Kolbeinn: Æðislegt að ég eigi enn þann möguleika á að fara á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2018 13:30 Kolbeinn Sigþórsson. Vísir/Getty Kolbeinn Sigþórsson er kominn aftur í íslenska landsliðið en hann er nú staddur í Bandaríkjunum þar sem strákarnir okkar mæta Mexíkó á föstudagskvöldið. Kolbeinn er bjartsýnn á það að komast í HM hóp Íslands í sumar. Kolbeinn Sigþórsson er næst markahæsti landsliðsmaður í sögu Íslands en hann hefur ekki spilað með landsliðinu síðan í júlíbyrjun 2016. Kolbeinn ræddi stöðuna á sér og framhaldið við Elvar Geir Magnússon á vefsíðunni fótbolti.net. „Það hefur verið mikil óvissa um framhaldið hjá mér í marga mánuði. Það voru mörg spurningamerki þegar ég fór aftur út til Nantes í síðasta mánuði. Hvernig höndla ég álagið að byrja æfa með liðinu? Svo náttúrulega stærsta spurningin: Get ég eitthvað lengur? Það kom sjálfum mér pínu á óvart hversu gott standið á mér var, miðað við hvað ég var búinn að vera lengi frá,“ sagði Kolbeinn við fótbolti.net. Það er ljóst á öllu að um tíma var útlitið alls ekki gott. „Fyrir ári síðan, eftir fyrstu aðgerðina, fór ég í læknisskoðun hjá Nantes og hitti aðra lækna. Sumir þeirra sögðu mér að íhuga það alvarlega að leggja skóna á hilluna. Það var að sjálfsögðu ekki auðvelt að heyra það,“ sagði Kolbeinn en Heimir Hallgrímsson valdi hann aftur í landsliðið fyrir þetta verkefni og nú er HM aftur inn í myndinni. „Það er æðislegt að ég eigi enn þann möguleika á að geta farið á HM," segir Kolbeinn. Elvar Geir spurði hann þá hvernig hann meti möguleika sína á því að vera með á HM í Rússlandi í sumar. „Ég met þá bara góða. Aðalatriðið fyrir mig núna er að haldast heill. Það er hætta á að meiðast eftir svona langa fjarveru. Það er mikilvægt að halda mér heilum og passa mig á að það komi ekki bakslag. Þá er ég með tvo og hálfan mánuð til að byggja mig upp og ná að spila mikilvægar mínútur og að sjálfsögðu skora nokkur mörk. Ég ætla að koma mér í liðið hjá Nantes. Það er markmiðið mitt á þessum tímapunkti,“ sagði Kolbeinn í fyrrnefndu viðtali. Kolbeinn segist finna fyrir því að Claudio Ranieri, stjóri Nantes og fyrrum þjálfari Englandsmeistara Leicester, sé að bíða eftir sér. „Já ég finn mikla jákvæðni frá honum í minn garð. Hann hefur sagt mér að hann sé ánægður með það hvernig ég hef verið síðan ég kom aftur. Hann er mjög góður þjálfari og sanngjarn maður. Ef ég held áfram að banka dyrnar þá mun hann vonandi nota mig, ég er bjartsýnn um framhaldið hjá klúbbnum," sagði Kolbeinn en það má síðan sjá allt viðtalið við hann hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson er kominn aftur í íslenska landsliðið en hann er nú staddur í Bandaríkjunum þar sem strákarnir okkar mæta Mexíkó á föstudagskvöldið. Kolbeinn er bjartsýnn á það að komast í HM hóp Íslands í sumar. Kolbeinn Sigþórsson er næst markahæsti landsliðsmaður í sögu Íslands en hann hefur ekki spilað með landsliðinu síðan í júlíbyrjun 2016. Kolbeinn ræddi stöðuna á sér og framhaldið við Elvar Geir Magnússon á vefsíðunni fótbolti.net. „Það hefur verið mikil óvissa um framhaldið hjá mér í marga mánuði. Það voru mörg spurningamerki þegar ég fór aftur út til Nantes í síðasta mánuði. Hvernig höndla ég álagið að byrja æfa með liðinu? Svo náttúrulega stærsta spurningin: Get ég eitthvað lengur? Það kom sjálfum mér pínu á óvart hversu gott standið á mér var, miðað við hvað ég var búinn að vera lengi frá,“ sagði Kolbeinn við fótbolti.net. Það er ljóst á öllu að um tíma var útlitið alls ekki gott. „Fyrir ári síðan, eftir fyrstu aðgerðina, fór ég í læknisskoðun hjá Nantes og hitti aðra lækna. Sumir þeirra sögðu mér að íhuga það alvarlega að leggja skóna á hilluna. Það var að sjálfsögðu ekki auðvelt að heyra það,“ sagði Kolbeinn en Heimir Hallgrímsson valdi hann aftur í landsliðið fyrir þetta verkefni og nú er HM aftur inn í myndinni. „Það er æðislegt að ég eigi enn þann möguleika á að geta farið á HM," segir Kolbeinn. Elvar Geir spurði hann þá hvernig hann meti möguleika sína á því að vera með á HM í Rússlandi í sumar. „Ég met þá bara góða. Aðalatriðið fyrir mig núna er að haldast heill. Það er hætta á að meiðast eftir svona langa fjarveru. Það er mikilvægt að halda mér heilum og passa mig á að það komi ekki bakslag. Þá er ég með tvo og hálfan mánuð til að byggja mig upp og ná að spila mikilvægar mínútur og að sjálfsögðu skora nokkur mörk. Ég ætla að koma mér í liðið hjá Nantes. Það er markmiðið mitt á þessum tímapunkti,“ sagði Kolbeinn í fyrrnefndu viðtali. Kolbeinn segist finna fyrir því að Claudio Ranieri, stjóri Nantes og fyrrum þjálfari Englandsmeistara Leicester, sé að bíða eftir sér. „Já ég finn mikla jákvæðni frá honum í minn garð. Hann hefur sagt mér að hann sé ánægður með það hvernig ég hef verið síðan ég kom aftur. Hann er mjög góður þjálfari og sanngjarn maður. Ef ég held áfram að banka dyrnar þá mun hann vonandi nota mig, ég er bjartsýnn um framhaldið hjá klúbbnum," sagði Kolbeinn en það má síðan sjá allt viðtalið við hann hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira