Lygamælingar styðja frásögn klámmyndaleikkonunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. mars 2018 07:48 Hér má sjá Stormy Daniels þreyta prófið árið 2011. Vísir/Getty Niðurstöður lygamælinga eru sagðar staðfesta frásögn klámyndaleikkonunnar Stormy Daniels um að hún og Bandaríkjaforseti hafi haft samræði árið 2006. Daniels, sem heitir réttu nafni Stephanie Clifford, tók lygapróf árið 2011 fyrir viðtal sitt við tímaritið Life & Style. Skömmu áður hafði hún sagt við blaðamann InTouch að hún og Donald Trump hefðu sofið saman árið 2006, einu ári eftir að auðkýfingurinn gekk að eiga eiginkonu sína Melaniu. Donald Trump, sem nú er forseti Bandaríkjanna, hefur ætíð neitað fyrir að hafa átt í sambandi við Daniels. Lögmaður forsetans greiddi klámmyndaleikkonunni 130 þúsund dali, um 13 milljónir króna, skömmu fyrir kosningarnar haustið 2016 sem leikkonan segir að hafi verið hluti af þagnarsamkomulagi sem hún undirritaði um málið. Í upphafi árs sagði hún hins vegar að þetta samkomulag væri ógilt því að í ljósi hafi komið að Trump hafi sjálfur aldrei undirritað það. Því telur Daniels að henni sé frjálst að tjá sig um málið að vild. Lögmenn Bandaríkjaforseta hafa að þessum sökum lögsótt Daniels fyrir að rjúfa samkomulagið og krefja hana um 20 milljónir dala, 2 milljarða króna.Spurð um samræði og þátttöku í Apprentice Sjónvarpsstöðin CBS hefur nú undir höndum fyrrnefnt lygapróf sem klámmyndaleikkonan tók árið 2011. Kerfið byggir á kóða sem hannað var í hinum virta John Hopkins-háskóla og er það talið til marks um trúðverðuleika niðurstaðnanna. Engu að síður eru lygamælingar ýmsum vandkvæðum háðar og því má til að mynda ekki nota þær sem sönnungargögn í fjölmörgum ríkjum Bandaríkjanna. Í lygaprófinu er Daniels spurð hvort hún hafi stundað óvarið kynlíf með Donald Trump árið 2006 og hvort hann hafi lofað henni sæti í raunveruleikaþættinum The Apprentice, sem auðkýfingurinn stýrði á þessum árum. Niðurstöður prófsins bentu til þess að hún segði satt um samræði hennar og Trumps. Hins vegar renndu gögnin ekki stoðum undir það að hann hafi lofað henni að taka þátt í raunveruleikaþættinum. Þar að auki skrifaði maðurinn sem framkvæmdi prófið að ekkert benti til þess að Daniels hafi vísvitandi reynt að ljúga að rannsakandanum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump reiður eftir að Sanders viðurkenndi tilvist þagnarsamkomulags Leikkonan höfðaði mál gegn forsetanum í vikunni og segir þagnarsamkomulag þeirra dautt og ómerkt vegna þess að Trump hafi ekki skrifað undir það. 8. mars 2018 22:15 Trump krefur Stormy Daniels um 20 milljónir í skaðabætur Þá hyggst forsetinn draga Daniels fyrir alríkisdóm Bandaríkjanna. 17. mars 2018 11:17 Klámmyndaleikkonan kærir Trump Stormy Daniels segir Bandaríkjaforseta aldrei hafa undirritað umtalað þagnarsamkomulag þeirra. 7. mars 2018 06:39 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Sjá meira
Niðurstöður lygamælinga eru sagðar staðfesta frásögn klámyndaleikkonunnar Stormy Daniels um að hún og Bandaríkjaforseti hafi haft samræði árið 2006. Daniels, sem heitir réttu nafni Stephanie Clifford, tók lygapróf árið 2011 fyrir viðtal sitt við tímaritið Life & Style. Skömmu áður hafði hún sagt við blaðamann InTouch að hún og Donald Trump hefðu sofið saman árið 2006, einu ári eftir að auðkýfingurinn gekk að eiga eiginkonu sína Melaniu. Donald Trump, sem nú er forseti Bandaríkjanna, hefur ætíð neitað fyrir að hafa átt í sambandi við Daniels. Lögmaður forsetans greiddi klámmyndaleikkonunni 130 þúsund dali, um 13 milljónir króna, skömmu fyrir kosningarnar haustið 2016 sem leikkonan segir að hafi verið hluti af þagnarsamkomulagi sem hún undirritaði um málið. Í upphafi árs sagði hún hins vegar að þetta samkomulag væri ógilt því að í ljósi hafi komið að Trump hafi sjálfur aldrei undirritað það. Því telur Daniels að henni sé frjálst að tjá sig um málið að vild. Lögmenn Bandaríkjaforseta hafa að þessum sökum lögsótt Daniels fyrir að rjúfa samkomulagið og krefja hana um 20 milljónir dala, 2 milljarða króna.Spurð um samræði og þátttöku í Apprentice Sjónvarpsstöðin CBS hefur nú undir höndum fyrrnefnt lygapróf sem klámmyndaleikkonan tók árið 2011. Kerfið byggir á kóða sem hannað var í hinum virta John Hopkins-háskóla og er það talið til marks um trúðverðuleika niðurstaðnanna. Engu að síður eru lygamælingar ýmsum vandkvæðum háðar og því má til að mynda ekki nota þær sem sönnungargögn í fjölmörgum ríkjum Bandaríkjanna. Í lygaprófinu er Daniels spurð hvort hún hafi stundað óvarið kynlíf með Donald Trump árið 2006 og hvort hann hafi lofað henni sæti í raunveruleikaþættinum The Apprentice, sem auðkýfingurinn stýrði á þessum árum. Niðurstöður prófsins bentu til þess að hún segði satt um samræði hennar og Trumps. Hins vegar renndu gögnin ekki stoðum undir það að hann hafi lofað henni að taka þátt í raunveruleikaþættinum. Þar að auki skrifaði maðurinn sem framkvæmdi prófið að ekkert benti til þess að Daniels hafi vísvitandi reynt að ljúga að rannsakandanum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump reiður eftir að Sanders viðurkenndi tilvist þagnarsamkomulags Leikkonan höfðaði mál gegn forsetanum í vikunni og segir þagnarsamkomulag þeirra dautt og ómerkt vegna þess að Trump hafi ekki skrifað undir það. 8. mars 2018 22:15 Trump krefur Stormy Daniels um 20 milljónir í skaðabætur Þá hyggst forsetinn draga Daniels fyrir alríkisdóm Bandaríkjanna. 17. mars 2018 11:17 Klámmyndaleikkonan kærir Trump Stormy Daniels segir Bandaríkjaforseta aldrei hafa undirritað umtalað þagnarsamkomulag þeirra. 7. mars 2018 06:39 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Sjá meira
Trump reiður eftir að Sanders viðurkenndi tilvist þagnarsamkomulags Leikkonan höfðaði mál gegn forsetanum í vikunni og segir þagnarsamkomulag þeirra dautt og ómerkt vegna þess að Trump hafi ekki skrifað undir það. 8. mars 2018 22:15
Trump krefur Stormy Daniels um 20 milljónir í skaðabætur Þá hyggst forsetinn draga Daniels fyrir alríkisdóm Bandaríkjanna. 17. mars 2018 11:17
Klámmyndaleikkonan kærir Trump Stormy Daniels segir Bandaríkjaforseta aldrei hafa undirritað umtalað þagnarsamkomulag þeirra. 7. mars 2018 06:39