Stjórinn leggur hann í einelti en liðsfélagi telur hann geta orðið einn sá besti í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2018 08:00 Luke Shaw. Vísir/Getty Framtíð Luke Shaw hjá Manchester United er í mikilli óvissu eftir harða meðferð frá knattspyrnustjóranum Jose Mourinho sem hefur verið sakaður um að leggja leikmanninn hreinlega í einelti. Liðsfélagi Shaw hjá Manchester United hefur aftur á móti mikla trú á honum. Ashley Young hefur haldið Luke Shaw út úr liðinu stærsta hluta tímabilsins og vann sér sæti í enska landsliðinu á kostnað Shaw fyrir vináttuleikina við Holland og Ítalíu. „Hann er frábær leikmaður,“ sagði Ashley Young um Luke Shaw. Luke Shaw á sjö landsleiki en hefur ekki spilað með enska landsliðinu síðan í mars 2017. „Ég vil að Luke gangi vel. Hann verður bara að koma hausnum í lag og vina vinnuna sína,“ sagði Young og það er ekki hægt að lesa annað út um þeim ummælum að fleirum en Mourinho finnist Shaw þurfa að gera meira á æfingunum. Mourinho hefur gagnrýnt sérstaklega hugarfarið hjá Luke Shaw og það að leikmaðurinn virðist ekki vera tilbúinn að leggja nógu mikið á sig á æfingavellinum. Shaw fékk að heyra það eftir síðasta leik, fyrst inn á vellinum, þá þegar hann var tekinn af velli í hálfleik og loks þegar Mourinho gagnrýndi hann eftir leikinn.Manchester United defender Luke Shaw can be "one of the best in the world" Here's why Ashley Young reckons there's a lot more to come from the out of favour left-backhttps://t.co/eOhZfqrP4I#MUFCpic.twitter.com/HA7YDUbW2X — BBC Sport (@BBCSport) March 21, 2018 Luke Shaw kom til Manchester United frá Southampton árið 2014 og er með samning til ársins 2019. Hann gæti þó farið í sumar enda líklegt að Jose Mourinho reyni þá að selja hann. „Mér finnst sjálfum eins og hann geti orðið einn sá besti í heimi,“ sagði Ashley Young. Young er 32 ára og tíu árum eldri en Luke Shaw. Ashley Young talar annars vel um Jose Mourinho. „Stjórinn hefur náð árangri hjá öllum félögum sem hann hefur verið hjá. Ég er viss um að það hefði ekki tekist hjá honum nema af því að hann kann að meðhöndla leikmennina sína,“ sagði Young. „Við vitum sem leikmenn að við þurfum að leggja okkur fram á æfingunum en stjórinn er alveg til í grín og smá léttleika inn á milli. Við fáum báðar hliðarnar á honum og það er besta leiðin fyrir stjóra að fara,“ sagði Young. Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Meiðsli Rodri verri en menn héldu Enski boltinn Fleiri fréttir Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Sjá meira
Framtíð Luke Shaw hjá Manchester United er í mikilli óvissu eftir harða meðferð frá knattspyrnustjóranum Jose Mourinho sem hefur verið sakaður um að leggja leikmanninn hreinlega í einelti. Liðsfélagi Shaw hjá Manchester United hefur aftur á móti mikla trú á honum. Ashley Young hefur haldið Luke Shaw út úr liðinu stærsta hluta tímabilsins og vann sér sæti í enska landsliðinu á kostnað Shaw fyrir vináttuleikina við Holland og Ítalíu. „Hann er frábær leikmaður,“ sagði Ashley Young um Luke Shaw. Luke Shaw á sjö landsleiki en hefur ekki spilað með enska landsliðinu síðan í mars 2017. „Ég vil að Luke gangi vel. Hann verður bara að koma hausnum í lag og vina vinnuna sína,“ sagði Young og það er ekki hægt að lesa annað út um þeim ummælum að fleirum en Mourinho finnist Shaw þurfa að gera meira á æfingunum. Mourinho hefur gagnrýnt sérstaklega hugarfarið hjá Luke Shaw og það að leikmaðurinn virðist ekki vera tilbúinn að leggja nógu mikið á sig á æfingavellinum. Shaw fékk að heyra það eftir síðasta leik, fyrst inn á vellinum, þá þegar hann var tekinn af velli í hálfleik og loks þegar Mourinho gagnrýndi hann eftir leikinn.Manchester United defender Luke Shaw can be "one of the best in the world" Here's why Ashley Young reckons there's a lot more to come from the out of favour left-backhttps://t.co/eOhZfqrP4I#MUFCpic.twitter.com/HA7YDUbW2X — BBC Sport (@BBCSport) March 21, 2018 Luke Shaw kom til Manchester United frá Southampton árið 2014 og er með samning til ársins 2019. Hann gæti þó farið í sumar enda líklegt að Jose Mourinho reyni þá að selja hann. „Mér finnst sjálfum eins og hann geti orðið einn sá besti í heimi,“ sagði Ashley Young. Young er 32 ára og tíu árum eldri en Luke Shaw. Ashley Young talar annars vel um Jose Mourinho. „Stjórinn hefur náð árangri hjá öllum félögum sem hann hefur verið hjá. Ég er viss um að það hefði ekki tekist hjá honum nema af því að hann kann að meðhöndla leikmennina sína,“ sagði Young. „Við vitum sem leikmenn að við þurfum að leggja okkur fram á æfingunum en stjórinn er alveg til í grín og smá léttleika inn á milli. Við fáum báðar hliðarnar á honum og það er besta leiðin fyrir stjóra að fara,“ sagði Young.
Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Meiðsli Rodri verri en menn héldu Enski boltinn Fleiri fréttir Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti