Rússi fær ekki að stíga um borð í NATO-skip Garðar Örn Úlfarsson skrifar 21. mars 2018 06:00 Veðurfræðingarnir Haraldur Ólafsson og Guðrún Nína Petersen af Veðurstofu Íslands við bresku flugvélina sem hlaðin er mælitækjum Daniel Beeden „Verkefnið gengur út á að mæla ástandið í andrúmsloftinu, sérstaklega orkuflæði milli sjávar og lofts,“ segir Haraldur Ólafsson veðurfræðingur sem starfar við alþjóðlega rannsókn á samspili sjávarstrauma og veðrakerfa við Ísland. Sagt var í Fréttablaðinu í gær frá könnunarflugi breskrar flugvélar við Íslandsstrendur. Að sögn Haralds er ítalska rannsóknarskipið Alliance einnig hluti af verkefninu sem samtals um eitt hundrað manns taka þátt í. Það stendur í febrúar og mars og er að mestu fjármagnað af breskum, kanadískum og bandarískum sjóðum. Haraldur segir að þar sem ískalt loft streymi af hafísnum yfir sjóinn verði gífurlegt hitaflæði upp í loftið. „Þar verða mikil orkuskipti og menn hafa áhuga á þessu vegna hafstrauma í sjónum því þarna leikur grunur á að töluverður sjór sökkvi og streymi svo til suðurs á nokkru dýpi á milli Íslands og Grænlands. Þetta er veikur hlekkur í hugmyndum manna um hringrásina í sjónum. Hún er ekki að fullu kortlögð.“ Vísindamennirnir eru að reyna að átta sig á því hversu mikið af orku kemur frá sjónum upp í loftið. Það sem Haraldur fæst mest við eru áhrif landslags á þessi orkuskipti og yfirhöfuð á veður og vinda. Verið sé að kortleggja hvar sé skjól af landi og hvar séu vindrastir. Hafís hefur hörfað mikið miðað við stöðuna fyrir 30 til 40 árum. Sjá einnig: Bresk könnunarflugvél skoðar hafstrauma hér „Þarna eru mörg hundruð þúsund ferkílómetrar sem áður voru huldir hafís yfir veturinn. Það er í sjálfu sér ekki órökrétt að þarna geti orðið breyting á hafstraumum fyrir vikið,“ segir Haraldur. Unnið verður úr gögnum í sumar og haust. „Það sturta eitt til tvö hundruð vísindamenn sér yfir gögnin sem allir ætla að fá Nóbelsverðlaunin ekki seinna en á næsta ári,“ segir Haraldur. Gögnin verði notuð stíft næstu tíu til fimmtán ár í prófanir og reiknilíkön og jafnvel öðru hverju lengi eftir það. Hluti af verkefninu er að prófa sjálfvirk tæki til mælinga. „Framtíðin verður sú að það verða litlir mælikafbátar sem sigla fram og til baka og koma upp öðru hvoru til að senda frá sér gögn um gervitungl í land. Þetta verður ekki að fullu kortlagt fyrr en þessi tækni er komin á svipað stig og sjálfvirkar veðurstöðvar eru í dag,“ segir Haraldur. Skipið Alliance er við rannsóknir milli Íslands, Jan Mayen og Grænlands. „Skipið er að mæla í sjónum hvaða áhrif loftið hefur á sjóinn. Menn eru að leita að sjó sem sekkur niður í kjölfar kælingar,“ útskýrir Haraldur. Alliance er með ítalskri áhöfn og tengist NATO sem hefur síðasta orðið um það hverjir fá að stíga um borð. „Rússneskur doktorsnemi í London sem átti að vinna á skipinu fékk ekki leyfi til að koma um borð og er því á Akureyri að skipuleggja flugin,“ segir Haraldur. „Mér heyrist á þeim sem sáu um að taka skipið á leigu að þeir ætli að fara fram á afslátt vegna þessa. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Vísindi Tengdar fréttir Bresk könnunarflugvél skoðar hafstrauma hér Hluti af stóru fjögurra ára rannsóknarverkefni á vegum East Anglia háskólans á Bretlandi fer nú fram við Ísland. Flugvél breskrar suðurskautsstofnunar er gerð út frá Akureyri og gerir margháttaðar mælingar á mikilvægum hafstraumum. 20. mars 2018 06:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira
„Verkefnið gengur út á að mæla ástandið í andrúmsloftinu, sérstaklega orkuflæði milli sjávar og lofts,“ segir Haraldur Ólafsson veðurfræðingur sem starfar við alþjóðlega rannsókn á samspili sjávarstrauma og veðrakerfa við Ísland. Sagt var í Fréttablaðinu í gær frá könnunarflugi breskrar flugvélar við Íslandsstrendur. Að sögn Haralds er ítalska rannsóknarskipið Alliance einnig hluti af verkefninu sem samtals um eitt hundrað manns taka þátt í. Það stendur í febrúar og mars og er að mestu fjármagnað af breskum, kanadískum og bandarískum sjóðum. Haraldur segir að þar sem ískalt loft streymi af hafísnum yfir sjóinn verði gífurlegt hitaflæði upp í loftið. „Þar verða mikil orkuskipti og menn hafa áhuga á þessu vegna hafstrauma í sjónum því þarna leikur grunur á að töluverður sjór sökkvi og streymi svo til suðurs á nokkru dýpi á milli Íslands og Grænlands. Þetta er veikur hlekkur í hugmyndum manna um hringrásina í sjónum. Hún er ekki að fullu kortlögð.“ Vísindamennirnir eru að reyna að átta sig á því hversu mikið af orku kemur frá sjónum upp í loftið. Það sem Haraldur fæst mest við eru áhrif landslags á þessi orkuskipti og yfirhöfuð á veður og vinda. Verið sé að kortleggja hvar sé skjól af landi og hvar séu vindrastir. Hafís hefur hörfað mikið miðað við stöðuna fyrir 30 til 40 árum. Sjá einnig: Bresk könnunarflugvél skoðar hafstrauma hér „Þarna eru mörg hundruð þúsund ferkílómetrar sem áður voru huldir hafís yfir veturinn. Það er í sjálfu sér ekki órökrétt að þarna geti orðið breyting á hafstraumum fyrir vikið,“ segir Haraldur. Unnið verður úr gögnum í sumar og haust. „Það sturta eitt til tvö hundruð vísindamenn sér yfir gögnin sem allir ætla að fá Nóbelsverðlaunin ekki seinna en á næsta ári,“ segir Haraldur. Gögnin verði notuð stíft næstu tíu til fimmtán ár í prófanir og reiknilíkön og jafnvel öðru hverju lengi eftir það. Hluti af verkefninu er að prófa sjálfvirk tæki til mælinga. „Framtíðin verður sú að það verða litlir mælikafbátar sem sigla fram og til baka og koma upp öðru hvoru til að senda frá sér gögn um gervitungl í land. Þetta verður ekki að fullu kortlagt fyrr en þessi tækni er komin á svipað stig og sjálfvirkar veðurstöðvar eru í dag,“ segir Haraldur. Skipið Alliance er við rannsóknir milli Íslands, Jan Mayen og Grænlands. „Skipið er að mæla í sjónum hvaða áhrif loftið hefur á sjóinn. Menn eru að leita að sjó sem sekkur niður í kjölfar kælingar,“ útskýrir Haraldur. Alliance er með ítalskri áhöfn og tengist NATO sem hefur síðasta orðið um það hverjir fá að stíga um borð. „Rússneskur doktorsnemi í London sem átti að vinna á skipinu fékk ekki leyfi til að koma um borð og er því á Akureyri að skipuleggja flugin,“ segir Haraldur. „Mér heyrist á þeim sem sáu um að taka skipið á leigu að þeir ætli að fara fram á afslátt vegna þessa.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Vísindi Tengdar fréttir Bresk könnunarflugvél skoðar hafstrauma hér Hluti af stóru fjögurra ára rannsóknarverkefni á vegum East Anglia háskólans á Bretlandi fer nú fram við Ísland. Flugvél breskrar suðurskautsstofnunar er gerð út frá Akureyri og gerir margháttaðar mælingar á mikilvægum hafstraumum. 20. mars 2018 06:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira
Bresk könnunarflugvél skoðar hafstrauma hér Hluti af stóru fjögurra ára rannsóknarverkefni á vegum East Anglia háskólans á Bretlandi fer nú fram við Ísland. Flugvél breskrar suðurskautsstofnunar er gerð út frá Akureyri og gerir margháttaðar mælingar á mikilvægum hafstraumum. 20. mars 2018 06:00