Páskahret ekki gengið yfir landið í rúm tuttugu ár Sunna Sæmundsdóttir skrifar 31. mars 2018 14:00 Spáð er snjókomu á höfuðborgarsvæðinu á mánudag, annan í páskum. VÍSIR/VILHELM Tuttugu og tvö ár eru síðan síðasta páskahret sem heitir getur gekk yfir landið en það var á skírdag árið 1996. Þó er von á snjókomu víða um land á mánudag og verður hiti líklega undir frostmarki fram eftir viku. Snörp norðanátt gerir oft vart við sig einhvern tímann á þeim hálfa mánuði sem fylgir páskunum og getur snjókoma því verið nokkuð algeng. Þessi veðuratburður sem nefndur hefur verið páskahret berst því gjarnan í tal á þessu tímabili. Trausti Jónsson veðurfræðingur greinir frá því á vefsíðu sinni Hungurdiskum að ekkert páskahret sem heitir getur hafi gert hér á landi síðan á skírdag árið 1996 en þá gekk mikið hríðarveður yfir landið og olli samgöngutruflunum. Önnur páskahret sem þykja skera sig úr voru árin 1963 og 1967.Sjá einnig: Bætir í vind og éljagang í kvöld Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur, segir það líklega skilgreiningaratriði hvenær snjókoma um páska teljist til páskahrets en von er á slíku veðri á næstu dögum. Von er á éljum sunnan- og vestanlands í dag og í nótt. „Og síðan fer að snjóa á norðvestanverðu landinu á moirgun og svo snjókoma víða um land á mánudag og kólnandi veður. Það er að fara í norðanátt núna eftir helgi. Þetta er ekkert páskahret, það er bara ekki ennþá komið vor,“ segir Þorsteinn. Spáð er snjókomu á höfuðborgarsvæðinu á mánudag en reiknað er þó með björtu en köldu veðri fram eftir viku. „Það er nú eiginlega bara norðanátt eins langt og við sjáum, semsagt alveg út vikuna, og frekar kalt á öllu landinu, snjókoma og él á norðanverðu landinu og það fer ekkert að draga úr því fyrr en næstu helgi,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur. Veður Tengdar fréttir Bætir í vind og éljagang í kvöld Gert er ráð fyrir að rofa muni til á Norðurlandi eftir því sem líður á daginn en sunnantil mun bæta í vind og éljagang með kvöldinu. 31. mars 2018 10:04 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Sjá meira
Tuttugu og tvö ár eru síðan síðasta páskahret sem heitir getur gekk yfir landið en það var á skírdag árið 1996. Þó er von á snjókomu víða um land á mánudag og verður hiti líklega undir frostmarki fram eftir viku. Snörp norðanátt gerir oft vart við sig einhvern tímann á þeim hálfa mánuði sem fylgir páskunum og getur snjókoma því verið nokkuð algeng. Þessi veðuratburður sem nefndur hefur verið páskahret berst því gjarnan í tal á þessu tímabili. Trausti Jónsson veðurfræðingur greinir frá því á vefsíðu sinni Hungurdiskum að ekkert páskahret sem heitir getur hafi gert hér á landi síðan á skírdag árið 1996 en þá gekk mikið hríðarveður yfir landið og olli samgöngutruflunum. Önnur páskahret sem þykja skera sig úr voru árin 1963 og 1967.Sjá einnig: Bætir í vind og éljagang í kvöld Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur, segir það líklega skilgreiningaratriði hvenær snjókoma um páska teljist til páskahrets en von er á slíku veðri á næstu dögum. Von er á éljum sunnan- og vestanlands í dag og í nótt. „Og síðan fer að snjóa á norðvestanverðu landinu á moirgun og svo snjókoma víða um land á mánudag og kólnandi veður. Það er að fara í norðanátt núna eftir helgi. Þetta er ekkert páskahret, það er bara ekki ennþá komið vor,“ segir Þorsteinn. Spáð er snjókomu á höfuðborgarsvæðinu á mánudag en reiknað er þó með björtu en köldu veðri fram eftir viku. „Það er nú eiginlega bara norðanátt eins langt og við sjáum, semsagt alveg út vikuna, og frekar kalt á öllu landinu, snjókoma og él á norðanverðu landinu og það fer ekkert að draga úr því fyrr en næstu helgi,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur.
Veður Tengdar fréttir Bætir í vind og éljagang í kvöld Gert er ráð fyrir að rofa muni til á Norðurlandi eftir því sem líður á daginn en sunnantil mun bæta í vind og éljagang með kvöldinu. 31. mars 2018 10:04 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Sjá meira
Bætir í vind og éljagang í kvöld Gert er ráð fyrir að rofa muni til á Norðurlandi eftir því sem líður á daginn en sunnantil mun bæta í vind og éljagang með kvöldinu. 31. mars 2018 10:04