ sagði Conaway sem sagði nefndina ekki hafa kallað til vitni til þess að flækjast ekki fyrir rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Álit meirihluta nefndarinnar var að mestu leyti í samræmi við niðurstöður bandarísku leyniþjónustunnar um að Rússar hafi haft afskipti af kosningunum, meðal annars með tölvuárásum og í gegnum samfélagsmiðla. Repúblikanar höfnuðu hins vegar áliti leyniþjónustunnar um að markmið Rússa hafi verið að aðstoða Trump. Starf nefndarinnar í tengslum við rannsóknina hefur einkennst af miklum flokkadráttum. Þannig samþykktu repúblikanarnir í henni að birta umdeilt minnisblað með ásökunum um að alríkislögreglan FBI og dómsmálaráðuneytið hefðu haft rangt við þegar sótt var um heimild til að hlera fyrrverandi ráðgjafa framboðs Trump árið 2016. Dómsmálaráðuneytið kallað birtinguna meðal annars „gríðarlega glannalega“. Demókratar í nefndinni fengu síðar að birta eigið minnisblað þar sem þeir sögðust hrekja ásakanirnar í minnisblaði repúblikana.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Eldfimar ásakanir í minnisblaðinu umdeilda Njósnamálanefnd Bandaríkjaþings hefur birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð Bandarísku alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins. 2. febrúar 2018 19:00 Repúblikanar hafna lykilniðurstöðu leyniþjónustunnar og ljúka rannsókn Rannsókn neðri deildar Bandaríkjaþings á afskiptum Rússa af forsetakosningunum er lokið. Repúblikanar segja Rússa ekki hafa ætlað að hjálpa Donald Trump, þvert á álit leyniþjónustunnar. 13. mars 2018 10:30 Svar demókrata við umdeildu minnisblaði repúblikana loks gert opinbert Minnisblað repúblikana er sögð gegnsæ tilraun til að grafa undan Rússarannsókninni í svari demókrata sem birt var í kvöld. 24. febrúar 2018 22:45 Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Eldfimar ásakanir í minnisblaðinu umdeilda Njósnamálanefnd Bandaríkjaþings hefur birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð Bandarísku alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins. 2. febrúar 2018 19:00
Repúblikanar hafna lykilniðurstöðu leyniþjónustunnar og ljúka rannsókn Rannsókn neðri deildar Bandaríkjaþings á afskiptum Rússa af forsetakosningunum er lokið. Repúblikanar segja Rússa ekki hafa ætlað að hjálpa Donald Trump, þvert á álit leyniþjónustunnar. 13. mars 2018 10:30
Svar demókrata við umdeildu minnisblaði repúblikana loks gert opinbert Minnisblað repúblikana er sögð gegnsæ tilraun til að grafa undan Rússarannsókninni í svari demókrata sem birt var í kvöld. 24. febrúar 2018 22:45
Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30
Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00