Ábyrgar fjárfestingar með góðri ávöxtun Kristján Guy Burgess og Brynjólfur Stefánsson skrifar 21. mars 2018 14:00 Á allra síðustu misserum hafa alþjóðlegir fjárfestar stigið stór skref í átt til þess að axla aukna ábyrgð í umhverfis- og samfélagsmálum. Nýjar alþjóðlegar rannsóknir, t.d. frá Harvard-háskóla og McKinsey, hafa sýnt að ábyrgar fjárfestingar, þar sem horft er til umhverfismála, samfélagsáhrifa og stjórnarhátta, geta skilað jafn góðri og jafnvel betri ávöxtun en hefðbundnar fjárfestingar. Í mörgum tilfellum hefur vel úthugsuð stefna um ábyrgar fjárfestingar haft meiri ávinning í för með sér en hefðbundnar fjárfestingarleiðir. Hér nægir að nefna fjögur dæmi frá því nýja árið gekk í garð, um hraða þróun ábyrgra fjárfestinga: Norski olíusjóðurinn, stærsti fjárfestingarsjóður heims, hefur ákveðið að losa um fjárfestingar í níu fyrirtækjum til viðbótar við um hundrað önnur vegna mannréttindabrota, neikvæðra umhverfisáhrifa eða aðkomu að framleiðslu kjarnavopna. Annað dæmi er að erlendir lífeyrissjóðir eins og stærsti lífeyrissjóður Evrópu, hollenski sjóðurinn ABP, hafa bannað fjárfestingar í tóbaksfyrirtækjum og framleiðendum kjarnavopna ásamt því að tryggja að fjárfestingar þeirra séu í anda Parísarsamkomulagsins um minni útblástur gróðurhúsalofttegunda. Nú eru ýmsir fjárfestar að endurskoða fjárfestingar sínar í sjóðum sem eiga í skotvopnafyrirtækjum. Í þriðja lagi skrifaði forstjóri stærsta eignastýringarfyrirtækis heims, BlackRock, bréf til allra forstjóra þeirra fyrirtækja sem félagið tengist og hvatti þá til að taka tillit til samfélaganna sem þeir starfa í. Hann lagði einnig áherslu á aðgerðir vegna loftslagsbreytinga og nauðsyn þess að stjórnir fyrirtækja endurspegluðu fjölbreytilegri viðhorf. Þetta voru söguleg nýmæli. Og í fjórða lagi hefur Evrópusambandið kynnt til sögunnar tillögur að nýjum reglum á fjármálamarkaði til að hvetja til grænna fjárfestinga. Um mitt árið verða evrópsk fyrirtæki einnig skuldbundin til að tilgreina hvernig þau hyggist tryggja fjölbreytni í skipan stjórna.Þarf að stíga stærri skref Hér á landi hafa málin verið að snúast í rétta átt en hreyfingin er þó mun hægari en í nágrannalöndum okkar. Samtök hafa verið stofnuð um ábyrgar fjárfestingar sem flestir af stærstu aðilum á íslenskum markaði eiga aðild að. Allir lífeyrissjóðir þurftu í desember að gera grein fyrir því í fjárfestingarstefnum sínum hvernig þeir hafa siðferðileg viðmið til hliðsjónar í samræmi við lög sem tóku gildi um mitt síðasta ár, og Arion banki hefur gefið út vandað smárit um umboðsskyldu þeirra sem fjárfesta annarra manna fé. Allt eru þetta góð skref í rétta átt, en til að grípa tækifærin sem felast í hinni alþjóðlegu þróun um leið og ábyrgð er tekin á umhverfinu þarf að gera miklu meira. Skrefin þurfa að vera mun stærri og markvissari. Það er ekki tilviljun að þau mál sem hafa bakað íslenskum fjárfestum mest tjón og vandræði á síðustu árum hafa einmitt verið þar sem ekki var tekið nægjanlegt tillit til umhverfismála, samfélags eða góðra stjórnarhátta.Ekki eftir neinu að bíða Ábyrgar fjárfestingar geta skilað góðri ávöxtun og ekki er eftir neinu að bíða fyrir íslenska fjárfesta, stóra og smáa að sækja fram. Við tökum undir með starfshópnum um málefni lífeyrissjóð- anna sem skilaði skýrslu fyrir skemmstu um að eðlilegt sé að gerðar séu ríkari kröfur til þeirra en annarra fjárfesta um stjórnarhætti, upplýsingagjöf og gagnsæi þar sem þeir byggja á skylduaðild og hafa miklar skyldur gagnvart sjóðfélögum og öðrum umbjóð- endum. Þess vegna verður ábyrg stefna í umhverfismálum, samfélagsáhrifum og stjórnarháttum að vera í forgrunni þegar lífeyrissjóðirnir auka til muna erlendar fjárfestingar sínar á næstu árum.Höfundar eru ráðgjafar um ábyrgar fjárfestingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Sjá meira
Á allra síðustu misserum hafa alþjóðlegir fjárfestar stigið stór skref í átt til þess að axla aukna ábyrgð í umhverfis- og samfélagsmálum. Nýjar alþjóðlegar rannsóknir, t.d. frá Harvard-háskóla og McKinsey, hafa sýnt að ábyrgar fjárfestingar, þar sem horft er til umhverfismála, samfélagsáhrifa og stjórnarhátta, geta skilað jafn góðri og jafnvel betri ávöxtun en hefðbundnar fjárfestingar. Í mörgum tilfellum hefur vel úthugsuð stefna um ábyrgar fjárfestingar haft meiri ávinning í för með sér en hefðbundnar fjárfestingarleiðir. Hér nægir að nefna fjögur dæmi frá því nýja árið gekk í garð, um hraða þróun ábyrgra fjárfestinga: Norski olíusjóðurinn, stærsti fjárfestingarsjóður heims, hefur ákveðið að losa um fjárfestingar í níu fyrirtækjum til viðbótar við um hundrað önnur vegna mannréttindabrota, neikvæðra umhverfisáhrifa eða aðkomu að framleiðslu kjarnavopna. Annað dæmi er að erlendir lífeyrissjóðir eins og stærsti lífeyrissjóður Evrópu, hollenski sjóðurinn ABP, hafa bannað fjárfestingar í tóbaksfyrirtækjum og framleiðendum kjarnavopna ásamt því að tryggja að fjárfestingar þeirra séu í anda Parísarsamkomulagsins um minni útblástur gróðurhúsalofttegunda. Nú eru ýmsir fjárfestar að endurskoða fjárfestingar sínar í sjóðum sem eiga í skotvopnafyrirtækjum. Í þriðja lagi skrifaði forstjóri stærsta eignastýringarfyrirtækis heims, BlackRock, bréf til allra forstjóra þeirra fyrirtækja sem félagið tengist og hvatti þá til að taka tillit til samfélaganna sem þeir starfa í. Hann lagði einnig áherslu á aðgerðir vegna loftslagsbreytinga og nauðsyn þess að stjórnir fyrirtækja endurspegluðu fjölbreytilegri viðhorf. Þetta voru söguleg nýmæli. Og í fjórða lagi hefur Evrópusambandið kynnt til sögunnar tillögur að nýjum reglum á fjármálamarkaði til að hvetja til grænna fjárfestinga. Um mitt árið verða evrópsk fyrirtæki einnig skuldbundin til að tilgreina hvernig þau hyggist tryggja fjölbreytni í skipan stjórna.Þarf að stíga stærri skref Hér á landi hafa málin verið að snúast í rétta átt en hreyfingin er þó mun hægari en í nágrannalöndum okkar. Samtök hafa verið stofnuð um ábyrgar fjárfestingar sem flestir af stærstu aðilum á íslenskum markaði eiga aðild að. Allir lífeyrissjóðir þurftu í desember að gera grein fyrir því í fjárfestingarstefnum sínum hvernig þeir hafa siðferðileg viðmið til hliðsjónar í samræmi við lög sem tóku gildi um mitt síðasta ár, og Arion banki hefur gefið út vandað smárit um umboðsskyldu þeirra sem fjárfesta annarra manna fé. Allt eru þetta góð skref í rétta átt, en til að grípa tækifærin sem felast í hinni alþjóðlegu þróun um leið og ábyrgð er tekin á umhverfinu þarf að gera miklu meira. Skrefin þurfa að vera mun stærri og markvissari. Það er ekki tilviljun að þau mál sem hafa bakað íslenskum fjárfestum mest tjón og vandræði á síðustu árum hafa einmitt verið þar sem ekki var tekið nægjanlegt tillit til umhverfismála, samfélags eða góðra stjórnarhátta.Ekki eftir neinu að bíða Ábyrgar fjárfestingar geta skilað góðri ávöxtun og ekki er eftir neinu að bíða fyrir íslenska fjárfesta, stóra og smáa að sækja fram. Við tökum undir með starfshópnum um málefni lífeyrissjóð- anna sem skilaði skýrslu fyrir skemmstu um að eðlilegt sé að gerðar séu ríkari kröfur til þeirra en annarra fjárfesta um stjórnarhætti, upplýsingagjöf og gagnsæi þar sem þeir byggja á skylduaðild og hafa miklar skyldur gagnvart sjóðfélögum og öðrum umbjóð- endum. Þess vegna verður ábyrg stefna í umhverfismálum, samfélagsáhrifum og stjórnarháttum að vera í forgrunni þegar lífeyrissjóðirnir auka til muna erlendar fjárfestingar sínar á næstu árum.Höfundar eru ráðgjafar um ábyrgar fjárfestingar.
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun