Fjármálaáætlun lögð fram seinna en áætlað var vegna páska Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. mars 2018 07:00 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Vísir/ernir Á fundi Steingríms J. Sigfússonar þingforseta með þingflokksformönnum í gær var þeim tilkynnt að forseta hefði borist tilkynning frá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra um að hann myndi leggja fjármálaáætlun fyrir þingið þann 5. apríl næstkomandi. Í lögum um opinber fjármál er hins vegar sagt að slíka áætlun skuli leggja fram eigi síðar en 1. apríl ár hvert. Ein af ástæðum fyrirhugaðrar seinkunar er að 1. apríl þetta árið er páskadagur. Stjórnarandstöðuþingmenn voru margir hverjir ósáttir og töluðu jafnvel um lögbrot. „Það skal […] ekki koma neinum á óvart að páska hafi borið upp á þessum tíma á þessu ári,“ sagði Pawel Bartozsek, varaþingmaður Viðreisnar. Samkvæmt starfsáætlun þingsins stóð til að fyrri umræða um fjármálaætlun myndi hefjast á morgun. Vonast var til að henni yrði lokið fyrir páskafrí þingsins til að unnt væri að senda hana í umsagnarferli við það tímamark. „Síðasta ríkisstjórn, ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, hafði að minnsta kosti mánuði skemmri tíma til þess að koma fram með fjármálaáætlun, hún var að vísu vond, en hún kom á réttum tíma,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Þeirri áætlun var skilað til þingsins 31. mars en árið 2016 seinkaði henni til 8. apríl. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, kom fjármálaráðherra til varnar. „Ég verð að segja það fyrir mitt leyti að þessir þrír dagar sem þetta frestast skilja ekki milli feigs og ófeigs hvað mig varðar,“ sagði Kolbeinn, en hann var eini stjórnarliðinn sem tók til máls um málið. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Á fundi Steingríms J. Sigfússonar þingforseta með þingflokksformönnum í gær var þeim tilkynnt að forseta hefði borist tilkynning frá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra um að hann myndi leggja fjármálaáætlun fyrir þingið þann 5. apríl næstkomandi. Í lögum um opinber fjármál er hins vegar sagt að slíka áætlun skuli leggja fram eigi síðar en 1. apríl ár hvert. Ein af ástæðum fyrirhugaðrar seinkunar er að 1. apríl þetta árið er páskadagur. Stjórnarandstöðuþingmenn voru margir hverjir ósáttir og töluðu jafnvel um lögbrot. „Það skal […] ekki koma neinum á óvart að páska hafi borið upp á þessum tíma á þessu ári,“ sagði Pawel Bartozsek, varaþingmaður Viðreisnar. Samkvæmt starfsáætlun þingsins stóð til að fyrri umræða um fjármálaætlun myndi hefjast á morgun. Vonast var til að henni yrði lokið fyrir páskafrí þingsins til að unnt væri að senda hana í umsagnarferli við það tímamark. „Síðasta ríkisstjórn, ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, hafði að minnsta kosti mánuði skemmri tíma til þess að koma fram með fjármálaáætlun, hún var að vísu vond, en hún kom á réttum tíma,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Þeirri áætlun var skilað til þingsins 31. mars en árið 2016 seinkaði henni til 8. apríl. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, kom fjármálaráðherra til varnar. „Ég verð að segja það fyrir mitt leyti að þessir þrír dagar sem þetta frestast skilja ekki milli feigs og ófeigs hvað mig varðar,“ sagði Kolbeinn, en hann var eini stjórnarliðinn sem tók til máls um málið.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira