Gerði Golden State greiða en var síðan sparkað rétt fyrir úrslitakeppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. apríl 2018 17:45 Omri Casspi. Vísir/Getty Ísraelsmaðurinn Omri Casspi dreymdi um að vinna NBA-titilinn með liði Golden State Warriors og síðsta haust fórnaði hann betri samningum frá liðum í NBA-deildinni í körfubolta til að komast þangað. Omri Casspi samdi við Golden State á „lágmarkslaunum“ þegar mun betri tilboð buðust frá öðrum félögum í NBA-deildinni. Hann gerði ríkjandi NBA-meisturum þann „greiða“ og sá fyrir möguleika á að vinna loksins NBA-titilinn. Forráðamenn Golden State Warriors fóru hinsvegar afar illa með Casspi. Það er ekki nóg með að félagið sagði upp samningnum við hann áður en tímabilinu lauk þá gerðu þeir það svo seint að Casspi má ekki spila með öðru félagi í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í ár.Very harsh numbers game catches up to Omri Casspi, who league sources say turned down more lucrative interest last summer from Brooklyn to go for a ring on a minimum deal in Golden State, only to be forced out when the Warriors had to manufacture a roster spot by Sunday for Cook — Marc Stein (@TheSteinLine) April 8, 2018 Golden State sagði upp samninginum við Omri Casspi viku fyrir úrslitakeppnina svo félagið gæti búið til pláss fyrir Quinn Cook í leikmannahópnum. Quinn Cook hefur verið að leysa af Steph Curry en Curry hefur verið mikið meiddur á þessu tímabili.Because he was not waived by March 1, Omri Casspi is ineligible to appear in the playoffs for any other team this season — Marc Stein (@TheSteinLine) April 8, 2018The Warriors, I'm told, badly wanted to avoid this outcome but also felt that they need to keep all of their bigs (Zaza, West, JaVale, Looney and Damion Jones) for the postseason grind to come — Marc Stein (@TheSteinLine) April 8, 2018 Omri Casspi spilaði 53 leiki með Golden State Warriors á leiktíðinni og var með 5,7 stig, 3,8 fráköst og 1,0 stoðsendingu að meðaltali í leik. Hann hitti líka úr 45,5 prósent þriggja stiga skota sinna. Besti leikur hans var í sigurleik á móti Phoenix Suns þar sem hann skorað 19 stig og tók 10 fráköst. NBA-deildin í dag er harður og miskunnarlaus viðskiptaheimur eins og sést vel á meðferð Golden State Warriors á þessum 29 ára gamla Ísraelsmanni sem mun nú líklega aldrei upplifa það að verða NBA-meistari í körfubolta. NBA Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Ísraelsmaðurinn Omri Casspi dreymdi um að vinna NBA-titilinn með liði Golden State Warriors og síðsta haust fórnaði hann betri samningum frá liðum í NBA-deildinni í körfubolta til að komast þangað. Omri Casspi samdi við Golden State á „lágmarkslaunum“ þegar mun betri tilboð buðust frá öðrum félögum í NBA-deildinni. Hann gerði ríkjandi NBA-meisturum þann „greiða“ og sá fyrir möguleika á að vinna loksins NBA-titilinn. Forráðamenn Golden State Warriors fóru hinsvegar afar illa með Casspi. Það er ekki nóg með að félagið sagði upp samningnum við hann áður en tímabilinu lauk þá gerðu þeir það svo seint að Casspi má ekki spila með öðru félagi í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í ár.Very harsh numbers game catches up to Omri Casspi, who league sources say turned down more lucrative interest last summer from Brooklyn to go for a ring on a minimum deal in Golden State, only to be forced out when the Warriors had to manufacture a roster spot by Sunday for Cook — Marc Stein (@TheSteinLine) April 8, 2018 Golden State sagði upp samninginum við Omri Casspi viku fyrir úrslitakeppnina svo félagið gæti búið til pláss fyrir Quinn Cook í leikmannahópnum. Quinn Cook hefur verið að leysa af Steph Curry en Curry hefur verið mikið meiddur á þessu tímabili.Because he was not waived by March 1, Omri Casspi is ineligible to appear in the playoffs for any other team this season — Marc Stein (@TheSteinLine) April 8, 2018The Warriors, I'm told, badly wanted to avoid this outcome but also felt that they need to keep all of their bigs (Zaza, West, JaVale, Looney and Damion Jones) for the postseason grind to come — Marc Stein (@TheSteinLine) April 8, 2018 Omri Casspi spilaði 53 leiki með Golden State Warriors á leiktíðinni og var með 5,7 stig, 3,8 fráköst og 1,0 stoðsendingu að meðaltali í leik. Hann hitti líka úr 45,5 prósent þriggja stiga skota sinna. Besti leikur hans var í sigurleik á móti Phoenix Suns þar sem hann skorað 19 stig og tók 10 fráköst. NBA-deildin í dag er harður og miskunnarlaus viðskiptaheimur eins og sést vel á meðferð Golden State Warriors á þessum 29 ára gamla Ísraelsmanni sem mun nú líklega aldrei upplifa það að verða NBA-meistari í körfubolta.
NBA Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira