Ríkisstjórn Trump vill vinda ofan af reglum um sparneytni bíla Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2018 18:46 Samkvæmt reglum Obama-stjórnarinnar hefðu nýir bílar í Bandaríkjunum þurft að draga 23 kílómetra á lítrann fyrir árið 2025. Vísir/AFP Reglur sem áttu að draga úr losun bifreiða á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum og auka sparneytni þeirra verða verulega útvatnaðar samkvæmt tillögu sem ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta ætlar að tilkynna um á næstunni. Aðgerðir Trump eru sagðar ganga mun lengra en bílaframleiðendur höfðu þrýst á um. Búist er við því að tilkynnt verði um breytingar á reglunum sem ríkisstjórn Baracks Obama, fyrrverandi forseta, setti á næstu dögum, að sögn New York Times. Samkvæmt þeim hefðu bílaframleiðendur þurft að tvöfalda sparneytni nýrra bifreiða fyrir árið 2025. Reglurnar voru ein stærsta loftslagsaðgerð ríkisstjórnar Obama. Með þeim hefði regluverk alríkisstjórnarinnar verið jafnstrangt og Kaliforníu sem hefur jafnan verið fremst í flokki í umhverfismálum vestanhafs. Þegar Trump tók við embætti í fyrra fóru fulltrúar þriggja stórra bílaframleiðenda; General Motors, Ford og Chrysler, á fund hans til að biðja hann um að opna aftur fyrir umsagnir um reglurnar sem þeir vildu milda. Þeir vildu meðal annars getað reiknað kerfi sem slekkur á vél þegar hennar er ekki þörf inn í sparneytni bíls og töldu að ekki ætti að telja koltvísýringslosun frá orkuframleiðslu fyrir rafbíla sem losun frá bílum. Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, er sagður munu kynna útvönun reglnanna sem aðgerð til að létta á regluverki á bílaframleiðendur sem muni skila neytendum ódýrari trukkum, sendiferðabílum og jepplingum.Gæti skipt Bandaríkjunum upp í tvö markaðssvæði Tillögurnar sem Trump-stjórnin er nú með í vinnslu eru hins vegar sagðar hafa komið bílaframleiðendunum sjálfum í opna skjöldu þar sem þær gangi mun lengra en þær hugmyndir sem þeir höfðu um breytingar. „Við báðum ekki um þetta. Tillögurnar sem við settum fram voru skynsamlegar,“ segir Robert Bienenfeld, aðstoðarvaraforseti umhverfis- og orkuáætlunar Honda í Bandaríkjunum við New York Times. Í sama streng taka forsvarsmenn Ford sem segjast aðeins vilja aukinn sveigjanleika en ekki afnám reglnanna. Þeir styðji hertar umhverfiskröfur til bifreiða til 2025. Bílaframleiðendurnir höfðu gert ráð fyrir að yfirvöld í Kaliforníu gætu sætt sig við tilslakanirnar sem þeir óskuðu eftir. Nú gæti hins vegar stefnt í baráttu fyrir dómstólum á milli ríkisstjórnar Kaliforníu og alríkisstjórnar Bandaríkjanna. Þá er ekki loku fyrir það skotið að Bandaríkin muni skiptast upp í tvo markaði með bíla þar sem ólíkar reglur um mengun og sparneytni gilda. Nokkur önnur ríki Bandaríkjanna fylgja reglum Kaliforníu sem saman mynda um þriðjung bifreiðamarkaðarins. Yfirvöld í Kaliforníu hafa þegar lýst því yfir að þau muni ekki taka útvötnun reglnanna þegjandi. Búist er við því að fulltrúar alríkisstjórnarinnar muni hvetja Kaliforníu til þess að milda sínar reglur. Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Fjölgun jepplinga vinnur gegn samdrætti í losun Á sama tíma og bílaframleiðendur lofa að einbeita sér meira að umhverfisvænni bifreiðum fjárfesta þeir grimmt í þróun jepplinga sem eyða allt að 30% meira eldsneyti en minni bensínbílar. 5. mars 2018 15:14 Tortímandinn ætlar að stefna olíurisum fyrir manndráp með loftslagsbreytingum Arnold Scwarzenegger líkir olíufyrirtækjum við tóbaksfyrirtæki. Þau hafi vitað af skaðsemi framleiðslu sinnar um áratugaskeið en haldið áfram að þræta fyrir hana. 13. mars 2018 12:42 Losun gróðurhúsalofttegunda frá orku aldrei meiri en í fyrra Stöðnun í losun árin á undan hafði vakið vonir um að samband á milli hagvaxtar og aukinnar losunar hefði loks verið rofið. 23. mars 2018 18:07 Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Allt að 150 milljónir manna gætu flutt búferlaflutningum á þremur svæðum í þriðja heiminum vegna loftslagsbreytingum fyrir miðja öldina ef ekki verið gripið til skjótra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 21. mars 2018 18:45 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Fleiri fréttir „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Sjá meira
Reglur sem áttu að draga úr losun bifreiða á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum og auka sparneytni þeirra verða verulega útvatnaðar samkvæmt tillögu sem ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta ætlar að tilkynna um á næstunni. Aðgerðir Trump eru sagðar ganga mun lengra en bílaframleiðendur höfðu þrýst á um. Búist er við því að tilkynnt verði um breytingar á reglunum sem ríkisstjórn Baracks Obama, fyrrverandi forseta, setti á næstu dögum, að sögn New York Times. Samkvæmt þeim hefðu bílaframleiðendur þurft að tvöfalda sparneytni nýrra bifreiða fyrir árið 2025. Reglurnar voru ein stærsta loftslagsaðgerð ríkisstjórnar Obama. Með þeim hefði regluverk alríkisstjórnarinnar verið jafnstrangt og Kaliforníu sem hefur jafnan verið fremst í flokki í umhverfismálum vestanhafs. Þegar Trump tók við embætti í fyrra fóru fulltrúar þriggja stórra bílaframleiðenda; General Motors, Ford og Chrysler, á fund hans til að biðja hann um að opna aftur fyrir umsagnir um reglurnar sem þeir vildu milda. Þeir vildu meðal annars getað reiknað kerfi sem slekkur á vél þegar hennar er ekki þörf inn í sparneytni bíls og töldu að ekki ætti að telja koltvísýringslosun frá orkuframleiðslu fyrir rafbíla sem losun frá bílum. Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, er sagður munu kynna útvönun reglnanna sem aðgerð til að létta á regluverki á bílaframleiðendur sem muni skila neytendum ódýrari trukkum, sendiferðabílum og jepplingum.Gæti skipt Bandaríkjunum upp í tvö markaðssvæði Tillögurnar sem Trump-stjórnin er nú með í vinnslu eru hins vegar sagðar hafa komið bílaframleiðendunum sjálfum í opna skjöldu þar sem þær gangi mun lengra en þær hugmyndir sem þeir höfðu um breytingar. „Við báðum ekki um þetta. Tillögurnar sem við settum fram voru skynsamlegar,“ segir Robert Bienenfeld, aðstoðarvaraforseti umhverfis- og orkuáætlunar Honda í Bandaríkjunum við New York Times. Í sama streng taka forsvarsmenn Ford sem segjast aðeins vilja aukinn sveigjanleika en ekki afnám reglnanna. Þeir styðji hertar umhverfiskröfur til bifreiða til 2025. Bílaframleiðendurnir höfðu gert ráð fyrir að yfirvöld í Kaliforníu gætu sætt sig við tilslakanirnar sem þeir óskuðu eftir. Nú gæti hins vegar stefnt í baráttu fyrir dómstólum á milli ríkisstjórnar Kaliforníu og alríkisstjórnar Bandaríkjanna. Þá er ekki loku fyrir það skotið að Bandaríkin muni skiptast upp í tvo markaði með bíla þar sem ólíkar reglur um mengun og sparneytni gilda. Nokkur önnur ríki Bandaríkjanna fylgja reglum Kaliforníu sem saman mynda um þriðjung bifreiðamarkaðarins. Yfirvöld í Kaliforníu hafa þegar lýst því yfir að þau muni ekki taka útvötnun reglnanna þegjandi. Búist er við því að fulltrúar alríkisstjórnarinnar muni hvetja Kaliforníu til þess að milda sínar reglur.
Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Fjölgun jepplinga vinnur gegn samdrætti í losun Á sama tíma og bílaframleiðendur lofa að einbeita sér meira að umhverfisvænni bifreiðum fjárfesta þeir grimmt í þróun jepplinga sem eyða allt að 30% meira eldsneyti en minni bensínbílar. 5. mars 2018 15:14 Tortímandinn ætlar að stefna olíurisum fyrir manndráp með loftslagsbreytingum Arnold Scwarzenegger líkir olíufyrirtækjum við tóbaksfyrirtæki. Þau hafi vitað af skaðsemi framleiðslu sinnar um áratugaskeið en haldið áfram að þræta fyrir hana. 13. mars 2018 12:42 Losun gróðurhúsalofttegunda frá orku aldrei meiri en í fyrra Stöðnun í losun árin á undan hafði vakið vonir um að samband á milli hagvaxtar og aukinnar losunar hefði loks verið rofið. 23. mars 2018 18:07 Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Allt að 150 milljónir manna gætu flutt búferlaflutningum á þremur svæðum í þriðja heiminum vegna loftslagsbreytingum fyrir miðja öldina ef ekki verið gripið til skjótra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 21. mars 2018 18:45 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Fleiri fréttir „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Sjá meira
Fjölgun jepplinga vinnur gegn samdrætti í losun Á sama tíma og bílaframleiðendur lofa að einbeita sér meira að umhverfisvænni bifreiðum fjárfesta þeir grimmt í þróun jepplinga sem eyða allt að 30% meira eldsneyti en minni bensínbílar. 5. mars 2018 15:14
Tortímandinn ætlar að stefna olíurisum fyrir manndráp með loftslagsbreytingum Arnold Scwarzenegger líkir olíufyrirtækjum við tóbaksfyrirtæki. Þau hafi vitað af skaðsemi framleiðslu sinnar um áratugaskeið en haldið áfram að þræta fyrir hana. 13. mars 2018 12:42
Losun gróðurhúsalofttegunda frá orku aldrei meiri en í fyrra Stöðnun í losun árin á undan hafði vakið vonir um að samband á milli hagvaxtar og aukinnar losunar hefði loks verið rofið. 23. mars 2018 18:07
Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Allt að 150 milljónir manna gætu flutt búferlaflutningum á þremur svæðum í þriðja heiminum vegna loftslagsbreytingum fyrir miðja öldina ef ekki verið gripið til skjótra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 21. mars 2018 18:45
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent