Kolbeinn: Æðislegt að ég eigi enn þann möguleika á að fara á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2018 13:30 Kolbeinn Sigþórsson. Vísir/Getty Kolbeinn Sigþórsson er kominn aftur í íslenska landsliðið en hann er nú staddur í Bandaríkjunum þar sem strákarnir okkar mæta Mexíkó á föstudagskvöldið. Kolbeinn er bjartsýnn á það að komast í HM hóp Íslands í sumar. Kolbeinn Sigþórsson er næst markahæsti landsliðsmaður í sögu Íslands en hann hefur ekki spilað með landsliðinu síðan í júlíbyrjun 2016. Kolbeinn ræddi stöðuna á sér og framhaldið við Elvar Geir Magnússon á vefsíðunni fótbolti.net. „Það hefur verið mikil óvissa um framhaldið hjá mér í marga mánuði. Það voru mörg spurningamerki þegar ég fór aftur út til Nantes í síðasta mánuði. Hvernig höndla ég álagið að byrja æfa með liðinu? Svo náttúrulega stærsta spurningin: Get ég eitthvað lengur? Það kom sjálfum mér pínu á óvart hversu gott standið á mér var, miðað við hvað ég var búinn að vera lengi frá,“ sagði Kolbeinn við fótbolti.net. Það er ljóst á öllu að um tíma var útlitið alls ekki gott. „Fyrir ári síðan, eftir fyrstu aðgerðina, fór ég í læknisskoðun hjá Nantes og hitti aðra lækna. Sumir þeirra sögðu mér að íhuga það alvarlega að leggja skóna á hilluna. Það var að sjálfsögðu ekki auðvelt að heyra það,“ sagði Kolbeinn en Heimir Hallgrímsson valdi hann aftur í landsliðið fyrir þetta verkefni og nú er HM aftur inn í myndinni. „Það er æðislegt að ég eigi enn þann möguleika á að geta farið á HM," segir Kolbeinn. Elvar Geir spurði hann þá hvernig hann meti möguleika sína á því að vera með á HM í Rússlandi í sumar. „Ég met þá bara góða. Aðalatriðið fyrir mig núna er að haldast heill. Það er hætta á að meiðast eftir svona langa fjarveru. Það er mikilvægt að halda mér heilum og passa mig á að það komi ekki bakslag. Þá er ég með tvo og hálfan mánuð til að byggja mig upp og ná að spila mikilvægar mínútur og að sjálfsögðu skora nokkur mörk. Ég ætla að koma mér í liðið hjá Nantes. Það er markmiðið mitt á þessum tímapunkti,“ sagði Kolbeinn í fyrrnefndu viðtali. Kolbeinn segist finna fyrir því að Claudio Ranieri, stjóri Nantes og fyrrum þjálfari Englandsmeistara Leicester, sé að bíða eftir sér. „Já ég finn mikla jákvæðni frá honum í minn garð. Hann hefur sagt mér að hann sé ánægður með það hvernig ég hef verið síðan ég kom aftur. Hann er mjög góður þjálfari og sanngjarn maður. Ef ég held áfram að banka dyrnar þá mun hann vonandi nota mig, ég er bjartsýnn um framhaldið hjá klúbbnum," sagði Kolbeinn en það má síðan sjá allt viðtalið við hann hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson er kominn aftur í íslenska landsliðið en hann er nú staddur í Bandaríkjunum þar sem strákarnir okkar mæta Mexíkó á föstudagskvöldið. Kolbeinn er bjartsýnn á það að komast í HM hóp Íslands í sumar. Kolbeinn Sigþórsson er næst markahæsti landsliðsmaður í sögu Íslands en hann hefur ekki spilað með landsliðinu síðan í júlíbyrjun 2016. Kolbeinn ræddi stöðuna á sér og framhaldið við Elvar Geir Magnússon á vefsíðunni fótbolti.net. „Það hefur verið mikil óvissa um framhaldið hjá mér í marga mánuði. Það voru mörg spurningamerki þegar ég fór aftur út til Nantes í síðasta mánuði. Hvernig höndla ég álagið að byrja æfa með liðinu? Svo náttúrulega stærsta spurningin: Get ég eitthvað lengur? Það kom sjálfum mér pínu á óvart hversu gott standið á mér var, miðað við hvað ég var búinn að vera lengi frá,“ sagði Kolbeinn við fótbolti.net. Það er ljóst á öllu að um tíma var útlitið alls ekki gott. „Fyrir ári síðan, eftir fyrstu aðgerðina, fór ég í læknisskoðun hjá Nantes og hitti aðra lækna. Sumir þeirra sögðu mér að íhuga það alvarlega að leggja skóna á hilluna. Það var að sjálfsögðu ekki auðvelt að heyra það,“ sagði Kolbeinn en Heimir Hallgrímsson valdi hann aftur í landsliðið fyrir þetta verkefni og nú er HM aftur inn í myndinni. „Það er æðislegt að ég eigi enn þann möguleika á að geta farið á HM," segir Kolbeinn. Elvar Geir spurði hann þá hvernig hann meti möguleika sína á því að vera með á HM í Rússlandi í sumar. „Ég met þá bara góða. Aðalatriðið fyrir mig núna er að haldast heill. Það er hætta á að meiðast eftir svona langa fjarveru. Það er mikilvægt að halda mér heilum og passa mig á að það komi ekki bakslag. Þá er ég með tvo og hálfan mánuð til að byggja mig upp og ná að spila mikilvægar mínútur og að sjálfsögðu skora nokkur mörk. Ég ætla að koma mér í liðið hjá Nantes. Það er markmiðið mitt á þessum tímapunkti,“ sagði Kolbeinn í fyrrnefndu viðtali. Kolbeinn segist finna fyrir því að Claudio Ranieri, stjóri Nantes og fyrrum þjálfari Englandsmeistara Leicester, sé að bíða eftir sér. „Já ég finn mikla jákvæðni frá honum í minn garð. Hann hefur sagt mér að hann sé ánægður með það hvernig ég hef verið síðan ég kom aftur. Hann er mjög góður þjálfari og sanngjarn maður. Ef ég held áfram að banka dyrnar þá mun hann vonandi nota mig, ég er bjartsýnn um framhaldið hjá klúbbnum," sagði Kolbeinn en það má síðan sjá allt viðtalið við hann hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti