Repúblikanar samþykkja að hætta Rússarannsókn Kjartan Kjartansson skrifar 22. mars 2018 17:59 Repúblikaninn Mike Conaway stýrði rannsókn nefndarinnar sem nú hefur verið lokið. Vísir/AFP Meirihluti repúblikana í leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti að hætta rannsókn nefndarinnar á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 í dag. Skýrsla með niðurstöðum hennar verður gerð opinber. Atkvæðagreiðslan um að ljúka rannsókninni fór eftir flokkslínum. Demókratar í nefndinni gagnrýna repúblikana harðlega fyrir að hafa neitað að stefna vitnum til að koma fyrir nefndina og krefjast gagna sem þeir telja skipta máli fyrir rannsóknina. Þegar Mike Conaway, repúblikaninn sem stýrði rannsókn nefndarinnar, sagði frá niðurstöðunum fyrr í þessum mánuði fullyrti hann að engar vísbendingar hefðu fundist um að forsetaframboð Donalds Trump forseta hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld fyrir kosningarnar. Í sjónvarpsviðtali um helgina sagði Conaway að í þeirri yfirlýsingu hafi ekki falist nein niðurstaða um hvort samráð hafi átt sér stað eða ekki. „Við sögðum að við hefðum ekki fundið neinar sanannir um það. Það er önnur fullyrðing. Við fundum engar sanannir um samráð,“ sagði Conaway sem sagði nefndina ekki hafa kallað til vitni til þess að flækjast ekki fyrir rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Álit meirihluta nefndarinnar var að mestu leyti í samræmi við niðurstöður bandarísku leyniþjónustunnar um að Rússar hafi haft afskipti af kosningunum, meðal annars með tölvuárásum og í gegnum samfélagsmiðla. Repúblikanar höfnuðu hins vegar áliti leyniþjónustunnar um að markmið Rússa hafi verið að aðstoða Trump. Starf nefndarinnar í tengslum við rannsóknina hefur einkennst af miklum flokkadráttum. Þannig samþykktu repúblikanarnir í henni að birta umdeilt minnisblað með ásökunum um að alríkislögreglan FBI og dómsmálaráðuneytið hefðu haft rangt við þegar sótt var um heimild til að hlera fyrrverandi ráðgjafa framboðs Trump árið 2016. Dómsmálaráðuneytið kallað birtinguna meðal annars „gríðarlega glannalega“. Demókratar í nefndinni fengu síðar að birta eigið minnisblað þar sem þeir sögðust hrekja ásakanirnar í minnisblaði repúblikana. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Eldfimar ásakanir í minnisblaðinu umdeilda Njósnamálanefnd Bandaríkjaþings hefur birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð Bandarísku alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins. 2. febrúar 2018 19:00 Repúblikanar hafna lykilniðurstöðu leyniþjónustunnar og ljúka rannsókn Rannsókn neðri deildar Bandaríkjaþings á afskiptum Rússa af forsetakosningunum er lokið. Repúblikanar segja Rússa ekki hafa ætlað að hjálpa Donald Trump, þvert á álit leyniþjónustunnar. 13. mars 2018 10:30 Svar demókrata við umdeildu minnisblaði repúblikana loks gert opinbert Minnisblað repúblikana er sögð gegnsæ tilraun til að grafa undan Rússarannsókninni í svari demókrata sem birt var í kvöld. 24. febrúar 2018 22:45 Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Meirihluti repúblikana í leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti að hætta rannsókn nefndarinnar á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 í dag. Skýrsla með niðurstöðum hennar verður gerð opinber. Atkvæðagreiðslan um að ljúka rannsókninni fór eftir flokkslínum. Demókratar í nefndinni gagnrýna repúblikana harðlega fyrir að hafa neitað að stefna vitnum til að koma fyrir nefndina og krefjast gagna sem þeir telja skipta máli fyrir rannsóknina. Þegar Mike Conaway, repúblikaninn sem stýrði rannsókn nefndarinnar, sagði frá niðurstöðunum fyrr í þessum mánuði fullyrti hann að engar vísbendingar hefðu fundist um að forsetaframboð Donalds Trump forseta hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld fyrir kosningarnar. Í sjónvarpsviðtali um helgina sagði Conaway að í þeirri yfirlýsingu hafi ekki falist nein niðurstaða um hvort samráð hafi átt sér stað eða ekki. „Við sögðum að við hefðum ekki fundið neinar sanannir um það. Það er önnur fullyrðing. Við fundum engar sanannir um samráð,“ sagði Conaway sem sagði nefndina ekki hafa kallað til vitni til þess að flækjast ekki fyrir rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Álit meirihluta nefndarinnar var að mestu leyti í samræmi við niðurstöður bandarísku leyniþjónustunnar um að Rússar hafi haft afskipti af kosningunum, meðal annars með tölvuárásum og í gegnum samfélagsmiðla. Repúblikanar höfnuðu hins vegar áliti leyniþjónustunnar um að markmið Rússa hafi verið að aðstoða Trump. Starf nefndarinnar í tengslum við rannsóknina hefur einkennst af miklum flokkadráttum. Þannig samþykktu repúblikanarnir í henni að birta umdeilt minnisblað með ásökunum um að alríkislögreglan FBI og dómsmálaráðuneytið hefðu haft rangt við þegar sótt var um heimild til að hlera fyrrverandi ráðgjafa framboðs Trump árið 2016. Dómsmálaráðuneytið kallað birtinguna meðal annars „gríðarlega glannalega“. Demókratar í nefndinni fengu síðar að birta eigið minnisblað þar sem þeir sögðust hrekja ásakanirnar í minnisblaði repúblikana.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Eldfimar ásakanir í minnisblaðinu umdeilda Njósnamálanefnd Bandaríkjaþings hefur birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð Bandarísku alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins. 2. febrúar 2018 19:00 Repúblikanar hafna lykilniðurstöðu leyniþjónustunnar og ljúka rannsókn Rannsókn neðri deildar Bandaríkjaþings á afskiptum Rússa af forsetakosningunum er lokið. Repúblikanar segja Rússa ekki hafa ætlað að hjálpa Donald Trump, þvert á álit leyniþjónustunnar. 13. mars 2018 10:30 Svar demókrata við umdeildu minnisblaði repúblikana loks gert opinbert Minnisblað repúblikana er sögð gegnsæ tilraun til að grafa undan Rússarannsókninni í svari demókrata sem birt var í kvöld. 24. febrúar 2018 22:45 Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Eldfimar ásakanir í minnisblaðinu umdeilda Njósnamálanefnd Bandaríkjaþings hefur birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð Bandarísku alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins. 2. febrúar 2018 19:00
Repúblikanar hafna lykilniðurstöðu leyniþjónustunnar og ljúka rannsókn Rannsókn neðri deildar Bandaríkjaþings á afskiptum Rússa af forsetakosningunum er lokið. Repúblikanar segja Rússa ekki hafa ætlað að hjálpa Donald Trump, þvert á álit leyniþjónustunnar. 13. mars 2018 10:30
Svar demókrata við umdeildu minnisblaði repúblikana loks gert opinbert Minnisblað repúblikana er sögð gegnsæ tilraun til að grafa undan Rússarannsókninni í svari demókrata sem birt var í kvöld. 24. febrúar 2018 22:45
Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30
Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00