Segir að meta eigi ljósmæður að verðleikum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. apríl 2018 16:38 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/ernir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að meta eigi vinnuframlag ljósmæðra til launa og til samfélagslegrar virðingar. Þetta kom fram í svari hennar við fyrirspurn Guðjóns S. Brjánssonar, þingmanns Samfylkingarinnar um kjarabaráttu ljósmæðra. „Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að vinnuframlag og starf ljósmæðra væri sérstaklega mikilvægt. Þarna er um að ræða kvennastétt sem sinnir konum á gríðarlega dýrmætum og mikilvægum tíma í þeirra lífi og mér finnst að það eigi að meta að verðleikum,“ sagði Svandís. Guðjón lýsti meðal annars áhyggjum sínum af því að staðan í kjarabaráttu ljósmæðra kynni að kynda undir ugg og óöryggi hjá fjölskyldum. Guðjón S. Brjánsson, þingmaður SamfylkingarinnarSvandís sagði þó enga ástæðu til að hafa áhyggjur af því og að forstjóri Landspítala hefði fullvissað sig um að engu öryggi sé stefnt í uppnám á Landspítalanum. „Enda umgangast ljósmæður sinn vinnustað af fullri ábyrgð. þannig að það er engin ástæða til þess, hvorki af háttvirtum þingmanni né öðrum að kynda undir ugg eða óöryggi hjá foreldrum.“ Sagðist hún hafa beitt sér í málinu í gegnum forstjóra Landspítalans til að freista þess að gera það sem hægt væri að gera til að bæta starfsumhverfi ljósmæðra og mögulega vaktaumhverfi ljósmæðra. „Það hefur verið gert og því hefur verið spilað inn í þær kjaraviðræður sem nú eru í gangi. Ég vonast til þess að það verði til að hjálpa til við að leysa þessa viðkvæmu deilu og eins og landsmenn væntanlega allir þá vonast ég til að fundurinn 16. apríl verði árangursríkur.“ Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Sanngjarnar launakröfur ljósmæðra eða ógn við stöðugleika á vinnumarkaði? Það er stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins og næsti samningafundur er ekki fyrr en rúma viku. Óljóst er hverjar kröfur ljósmæðra nákvæmlega eru en þó er ljóst að þær vilja meiri hækkun en önnur aðildarfélög BHM sömdu um við ríkið fyrr á árinu. 8. apríl 2018 07:00 Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lokið án niðurstöðu Fundi samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands og samninganefndar ríkisins sem hófst klukkan 13 í dag var slitið á þriðja tímanum. 3. apríl 2018 15:30 Þungt hljóð í ljósmæðrum fyrir fund hjá sáttasemjara Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, kveðst ekkert alltof bjartsýn fyrir fund með samninganefnd ríkisins í dag. 3. apríl 2018 11:32 Neyðarástand gæti skapast á fæðingardeildum í sumar Nokkrar af þeim ljósmæðrum sem hafa sagt upp störfum sínum hafa þegar ráðið sig til annarra starfa að sögn formanns kjaranefndar ljósmæðra. Ef ekki takist að semja í kjaradeilunni á næstu mánuðum gæti skapast neyðarástand á fæðingardeildum í sumar. 7. apríl 2018 19:48 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að meta eigi vinnuframlag ljósmæðra til launa og til samfélagslegrar virðingar. Þetta kom fram í svari hennar við fyrirspurn Guðjóns S. Brjánssonar, þingmanns Samfylkingarinnar um kjarabaráttu ljósmæðra. „Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að vinnuframlag og starf ljósmæðra væri sérstaklega mikilvægt. Þarna er um að ræða kvennastétt sem sinnir konum á gríðarlega dýrmætum og mikilvægum tíma í þeirra lífi og mér finnst að það eigi að meta að verðleikum,“ sagði Svandís. Guðjón lýsti meðal annars áhyggjum sínum af því að staðan í kjarabaráttu ljósmæðra kynni að kynda undir ugg og óöryggi hjá fjölskyldum. Guðjón S. Brjánsson, þingmaður SamfylkingarinnarSvandís sagði þó enga ástæðu til að hafa áhyggjur af því og að forstjóri Landspítala hefði fullvissað sig um að engu öryggi sé stefnt í uppnám á Landspítalanum. „Enda umgangast ljósmæður sinn vinnustað af fullri ábyrgð. þannig að það er engin ástæða til þess, hvorki af háttvirtum þingmanni né öðrum að kynda undir ugg eða óöryggi hjá foreldrum.“ Sagðist hún hafa beitt sér í málinu í gegnum forstjóra Landspítalans til að freista þess að gera það sem hægt væri að gera til að bæta starfsumhverfi ljósmæðra og mögulega vaktaumhverfi ljósmæðra. „Það hefur verið gert og því hefur verið spilað inn í þær kjaraviðræður sem nú eru í gangi. Ég vonast til þess að það verði til að hjálpa til við að leysa þessa viðkvæmu deilu og eins og landsmenn væntanlega allir þá vonast ég til að fundurinn 16. apríl verði árangursríkur.“
Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Sanngjarnar launakröfur ljósmæðra eða ógn við stöðugleika á vinnumarkaði? Það er stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins og næsti samningafundur er ekki fyrr en rúma viku. Óljóst er hverjar kröfur ljósmæðra nákvæmlega eru en þó er ljóst að þær vilja meiri hækkun en önnur aðildarfélög BHM sömdu um við ríkið fyrr á árinu. 8. apríl 2018 07:00 Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lokið án niðurstöðu Fundi samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands og samninganefndar ríkisins sem hófst klukkan 13 í dag var slitið á þriðja tímanum. 3. apríl 2018 15:30 Þungt hljóð í ljósmæðrum fyrir fund hjá sáttasemjara Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, kveðst ekkert alltof bjartsýn fyrir fund með samninganefnd ríkisins í dag. 3. apríl 2018 11:32 Neyðarástand gæti skapast á fæðingardeildum í sumar Nokkrar af þeim ljósmæðrum sem hafa sagt upp störfum sínum hafa þegar ráðið sig til annarra starfa að sögn formanns kjaranefndar ljósmæðra. Ef ekki takist að semja í kjaradeilunni á næstu mánuðum gæti skapast neyðarástand á fæðingardeildum í sumar. 7. apríl 2018 19:48 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Sanngjarnar launakröfur ljósmæðra eða ógn við stöðugleika á vinnumarkaði? Það er stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins og næsti samningafundur er ekki fyrr en rúma viku. Óljóst er hverjar kröfur ljósmæðra nákvæmlega eru en þó er ljóst að þær vilja meiri hækkun en önnur aðildarfélög BHM sömdu um við ríkið fyrr á árinu. 8. apríl 2018 07:00
Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lokið án niðurstöðu Fundi samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands og samninganefndar ríkisins sem hófst klukkan 13 í dag var slitið á þriðja tímanum. 3. apríl 2018 15:30
Þungt hljóð í ljósmæðrum fyrir fund hjá sáttasemjara Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, kveðst ekkert alltof bjartsýn fyrir fund með samninganefnd ríkisins í dag. 3. apríl 2018 11:32
Neyðarástand gæti skapast á fæðingardeildum í sumar Nokkrar af þeim ljósmæðrum sem hafa sagt upp störfum sínum hafa þegar ráðið sig til annarra starfa að sögn formanns kjaranefndar ljósmæðra. Ef ekki takist að semja í kjaradeilunni á næstu mánuðum gæti skapast neyðarástand á fæðingardeildum í sumar. 7. apríl 2018 19:48