Hvað varð um fjórfrelsið? Agnar Tómas Möller skrifar 21. mars 2018 13:30 Á fundi í kjölfar vaxtaákvörðunar þann 7. mars síðastliðinn, svaraði Már Guðmundsson seðlabankastjóri, þeim gagnrýnisröddum sem beinst hafa að innflæðishöftum Seðlabankans og færði fram ýmis rök þeim til stuðnings. Þar dró seðlabankastjóri meðal annars fram myndir af ýmsum skammtíma vaxtamælikvörðum því til rökstuðnings að markaðsvextir hefðu vel fylgt vaxtalækkunum Seðlabankans. Vaxtaleiðni vaxta bankans þyrfti að vísu að vera verulega stífluð til að svo væri ekki. Aftur á móti dró seðlabankastjóri ekki fram myndir af langtímavöxtum enda hafa fastir vextir íbúðalána banka og lífeyrissjóða staðið í stað þrátt fyrir mikla lækkun grunnvaxta, sem og fastir vextir stærstu útgefenda fyrirtækjaskuldabréfa hér á landi. Það sem verra er, mörg fyrirtæki fá einfaldlega ekki fjármögnun í góð og traust verkefni vegna skorts á fjármagni og þröngra lánaskilyrða í bankakerfinu í dag. Ástæða þessa er einföld: eftir afnám útflæðishafta hafa lífeyrissjóðir beint fjárfestingum sínum til útlanda á sama tíma og innlendar fjárfestingar þeirra hafa að miklu leyti farið í veitingu sjóðsfélagalána. Einnig eru lífeyrissjóðir nú þegar stórir mótaðilar skráðra íslenskra fyrirtækja og hafa því að meðaltali takmarkaðan áhuga á að bæta þar mikið við. Á sama tíma og verulega er tekið að hægja á íslensku atvinnulífi og fjárfesting, önnur en íbúðafjárfesting og fjárfesting hins opinbera, er að dragast saman, vantar íslenskt efnahagslíf sárlega það súrefni sem erlend langtímafjárfesting gæti verið við slíkar aðstæður. Annað áhugavert úr ræðu seðlabankastjóra var staðfestingin á því að innflæðishöftin séu orðin órjúfanlegur hluti af peningastefnunni og leggist þannig ofan á það mikla aðhald sem bankinn viðheldur í gegnum hátt vaxtastig. Líkt og bent var á í grein undirritaðs í Markaðnum fyrir rúmum mánuði, „Raunvextir á krossgötum“, er raunvaxtastig á Íslandi nú þegar í engu samhengi við raunvaxtastig annarra ríkja og því erfitt að átta sig á nauð- syn þess að keyra í ofanálag upp þá föstu vexti sem íslenskum heimilum og fyrirtækjum bjóðast til lengri tíma.Frjálst flæði fjármagns? Í því samhengi er áhugavert að velta því upp hvernig það varð hluti af peningastefnunni að hindra frjálst flæði fjármagns, þvert á ákvæði EESsamningsins. Í niðurstöðu Eftirlitsstofnunar ESA vegna kvörtunarmáls sem hófst haustið 2016 vegna setningar innflæðishaftanna (birt 26. júní 2017, mál nr. 79283, skjal 853287) kemur skýrt fram hvaða skilyrði þurfa að vera uppfyllt til þess að aðildarríki megi víkja frá meginreglunni um frjálst flæði fjármagns á Evrópska efnahagssvæðinu. Þar segir að ef umtalsverð hætta sé á að ríki lendi í vandræðum með greiðslujöfnuð, geti viðkomandi land gripið til aðgerða til að verja sig. Lögð er áhersla á að um sé að ræða heimild til tímabundinna aðgerða. ESA vitnar í svar Seðlabankans sem segir að tilgangur innflæðishaftanna sé að koma í veg fyrir ofgnótt af innflæði skammtíma „spákaupmennsku“ fjármagns og minnka þannig hættu á efnahagslegu og fjármálalegu ójafnvægi. Í niðurstöðu ESA segir að rökstuðningurinn fyrir því að gjaldeyrishöftin voru dæmd leyfileg á sínum tíma sé sá að Ísland hefði átt í greiðslujafnaðarerfiðleikum og að innflæðishöftin séu órjúfanlegur þáttur af gjaldeyrishöftunum. Þetta segir í svari ESA í júní 2017, þegar gjaldeyrishöftin hafa í raun verið afnumin sem bendir til að svar ESA hafi verið skrifað fyrir afnám gjaldeyrishafta fyrri hluta árs 2017. Jafnframt kemur fram í umræddri ákvörðun, að íslenska ríkið hafi lýst því yfir gagnvart ESA að reglur um innflæðishöft séu „nátengdar yfirstandandi losun gjaldeyrishafta“, og byggi á þeirri hugmynd að greiðslujöfnuði gæti verið stefnt í hættu vegna uppsafnaðrar fjárfestingarþarfar innlendra aðila erlendis og að innflæði í aðdraganda losunar gjaldeyrishafta gæti snúist í útflæði eftir afnám gjaldeyrishafta. Það liggur því í augum uppi að áhyggjur íslenska ríkisins, sem og tímabundið samþykki ESA fyrir höftunum, hafa ekkert með þann raunveruleika sem við blasir í dag að gera. Þess í stað hafa innflæðishöftin orðið að sjálfstæðu verkfæri í peningastefnu Seðlabankans, sem treystir sér ekki til að framkvæma peningastefnuna án stuðnings hafta. Kannski það sé kominn tími á að ESA kíki í heimsókn?Höfundur er framkvæmdastjóri Sjóða hjá GAMMA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agnar Tómas Möller Birtist í Fréttablaðinu Gjaldeyrishöft Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Á fundi í kjölfar vaxtaákvörðunar þann 7. mars síðastliðinn, svaraði Már Guðmundsson seðlabankastjóri, þeim gagnrýnisröddum sem beinst hafa að innflæðishöftum Seðlabankans og færði fram ýmis rök þeim til stuðnings. Þar dró seðlabankastjóri meðal annars fram myndir af ýmsum skammtíma vaxtamælikvörðum því til rökstuðnings að markaðsvextir hefðu vel fylgt vaxtalækkunum Seðlabankans. Vaxtaleiðni vaxta bankans þyrfti að vísu að vera verulega stífluð til að svo væri ekki. Aftur á móti dró seðlabankastjóri ekki fram myndir af langtímavöxtum enda hafa fastir vextir íbúðalána banka og lífeyrissjóða staðið í stað þrátt fyrir mikla lækkun grunnvaxta, sem og fastir vextir stærstu útgefenda fyrirtækjaskuldabréfa hér á landi. Það sem verra er, mörg fyrirtæki fá einfaldlega ekki fjármögnun í góð og traust verkefni vegna skorts á fjármagni og þröngra lánaskilyrða í bankakerfinu í dag. Ástæða þessa er einföld: eftir afnám útflæðishafta hafa lífeyrissjóðir beint fjárfestingum sínum til útlanda á sama tíma og innlendar fjárfestingar þeirra hafa að miklu leyti farið í veitingu sjóðsfélagalána. Einnig eru lífeyrissjóðir nú þegar stórir mótaðilar skráðra íslenskra fyrirtækja og hafa því að meðaltali takmarkaðan áhuga á að bæta þar mikið við. Á sama tíma og verulega er tekið að hægja á íslensku atvinnulífi og fjárfesting, önnur en íbúðafjárfesting og fjárfesting hins opinbera, er að dragast saman, vantar íslenskt efnahagslíf sárlega það súrefni sem erlend langtímafjárfesting gæti verið við slíkar aðstæður. Annað áhugavert úr ræðu seðlabankastjóra var staðfestingin á því að innflæðishöftin séu orðin órjúfanlegur hluti af peningastefnunni og leggist þannig ofan á það mikla aðhald sem bankinn viðheldur í gegnum hátt vaxtastig. Líkt og bent var á í grein undirritaðs í Markaðnum fyrir rúmum mánuði, „Raunvextir á krossgötum“, er raunvaxtastig á Íslandi nú þegar í engu samhengi við raunvaxtastig annarra ríkja og því erfitt að átta sig á nauð- syn þess að keyra í ofanálag upp þá föstu vexti sem íslenskum heimilum og fyrirtækjum bjóðast til lengri tíma.Frjálst flæði fjármagns? Í því samhengi er áhugavert að velta því upp hvernig það varð hluti af peningastefnunni að hindra frjálst flæði fjármagns, þvert á ákvæði EESsamningsins. Í niðurstöðu Eftirlitsstofnunar ESA vegna kvörtunarmáls sem hófst haustið 2016 vegna setningar innflæðishaftanna (birt 26. júní 2017, mál nr. 79283, skjal 853287) kemur skýrt fram hvaða skilyrði þurfa að vera uppfyllt til þess að aðildarríki megi víkja frá meginreglunni um frjálst flæði fjármagns á Evrópska efnahagssvæðinu. Þar segir að ef umtalsverð hætta sé á að ríki lendi í vandræðum með greiðslujöfnuð, geti viðkomandi land gripið til aðgerða til að verja sig. Lögð er áhersla á að um sé að ræða heimild til tímabundinna aðgerða. ESA vitnar í svar Seðlabankans sem segir að tilgangur innflæðishaftanna sé að koma í veg fyrir ofgnótt af innflæði skammtíma „spákaupmennsku“ fjármagns og minnka þannig hættu á efnahagslegu og fjármálalegu ójafnvægi. Í niðurstöðu ESA segir að rökstuðningurinn fyrir því að gjaldeyrishöftin voru dæmd leyfileg á sínum tíma sé sá að Ísland hefði átt í greiðslujafnaðarerfiðleikum og að innflæðishöftin séu órjúfanlegur þáttur af gjaldeyrishöftunum. Þetta segir í svari ESA í júní 2017, þegar gjaldeyrishöftin hafa í raun verið afnumin sem bendir til að svar ESA hafi verið skrifað fyrir afnám gjaldeyrishafta fyrri hluta árs 2017. Jafnframt kemur fram í umræddri ákvörðun, að íslenska ríkið hafi lýst því yfir gagnvart ESA að reglur um innflæðishöft séu „nátengdar yfirstandandi losun gjaldeyrishafta“, og byggi á þeirri hugmynd að greiðslujöfnuði gæti verið stefnt í hættu vegna uppsafnaðrar fjárfestingarþarfar innlendra aðila erlendis og að innflæði í aðdraganda losunar gjaldeyrishafta gæti snúist í útflæði eftir afnám gjaldeyrishafta. Það liggur því í augum uppi að áhyggjur íslenska ríkisins, sem og tímabundið samþykki ESA fyrir höftunum, hafa ekkert með þann raunveruleika sem við blasir í dag að gera. Þess í stað hafa innflæðishöftin orðið að sjálfstæðu verkfæri í peningastefnu Seðlabankans, sem treystir sér ekki til að framkvæma peningastefnuna án stuðnings hafta. Kannski það sé kominn tími á að ESA kíki í heimsókn?Höfundur er framkvæmdastjóri Sjóða hjá GAMMA.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun